Vikan


Vikan - 14.08.1969, Side 30

Vikan - 14.08.1969, Side 30
Mömmu finnst það vera leikur að þvo með C-ll það er bæði ódýrt og gott segir hún ténjtciÁt bakteriueyðandi Batnandi smekkur Framhald af bls. 11 hana upp. Svo er það frú Arnheiður, hún hefur starf- að mjög lengi í félaginu og var formaður þess í 20 ár. Þá er það frú Ingibjörg Eyfells, sem var gjaldkeri félagsins í 20 ár. Þessar konur hafa verið framar- lega í stjórn félagsins og unnið feikilega mikið og óeigingjarnt starf. Sjálf hefur Gerður unnið hjá félaginu í tvö ár. Hún lærði vefnað í Myndlistar- og Hand- íðaskólanum og tók þar kenn- arapróf í greininni. Áður var hún þjóðkunn sem leikkona. Hún segist hafa fengið áhuga á málefnum Heimilisiðnaðarfé- lagsins meðan hún nam í Hand- íðaskólanum. — Það er svo mik- ið að gerast í þessum efnum, segir hún, — og þar af leiðandi gaman að vinna í þessu. Áhugi almennings er mikill og hrað- vaxandi. — Hvað veldur því? — Dálítið breyttur hugsunar- háttur hjá þjóðinni. Við erum farin að meta framleiðslu okkar meira en áður; fyrst eftir stríðið þótti allt gott sem var innflutt, en heldur lítils virði það sem íslenzkt var, og reyndar var það misjafnt að gæðum. Svo er það líka að nú er farinn að koma í ljós árangur af starfi þess fólks, sem mest hefur unnið að þessum málum. Það hefur verið afskap- lega mikið þolinmæðisstarf, því að þetta var í mikilli lægð um og eftir stríðið. Nú er hins veg- ar greinilega farinn að koma í ljós árangur af því leiðbeininga- starfi, sem félagið hefur unnið. — Hve margir eru í félaginu? — Um tvö hundruð manns. Og meirihluti þeirra konur. — Hvernig er rekstri verzl- ananna háttað? — Félagið rekur tvær verzlan- ir, en þær hafa alveg aðskilin fjárhag, og ef einhver ágóði er af rekstrinum, þá rennur hann til þessara mála — að efla heimil- isiðnaðinn í landinu. Enginn einstaklingur hagnast því á rekstrinum. — Er mikið keypt í búðunum hjá ykkur? — Já, það er mikið keypt, er- lendir ferðamenn eru miklir viðskiptavinir og íslendingar líka. Það þykir okkur ánægju- legt. Einkum þykir ullarvara okkar góð, enda er hún sam- bærileg við ullarvöru hvar sem er annars staðar í heiminum. Ullarvörur eru líka stærsti lið- urinn hjá okkur og fjölbreytnin í þeim mest. Þetta er mest hand- unnið, prjónað og ofið. í öðru sæti mund ég segja að skinna- varan væri. Svo er það kera- míkin. Það er svo margt ungt fólk, sem farið er að vinna í keramík. Við fáum mikið frá Gliti, en líka frá mörgum ein- staklingum. Svo eru það málm- munir og trémunir. — Ullarvörurnar eru mest í sauðarlitunum. — Já, að mestu leyti. Þeir eru vinsælastir. Það er hægt að ná ótrúlega mörgum litbrigðum úr þeim. — Koma munirnir aðallega frá félagsmönnum? — Nei, ekkert frekar. Þetta er frá öllu mögulegu fólki, á öllum aldri og alls staðar að af landinu. Flest er það þó úr Reykjavík. Það kemur sumpart til af því, að við höfum bezta aðstöðu til að leiðbeina fólki hér í borginni. Að veita leiðbeining- ar er raunar drjúgur hluti starfs okkar í verzlununum, benda á leiðir til úrlausnar verkefnum, þótt auðvitað sé ekki hægt að koma við beinni kennslu. — Gerið þið ráð fyrir fleiri námskeiðum fljótlega? •Tá. við höfum áhuga á þvi. Og við vonum að stækkun hús- næðis okkar hérna í Hafnar- stræti gefi