Vikan


Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 43
RAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hlJóSeinangruS. — Getur staSlS hvar sem er án þess a0 valda hávaSa. Öruggari en nokkur önnur gagnvart forvitnum bömum og ungllngum. HurSina er ekkl hœgt aS opna fyrr en þeytlvindan er STÖÐV- UÐ og dælan búln aS tæma vélina. RAFHA-HAKA 500 þvottavélin ySar mun ávallt sklla ySur full- komnum þvotti ef þér aSeins gætiS þess aS nota rétt þvottakerfi, þ. e. þaS sem viS á fyrir þau efnl er þér ætliö aS þvo. MeS hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og aS auki sjálfstæSu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur ySar. Þvottakerfln eru: 1. Ullarþvottur 30° 2. ViSkvæmur þvottur 40° 3. Nylon, Non-Iron 90° 4. Non-Iron 90° 5. SuSuþvottur 100° 6. Heitþvottur 60° 7. ViSbótarbyrjunarþvottur 90° 8. Heitþvottur 90° 9. LitaSur hör 60° 10. Stifþvottur 40° 11. Bleiuþvottur 100° 12. GerviefnaþvottULr 40° Og aS auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu. . VIO ÓOINSTORG.... njóta lífsins í ríkari mæli, þang- að til samband Henrys við Cristinu varð svo alvarlegt, að ekki var hægt að horfa burt frá því. Anne Ford flutti með dætrum sínum frá Michigan í stóra íbúð við Fifth Avenue í New York, og þær fóru að búa sig undir breytt- ar aðstæður. Einn kunningi þeirra sagði um þetta leyti: — Þær voru eigin- lega úr öllu sambandi við um- heiminn, rétt eins og Bourbon- arnir fyrir byltinguna. Þegar þær fluttu til New York, fór fjöl- skyldan að dreifast. Það var nýja konan í lífi Fords sem allir vildu sjá og vita eitt- hvað um. Fólk ætlaði að snúa sig úr hálsliðnum, ef hún, eða þau sáust opinberlega, og stórblöðin birtu myndir af henni. Charlotte og Anne yngri vissu ekki hvað þær áttu að gera, ástin á hin- um duglega föður þeirra og ljúfu móður, togaðist á í þeim, og í fyrstu voru þær algerlega á móti Cristinu. En það breytt- ist fljótlega, og stundum var hægt að sjá þær i fylgd með föður sín- um og unnustu hans. Þegar að því kom að Ford kvæntist, 19. febrúar 1965, þá sáust dæturn- ar oft í fylgd með föðurnum og nýju konunni; þær fóru, meira að segja, með þeim í brúðkaups- ferðina til Saint Moritz. Cristina hefur getið sér góðan orðstír, sem eiginkona Henrys Ford. Hún er trygglynd og ljúf í framkomu, og er nú farin að hugsa meira um útlit sitt og fatn- að. Hún vinnur líka mikið fyrir góðgerðarstarfsemi, gefur sjálf og hefur fengið mann sinn til að gefa meira en áður, til dæmis gaf hún 70.000 dollara, til að gera við listaverk og byggingar, eftir flóðin í Florenz og Feneyjum. Þegar Anne eldri flutti með dætur sínar til New York, var sú eldri orðin tuttugu og eins árs, og var ákaflega taugaveikl- uð út af skilnaði foreldra sinna. Hún reyndi að fá sér vinnu, til að drepa tímann, en gafst fljót- lega upp við það. — Ég verð aldrei til gagns í viðskiptaheim- inum, sagði hún. Charlotte er vel menntuð og lagleg, og ungir menn hópuðust í kringum hana, en það hafði engin áhrif á hana. Það sama var að segja um Anne yngri, hún var líka vel menntuð. Hún er fíngerðari, líkari móður sinni, nokkuð hlédræg, en hefur mikið yndi af fallegum fötum. Allar þrjár voru þær kærkom- inn blaðamatur (síðan bættist Cristina við). Þær voru, og eru ennþá tíðir gestir í tízkuhúsum og listaverkauppboðum. Einn kunningi þeirra sagði: — Tízku- iðnaðurinn þarfnast kvenna eins og þeirra, ef Fordkonurnar halda áfram að styrkja framleiðendur, þá geta þeir keypt bílana þeirra í Detroit. Charlotte og Anne þroskuðust og vöndust því að vera stöðugt á forsíðum blaðanna, þær kom- ust í hóp bezt klæddu kvenna heims. Þær fóru að dæmi föð- ur síns og í lok ársins 1965, voru þær líka giftar. í október 1965 hafði Charlotte verið skipuð siðameistari í mót- töku hjá New York borg. Blaða- maður sem ætlaði að taka við- tal við hana, varð hissa á því hve hún var utan við sig. — Ég vil ekki að það sé skrif- að um mig, sagði hún, og blaða- maðurinn tók eftir því að hún var stöðugt að tala í símann, langlínusamtöl. Charlotte hafði hitt hinn gullna Grikkja, Niarchos, þegar skemmtisnekkja hans, Black C-reole. lá við hlið Santa Maria, snekkju Fords í Villefranche. í febrúar 1965, var það staðreynd að hinn auðugi skipaeigandi og Ford erfinginn voru ástfangin hvort af öðru. Hann hafði verið kvæntur tvisvar áður, búið í hjónabandi með Eugenie Livar- nos í átján ár. Ford fjölskyldan var hneyksluð og það var Mc Donnell fjölskyldan líka. Fjöl- skylduráðstefna var haldin, þar sem amma Charlotte, ekkja Edsel Ford, var í forsæti. Char- lotte gaf sig ekki, hún var ákveð- in i að giftast þessum útlendingi, sem var svo miklu eldri og alls ekki viðurkenndur af kaþólsku kirkjunni. En í september gafzt fjölskyld- an upp. Einn fjölskylduvinurinn segir að hann hafi grun um að það hafi verið ein aðalástæðan fyrir andúð á þessu hjónabandi, að ekki var hægt að halda brúð- kaup á hefðbundinn hátt. Blöðin höfðu nóg að skrifa um. Brúðguminn leigði Boeing 707 þotu, flaug frá Zurich til Juarez, og það kostaði 40.000 dollara; svo fóru brúðhjónin til Saint- Moritz, þar sem brúðguminn renndi sér á skíðum með fyrri konunni og börnunum, en Char- lotte sat heima á hótelinu. Þau sögðu frá því hvað fyrri konan var hjálpfús og gerði honum auð- velt að fá skilnaðinn. Snemma í febrúar viðurkenndi Charlotte að hún væri með barni. Eftir að dóttirin Elena fæddist í maí, fengu blöðin aftur feitan gölt að flá. Þau skildu, og Niarchos mátti aftur punga út með geysilegt fé. Einn slúður- dálkahöfundur hagði:: — Hjóna- band þeirra var ómögulegt, en skilnaðurinn vel heppnaður, — ef þau fara þá ekki að eyðileggja allt með því að gifta sig aftur ... 33. tbi. VIICAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.