Vikan


Vikan - 14.08.1969, Side 47

Vikan - 14.08.1969, Side 47
Rollinganna verður tæpast hjá því komizt, að geta um Jimmy Miller. Hann hefur stjórnað upptökum á plötum þeirra að undanförnu og lagt margt gott til málanna. Aður en Jimmy kom í spilið höfðu Roll- ingarnir (Mick og Keith aðallega) stjórnað plötuupptökum sínum. Gekk það all stirðlega oft og tíð- um, því að ekki gétu þeir á sama tíma verið í stjórnherberginu og upptökusalnum! Þegar Jimmy Miller réðst til Rollinganna, hafði á ýmsu gengið hjá þeim. Þeir höfðu rekið um- boðsmann sinn, Andrew Oldham, en hann hafði jafnframt stjórnað plötuupptökum þeirra. Þegar hann var farinn tóku þeir sjálfir við stjórninni. Þeir höfðu lent í klandri vegna eiturlyfjaneyzlu en af þeim sökum hafði orðstír þeirra beðið mikinn hnekki. Hljómplatan „Their Satanic Majesties Request" kom út í ársbyrjun 1968, þegar vandræði þeirra voru hvað mest, enda spegl- ar hún örvæntingu, ringulreið og sálarflækjur manna, sem hafa eng- an fastan punkt að standa á í til- verunni. Trymbillinn Charlie Watts segir: — Þegar mér verður hugsað til þessa tlmabils finnst mér oft ganga kraftaverki næst, að við skyldum fá öllu þessu áorkað. Osamkomulag var ríkjandi innan hljómsveitarinn- ar og algert stefnuleysi, en þar á ofan bættust önnur vandamál, sem gerðu okkur lífið erfitt. — Okkur varð Ijóst, að við urð- um að breyta um stefnu. Tímabil- ið, sem hafði blásið lífi í poppið í Liverpool var liðið. Hefðu Bítlarnir flutt sína gömlu músik í Liverpool á þessum tíma, hefði ekki verið þörf á lögregluvernd til þess að tryggja öryggi þeirra. Hvað okkur snerti, urðum við þess áþreifanlega varir, að við höfðum misst vin- sældir okkar. Nú var aðeins um það að ræða, að standa eða falla með því, sem við létum frá okkur fara. Þessi ummæli Charlie Watts sýna Ijóslega, að Rollingarnir voru orðn- ir uggandi um framtíðina. En það var einmitt þegar hér var komið sögu, að Jimmy Miller kom til sög- unnar. Hann hafði áður starfað með hljómsveitinni Traffic. Hafði hann þann háttinn á að fylgjast með æfingum hljómsveitarinnar, en þannig varð hann vitni að því, hvernig löginu urðu til, og gat af þeim sökum betur gert sér grein fyrir þvi, hvernig haga skyldi upp- tökunni, þegar að því kæmi. í tvo mánuði fylgdist Jimmy með æfingum Rollinganna og var í raun- inni sjötti liðsmaður hljómsveitar- innar. Þessi nána samvinna upp- tökumannsins og hljómsveitarinnar reyndist mjög heilladrjúg. Eitt dæmi þess er lagið „Jumping Jack Flash", en það komst í efsta sæti vin- sældalistans í Bretlandi á sínum tima. Jimmy vissi upp á punkt og prik, hvað Rollingarnir vildu fá fram í músikinni, og það leið held- ur ekki á löngu, þar til hin marg- hrjáða hljómsveit tók aftur að rétta úr kútnum. Þegar önnur af hinum tveimur tilbúnu hæggengu plötum Rolling- anna kemur á markað í september nk. verður sýndur sjónvarpsþáttur með lögum af plötunni, en þessi þáttur, sem þegar hefur verið gerð- ur, á án efa eftir að vekja mikla athygli. Þátturinn nefnist „The Rolling Ston?s' Rock And Roll Cir- cus". Rollingarnir lyfta sér heldur betur á kreik í þættinum og koma fram í gervi trúða og skripikalía. Þeir fengu líka í