Vikan


Vikan - 14.08.1969, Page 41

Vikan - 14.08.1969, Page 41
Fjórar Ford konur Framhald af bls. 23 af bezt klæddu konum heims. Þegar hún giftist Johnson hæsta- réttarlögmanni síðastliðið ár, þá var mikill spenningur á Beverly Hills. Jafnvel áður en þau gift- ust, og hún var að ganga frá hinu glæsilega húsi, sem nú er heimili þeirra, þá var varla um annað talað, því hún fór sannar- lega ekki eftir því sem tíðkast þar í borg. Húsgögnin eru aðal- lega frönsk, og hún átti ómetan- leg málverk og önnur listaverk. Nú er Anne Ford Johnson orðin hin ókrýnda drottning sam- kvæmislífsins. Það var hamingjudagur í lífi hennar, þegar „Rocky“ Converse (áður eiginkona Cary Cooper) kynnti hana fyrir honum há- vaxna, laglega Deane Johnson. Þegar Henry og Anne skildu, var sagt í blöðunum að þau hef ðu elcki getað komið sér saman um lifnaðarhætti. Anne var mikið fyrir glæsileg samkvæmi og falleg föt; Henry var vinnu- þjarkur og klæddist helzt þægi- legum fatnaði. Það var sagt að hún þreytti hann með samkvæm- islífinu. Henry Ford var á hættuleg- um aldri, þegar hann fór að taka eftir stúlku, sem var alger mót- setning við Anne. Hún hafði engan áhuga á fatnaði, var glað- leg og skemmtileg og hreinrækt- aður Evrópubúi, mjög hrifin af Henry og einn kunningi þeirra sagði að hún eggjaði hann til þessa og hins, og hældi honum svo á eftir. Þetta varð til að hrista við undirstöðum Ford ættarinnar, börnunum hans fannst heimilið hrynja í rúst, Henry fékk skiln- að, kvæntist aftur, þótt hann væri bannfærður af kirkjunni. Það var einkennilegur áhitt- ingur fyrir Ford, að það skyldi vera Austin sem hann rakst svona rækilega á. Cristina Vettore Austin var fædd í Feneyjum og alin upp í Mílanó. Hún var þrjátíu og þriggja ára, þegar hún hitti Henry Ford fyrst, í miðdegis- verðarboði hjá frænda hans í París. Hún var óforbetranleg- ur bóhem, eðlileg í framkomu og nokkuð kærulaus. Hún hafði ver- ið gift kanadiskum sjóliðsfor- ingja, en skildi við hann árið 1955. Hún var sögð skemmtileg og hjartagóð, hafði mikið dálæti á kraftmiklum bílum, hamborg- urum og lauk, og skipti sér yfir- leitt ekki af því sem sagt var um hana. Þótt orðrómur væri á kreiki strax árið 1961, þá hélt Cristina því alltaf fram að þau væru „bara vinir“, en Ford fór ekkert leynt með hrifningu sína á þess- ari hressilegu ,ljóshærðu stúlku. Um þetta leyti fór að losna nokkuð um heimilislífið í Detroit. Fjölskyldan fór að leggja meira leið sína í skemmtanalífið í New York og Evrópu. Þau komust að því að peningar þeirra opnuðu allar dyr. Það hafði verið mikið talað um það hve dýr samkvæm- in voru, þegar dæturnar, Anne og Charlotte voru kynntar í sam- kvæmislífinu, með tveggja ára millibili, jafnvel þótt noxkrir Detroitbúar segðu: „Gamli Ford hafði ekki mikla ánægju af auðæfum sínum, hvi skyldi þá Henry II., sem bjargaði fyrir- tækinu, eiginlega einn og óstudd- ur, ekki reyna að njóta ein- hvers?“ Já, það var ekkert vafa- mál að Ford fjölskyldan hélt sig - Læknirinn ætlar að líta á hálsinn. En hann sagSi mér aS fara úr öllu. y 33. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.