Vikan


Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 37

Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 37
— Ég ætla ekki að vera með málalengingar, sagði hershöfðinginn. — Þér virðist hafa komið dóttur minni í klípu. — Já, herra. — Viljið þér gjöra svo vel og segja mér yðar hlið málsins. — Allt sem hún hefur sagt yður er satt, herra. Dinny sá, sér til mikils léttis, að faðir hennar reyndi að dylja bros. — Þetta er auðvitað hárrétt framkoma, herra Croom, en ég vil heyra yðar skýringu. Ungi maðurinn vætti varirnar og hnikkti til höfðinu. — Ég elska hana, herra, það hefi ég gert siðan ég sá hana i fyrsta sinn á skipinu. Við höfum farið ýmislegt saman í London, í bíó, leikhús, á listasöfnin, og ég hefi komið þrisvar, nei fimm sinnum heim til hennar. Þriðja febrúar ók hún með mér til Bablock Hythe, til að skoða staðinn þar sem ég kem til með að vinna, en á leiðinni til baka biluðu ljós bifreiðarinnar, og við sátum föst í niðdimmum skóginum. Við álitum að betra væri að bíða eftir birtu, heldur en að hætta á að aka út af veginum. Nú, — við sátum í bíinum til klukkan hálfsjö, þá var orðið ratljóst, við vorum komin heim til hennar klukkan átta. Hann vætti aftur varirnar. — Hvort sem þér trúið því eða ekki, herra, þá sver ég að ekkert fór á milli okkar í bílnum; það hefur það reyndar aldrei gert, nema að ég hef fengið að kyssa hana á kinnina tvisvar-þrisvar sinnum. Hershöfðinginn, sem aldrei hafði hvarflað augunum frá honum, sagði: — Það er eiginlega það SEuna sem hún hefur sagt mér. Er það nokkuð annað? -— Þegar ég hafði fengið þetta skjal í gær, ók ég heim til hennar, það var í gær. Ég geri auðvitað allt sem hún óskar. — Þið báruð ekki saman ráð ykkar um það, hvað ætti að segja mér? Dinny sá unga manninn stirðna. — Auðvitað ekki, herra. — Þá get. ég treyst því að þér séuð reiðubúinn til að sverja, og farið út í að verja málið,? — Auðvitað, ef þér haldið að það sé nokkur von til þess að okkur verði trúað. — Hvaða tekjur hafið þér? — Fjögur hundruð á ári í kaup, annað ekki. — Þekkið þér eiginmann dóttur minnar? — Nei. — Hafið aldrei hitt hann? — Nei. — Hvar hittuð þér Clare fyrst? — Á öðrum deg. sjóferðarinnar. — Hvað gerðuð þér þarna fyrir austan? — Vann á teplantekru, en þeir sameinuðu plantekrurnar, til að spara. — Ég skil. Hvar voruð þér í skóla? — Wellington, og síðar Cambridge. — Þér vinnið hjá Jack Muskham? — Já, ég á áð sjá um arabisku merarnar, sem hann á von á. — Kunnið þér að fara með hesta? — Já, og hefi mikið yndi af því. — Þér þekkið Dinny dóttur mína? — Já. — Ég yfirgef ykkur þá, ég þarf að hugsa um þetta. Ungi maðurinn hneigði sig, leit á Dinny og sagði, mjög virðulega: — Mér þykir þetta mjög leiðinlegt, herra, en mér er ómögulegt að segja að mér þyki leiðinlegt að vera ástfanginn af Clare. Það væri heldur ekki sannleikanum samkvæmt, ég elska hana yfirmáta heitt. Hann var á leið til dyranna, þegar hershöfðinginn sagði: — Eftir á að'hyggja, hvað eigið þér við með ást? Ósjálfrátt spennti Dinny greipar, þvílík spurning. Croom sneri sér við, andlit hans var sviplaust. — Ég veit hvað þér eigið við, herra, sagði hann, og röddin var hás. — Ástríður og slíkt, eða eitthvað meira? Jæja, ég held að það sé eitthvað meira, annars hefði ég ekki komizt klakklaust yfir nótt- ina í bílnum. Svo sneri hann aftur til dyranna. Dinny hljóp til og opnaði fyrir honum, og fylgdi honum fram í forsalinn, þar sem hann stundi þungan. Hún stakk hendinni undir Eirm hans, og leiddi hann yfir að arninum. Þau stóðu kyrr og horfðu inn í eldinn, svo sagði hún: — Ég er hrædd um að þetta hafi verið þér erfitt samtal. En þú verður að afsaka hann, hann er hermaður, og þeir ganga alltaf beint að hlutunum. En ég þekki föður minn, þú komst honum vel fyrir sjónir. — Mér fannst ég vera eins og fábjáni. Hvar er Clare? Er hún hérna? — Já. Allt á sama slað r S Þép snariO meú áskrift IIIKAN Skiplioltl 33 - slml 35320 v-------------------------------- j ferðashriistota bankastrati 7 simar 16400 12070 Almenn ferðaþjónusta ™ ___ f-TV______________________ Ferðoþjónusta Sunnu um ollan heim fyrir hÓRO, fyrirtæki og einstaklinga er viðurkennd af þeim fjöjmörgu er reynt hafa. Reynið Telex ferðaþjónustu okkor. Aldrei dýrori en oft ódýrarí en gnnors staðar. ferðirnar sem fólhið velnr 3S. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.