Vikan


Vikan - 14.08.1969, Page 45

Vikan - 14.08.1969, Page 45
Aðalpersónurnar í hin- um vinsælu Bonanza- þáttum, feðgarnir Ad- am, IIoss, Joe og Ben Cartwright. BONANZA er kominn GREENE). LORNE GREENE leikur föð- urinn, Ben Cartwright. Hann er Kanadamaður og stundaði upphaflega nám í efnaverk- fræði við Queens University, en hætti því og sneri sér að tungumálum, aðallega grísku og þýzku. Síðan gerðist hann atvinnuleikari, en þegar stríð- ið brauzt út, var enga vinnu að fá á því sviði. Hann gerð- ist því útvarpsmaður og naut geysilegra vinsælda sem slík- ur. Eftir stríðið hóf hann aft- ur að leika á sviði og síðan í kvikmyndum og sjónvarpi. ADAM CARTWRIGHT (PERHELL ROBERTS). PERNELL ROBERTS leikur elzta soninn, Adam. Hann stundaði framan af hin ólík- ustu störf, var m.a. sölumað- ur, slátrari, legsteinssmiður, vegnavinnumaður og fleira. En um leið og hann kynntist af tilviljun leiklistinni, ákvað hann að helga henni alla starfskrafta sína. Hann hefur leikið mikið á sviði, m.a. í mörgum Shakespeareleikritum. Árið 1955 var hann kosinn bezti leikari ársins á Broad- way. Auk þess hefur hann leikið í mörgum þekktum kvikmyndum og sjónvarps- þáttum. IIOSS CARTWRIGIIT (DAN BLOCKER). DAN BLOCKER leikur mið- soninn, hinn feita og vingjarnr lega Hoss. Dan var 100 pund að þyngd, þegar hann hóf nám í barnaskóla, 200 pund, þegar hann innritaðist í gagnfræða- skóla og 300 pund, þegar hann tók að sér að leika í Bonanza. Hann barðist í Kóreustríðinu, en að því loknu hélt hann áfram námi og tók magister- próf í ensku og leikbók- menntum. Hann fékkst við kennslu um skeið, en hóf síð- an að leika 1 sjónvarpsþátt- um. BEN CARTWRIGHT (LORNE JOE LITLI CARTWRIGHT (MICIIAEL LANDON). MICHAEL LANDON leikur yngsta bróðurinn, Joe litla. I æsku leiddist honum í skólan- um og hann lauk aldrei nauð- synlegum undirbúningsprófum. Honum voru samt boðnir ótal styrkir til að stunda háskóla- nám, af því hann var svo snjall í íþróttum, aðallega spjótkasti. Meiðsli í handlegg bundu endi á íþróttaferil hans. Hann var afgreiðslumaður í búð, þar til honum hugkvæmd- ist að gangast undir hæfnis- próf sem • leikara hjá Warner Brothers. BONANZAÞÆTTIRNIR, sem íslenzka sjónvarp- ið er að byrja að sýna, eru mörgum kunnir úr Keflavíkursjónvarpinu. Sú var tíðin, að crðið Bonanza var tákn spillingarinnar, sem var á góðri leið með að ganga að íslenzkri menningu dauðri, að dómi sextíumenninganna. En tímarnir breytast og sjónvarpsáhorfendur munu komast að raun um, að þetta eru hinir meinlausustu þættir og meira að segja vel gerðir og skemmtilegir. Þeir eiga áreiðanlega eftir að veita mörgum ánægjulega kvöldstund, enda hafa þeir notið mikilla vinsælda um allan heim. Aðalpersónurnar eru Ben Cart- wright, sem leikinn er af Lorne Greene, og þrír synir hans, Adam, Hoss og Joe litli, sem leiknir eru af Perhell Roberts, Dan Blocker og Michael Landon. Þeir félagar lenda í stöðugum ævintýrum og verða fyrr en varir góðir kunningjar manns, sem gaman er að hitta 1 hverri viku. ☆ ÞEGAR FÓLKIÐ kom heim að aflokinni verzlun- armannahelgi, lúið og stirt eftir útilegu og allt það erfiði, sem slíkri ánægju fylgir, var ekki amale»gt að geta endurnýjað kynni sín við sjónvarpið eftir margra vikna sumarfrí. Reyndar hóf sjónvarpið aftur útsendingu á sunnu- dagskvöldið og skapraun- aði þá þeim fáu hræðum, sem sátu heima yfir helg- ina, með eldgamalli og leiðinlegri, brezkri gaman- mynd. Hinn ágæti Alister Sim lék að vísu aðalhlut- verkið í henni, en það dugði ekki til að þessu sinni. A mánudagskvöldið voru tveir innlendir þættir. Sá fyrri var stutt en prýði- leg kvikmynd um hátíða- höld í tilefni af hálfrar aldar afmæli Vestmanna- eyjakaupstaðar. Veðurguð- irnir hlífðu ekki eyjabú- um á sjálfan afmælisdag- TÍU □RQPAR VIÐ TÆKID inn. Það rigndi reiðinnar feikn og útihátíðahöld fóru að miklu leyti út um þúfur af þeim sökum. Engu að síður var myndin ágæt, vel tekin af Ernest Kettler og textinn hinn áheyrilegasti, en Eiríkur H. Einarsson annaðist hann. Síðari þátturinn var lengri og viðameiri. Hann hét ískristallar og er ætl- aður til útflutnings; hefur þegar verið sýndur í danska sjónvarpinu ográð- gert er að sýna hann víð- ar á næstunni. Skömmu eftir að Danir höfðu fengið að sjá dýrð- ina, skrifaði íslenzk kona búsett í Kaupmannahöfn Velvakanda Morgunblaðs- ins og kvaðst hafa blygð- ast sín fyrir að vera ís- lendingur kvöldið sem þátturinn var sýndur. Það verður því miður að segj- ast, að tilfinningar þessar- ar konu hafa verið skilj- anlegar. Það er skemmst frá að segja^ að þátturinn er misheppnaður: furðu- legt samsafn af óskildum atriðum, sem öll eru tón- listarkyns, utan tvö, sem eru, brot úr skopþáttum Flosa Ólafssonar, og komu eins og fjandinn úr sauða- leggnum. Flosi hefur gert margt vel í þáttum sín- um, en þessi atriði eru af lakara taginu og óskiljan- legt hvers vegna þau voru valin. Líklega hefur vakað fyr- ir sjónvarpsmönnum, að nágrannaþjóðir o k k a r fengju að líta nokkur sýnishom af hinu bezta á sviði skemmtiefnis, sem íslenzka sjónvarpið hefur gert. En þátturinn var ósamstæður, langdreginn og lífvana og gefur enga hugmynd um það ágæta starf, sem íslenzkir sjón- varpsmenn hafa unnið á undanförnum þremur ár- um. 33. tbi. VIKAN 4.-)

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.