okkur möguleika á að halda minni námskeið. — Er það sem til ykkar berst ekki misjafnt að gæðum? Þurf- ið þið að vísa miklu frá? — Misjafnt, jú að vísu. Margt er afburðafallegt og vel unnið, en annað er ekki nógu vel gert, því miður. Við skoðum hvern einasta hlut, sem komið er með, og reynum að benda á leiðir til lagfæringar, en þær ráðlegging- ar eru ekki alltaf jafn vel þegn- ar. En við teljum vitaskuld að okkur beri að hafa forustu um gerð góðra muna. Utskurður var mikil list- grein í okkar sveitamenningu, meðan hún var og hét. Fáið þið mikið af þess háttar munum? — Dálítið, en fáir skera út nú orðið. Mjög fáir. Við höfum gert ítrekaðar tilraunir til að afla slíkra hluta, en það tekur af- skaplega langan tíma. Þannig er það með margt í okkar starfi: r.oð þprf mikla bolinmæði. Það lfSur oft langt frá því að við fá- um hugmynd og þar til hlutur- inn er fullunninn og orðinn sölu- vara. Til að kynna starfsemi sína gefur félagið út ársrit, sem heit- ir Hugur og hönd. Félagsmenn fá það og auk þess er það selt í lausasölu. Fyrsta blaðið kom út 1966. í því eru uppskriftir og fyrirmyndir, sem hægt er að fara eftir, og þegar er farinn að sjást árangur af því; við erum farnar að fá hluti, sem fólk framleiðir eftir þessum fyrir- myndum úr blaðinu. Fallega og góða hluti eins og til dæmis sjöl, prjónaðar hyrnur og margt fleira. Eitt af því sem fyrst vekur at- hygli þegar litið er inn í verzl- anir Heimilisiðnaðarfélagsins eru kynleg tákn svört, sem skreyta veggi; þegar betur er að gáð sjást þau einnig mótuð í silfur eða greypt í keramík. Þetta er galdrastafir, þeir hinir sömu og menn voru forðum steiktir við staur fyrir að eiga og brúka. Þessi rótarskapur af hálfu landsins yfirvalda gerði að verkum að lítið hefur farið fyrir þessari þjóðlegu listgrein um skeið — en sem sagt, fyrir tilverknað Heimilisiðnaðarfélags- ins getur nú hver reynt að prófa sig áfram í henni sem vill. Alla- vega eru stafirnir aftur til stað- ar. Og Gerður segir að þeir njóti mikilla vinsælda. — Bæði eru þeir skrautlegir og hafa ákveðna merkingu, hver um sig, segir hún. — Þeir eru búnir til sem veggskreytingar, steikarteinar, kertastjakar og auk þess mikið sem kvenskraut. Þetta er líka mótað í keramík, á diska og bakka, frá Gliti. Líka má nota þetta í skrautvefnað. Þetta gefur sem sagt mikla möguleika, eins og vænta mátti af galdrastöfum. — Hver átti hugmyndina að þessari aðferð til að taka upp galdra að nýju, í fyrsta sinn eft- ir brennuöld? — Ef til vill má rekja þetta til Hafsteins Guðmundssonar, sem birti myndir af galdrastöf- um í þjóðsagnaútgáfum sínum. Síðan tók Glit þetta upp. Svo var það í fyrrasumar að við tók- um þátt í norrænni heimilisiðn- aðarsýningu í Danmörku; þar voru aðeins sýndir járnmunir. Þá fórum við á stúfana og feng- um smiðaða galdrastafi í járn. Á sýningunni vöktu þessir galdrar okkar mikla athygli. í þessu er ýmiss konar málmur, járn í veggskreytingum en silf- ur i kvenskrautinu. Stafirnir eru teknir upp úr bók, sem er í Landsbókasafninu. •— Hver smíðar galdrastafina? Járnsmiður suður í Kópa- vogi, Alexander Einbjörnsson heitir hann. Gerður fer með okkur um búðina og við lítum á fleiri muni, sem þarna er að finna i 30 VIKAN 33- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.