lið með sér fjöl- margar frægar fígúrur úr pop- heiminum, m. a. John Lennon og hljómsveitirnar Who og Jethro Tull. Hljómplötufyrirtækið Decca hef- ur gefið út allar plötur Rolling- anna. Samingur fyrirtækisins og hljómsveitarinnar rennur út í febrú- ar á næsta ári, en þá hyggjast Roll- ingarnir fara að dæmi Bítlanna og stofna eigið útgáfufélag. Fyrirtæki Bítlanna heitir sem kunnugt er „Apple" (Eplið), en Rollingarnir ætla að skíra fyrirtæki sitt „Pear" (Peran). Hyggjast Rollingarnir jafn- framt gefa öðrum kröftum kost á að vera á plötum fyrirtækis síns. Bítlarnir og Rollingarnir hafa um langan tíma verið góðir grannar. Þótt hér sé ýkjulaust um tvær vin- sælustu hljómsveitir í heimi að ræða, er langt frá því að nokkur rígur eða öfund sé milli hljóm- sveitanna. Báðar hafa þær sama fjármálasérfræðinginn, Allen Klein hinn bandaríska. Hafa ýmsir verið að gera því skóna, að ekki sé frá- leitt að ætla, að „Eplið" og „Per- an" verði sameinuð í eitt og stærra fyrirtæki, þegar fram líða stundir. Af og til hafa verið uppi ráða- gerðir um að Rollingarnir lékju í kvikmynd. Víst er um það, að þeir hafa fengið mörg tilboð og sum þeirra hafa þeir félagar meira að segja íhugað gaumgæfilega, en aldrei hefur þó orðið af þátttöku þeirra [ kvikmyndum. Er sagt, að sundurlyndi innan hljómsveitarinn- ar hafi jafnan staðið öllum fram- kvæmdum á þessum vettvangi fyr- ir þrifum. Franski kvikmyndaleik- stjórinn Jean Luc-Goddard fékk leyfi til að kvikmynda Rollingana, þar sem þeir unnu að upptöku á laginu „Sympathy for The Devil". Var þessi upptaka felld inn í kvik- myndina „One Plus One", sem nú er verið að sýna víða um lönd. Mick Jagger, fyrirliði Rolling- anna, virðist vera sá eini þeirra fé- laga, sem einhvern áhuga hefur á kvikmyndaleik. Hæfileikar hans á þessu sviði hafa þegar verið virkj- aðir t kvikmyndinni ,Performance", en þar leikur hann á móti James Fox og Anitu von Pallenberg, fyrrverandi heitkonu Brian Jones. Eru sýningar þegar hafnar á þess- ari kvikmynd og er skemmst frá því að segja, að margir hafa orðið hneykslaðir, þar eð hluti myndar- innar gerist ( baðherbergi, þar sem aðalpersónur myndarinnar strfplast fyrir framan myndavélina. Mikki þótti spjara sig svo vel ( þessari mynd, að honum var boðið aðal- hlutverk í annarri viðameiri mynd, sem nú er verið að taka í Astralíu. Fjallar sú mynd um skúrkinn Ned Kelly, sem gerði marga skráveif- una meðan hann var ofar jörðu 1954 til 1880. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og leikur Mick skúrkinn Kelly. Lýkur hlutverki hans í myndinni uppi í gálganum. Leikstjóri myndarinnar er Tony Richardson, en hann þykir með snjallari mönnum f faginu. Hann gerði m. a. myndina „Tom Jones", sem sýnd var í Tónabíói fyrir allnokkru. Heitkona Mikka, Marianne Faithfull fer einnig með stórt hlutverk í myndinni. Hún leik- ur eina af systrum skúrksins. Þegar myndatökunni lýkur f ág- ústlok og Mick getur aftur snúið sér að músikinni ætla Rollingarnir að leggja land undir fót og halda hljómleika víðs vegar um Bretland. Er þessara hljómleika beðið með mikilli eftirvæntingu, eins og nærri má geta. 33. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.