Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 36
HarÍtiiarkariir
JJhhí- & 'Utikurtir
H Ö. VILHJÁLMSSDN
RÁNARGÖTU >2 SÍMI 19669
V
J
Framhald af bls. 29
— Þú segir að þér líki vel við þennan unga mann. Þekktirðu hann
ekki fyrr en á skipinu?
— Nei. En mamma, það er eins gott að ég segi þér það, ég hefi
ekki verið neitt ástríðufull undanfarið; ég veit ekki hvort ég verð
það aftur. Kannski aldrei.
— Hversvegna?
Clare hristi höfuðið. — Eg ætla ekki að fara að rifja upp hjóna-
líf mitt með Jerry, ekki einu sinni nú, þegar hann hefur gert mér
þennan óleik.
— Ég reikna með að þessi ungi maður hefði strokið með þér hve-
nær sem er?
— Jú, en ég óska þess ekki. Þessutan gaf ég Em frænku hátíðlegt
loforð um það að flækja mig ekki í nein ástamál næsta ár. Og það
hefi ég ekki gert fram að þessu. Það er ákaflega freistandi að verja
sig ekki og vera frjáls.
Lafði Cherrell sat þögul.
— Hvað finnst þér mamma?
— Faðir þinn verður að hugsa fyrst og fremst um heiður þinn
og fjölskyldunnar.
— Ef við reynum ekki að verja okkur, verður þetta aðeins stund-
arfyrirbrigði, og allir gleyma því fljótt, en ef við förum út í vörn,
verður þetta blaðamatur. Sérðu það fyrir þér: „Nótt í bíl“, og allt þar
fram eftir götunum, jafnvel þótt okkur væri trúað.
— Ég held, sagði lafði Cherrell, — að hvað sem skeður, endar
það alltaf í þeirri einu tilfinningu, sem faðir þinn hefur viðvíkjandi
svipuhögginu, ég hefi aldrei vitað hann svo reiðan. Ég held að
honum finnist þú verðir að fara í vörn.
— Ég myndi aldrei minnast á svipuna fyrir rétti. Það yrði auð-
velt fyrir hann að neita því, það voru engin vitni.
Dinny fylgdi föður sínum til vinnustofunnar, sem í daglegu tali
var kölluð „bragginn“.
— Þú þekkir þennan unga mann, Dinny, sagði hershöfðinginn.
— Já, og mér líkar vel við hann. Hann er innilega ástfanginn af
Clare.
— Hvaða rétt hefur hann til þess?
— Vertu nú mannlegur, pabbi.
— Trúir þú sögur.ni um nóttina í bílnum?
— Já, enda heyrði ég Clare gefa Em frænku hátíðlegt loforð.
— Það er einkennilegt að þurfa að gefa slík loforð.
— Og rangt, ef ég á að segja mína meiningu.
— Hvað!
— Mér finnst það eina sem máli skiptir sé að losa Clare úr þessu
hjónabandi.
Hershöfðinginn stóð álútur og hugsandi, léttur roði breiddist yfir
kinnbeinin.
— Hún hefur sagt þér það sem hún sagði mér, að þessi náungi
hafi notað svipuna sína til að berja hana með?
Dinny kinkaði kolli.
— í gamla daga hefði ég getað skorað hann á hólm fyrir slíkt
athæfi.
-—• Ég held að það myndi aldrei hvarfla að henni að ljúga að okkur.
— Þá trúir þú henni?
— Það er gott, pabbi minn, en hver annar trúir henni? Myndir
þú gera það, ef þú værir í kviðdóminum?
— Ég veit það ekki, sagði hershöfðinginn dauflega.
Dinny hristi höfuðið. — Þú myndir ekki gera það.
— Lögfræðingar eru mjög snjallir. Ég býst ekki við að Dornford
vilji taka þetta að sér.
— Hann er ekki við skilnaðarréttinn. Og svo er hún ritari hans.
— Ég verð að reyna að tala við þá hjá Kingson, Lawrence hefir
tröllatrú á þeim. Faðir Fleur var í því fyrirtæki.
— Þá Dinny þagnaði þegar dyrnar opnuðust.
— Herra Croom, herra minn.
— Þú þarft ekki að fara, Dinny.
Ungi maðurinn gekk inn. Hann kinkaði kolli til Dinnyar og gekk
svo til hershöfðingjans.
— Clare sagði mér að koma, herra.
Hershöfðinginn kinkaði kolli, kipraði saman augun og horfði fast
á unga manninn, sem ekki hörfaði undan augnaráði hans.
36 VIKAN 33 tbl-