Vikan


Vikan - 14.08.1969, Page 49

Vikan - 14.08.1969, Page 49
að Angelique, sem var önnum kafin að hressa við eldinn og hita upþ eitthvað af súpunni og kjötinu. — Hvað með hann? — Það er Monsieur de Pont-Briand. Angelique hrökk við og stóð upp. Hún stóð hjá eldstæðinu og sá þvert yfir salinn, þar sem allir stóðu hreyfingarlausir umhverfis borð- ið og horfðu á 'hreyfingarlaust líkið, sem lá þarna innan um matar- leifarnar og gullkluimpana. — Já, Pont-Briand iiðsforingi, sagði ókunn rödd með erfiðismunum. Einn hinna nýkomnu riðaði á fætur og í ljós kom fölt andlit, sem enn bar glögg merki um það harðrétti, sem hann hafði orðið fyrir. Augu hans loguðu óeðlilega stór og starandi. — Já, Pont-Briand, sem þú myrtir og í hans nafni erum við komn- ir að fullnægja réttlætinu, Monsieur de Peyrac. Peyrac leit rólega á hann. — Hvernig stendur á því að þér þekkið mig, Monsieur? — Ég er Loménie Chambord, svaraði greifinn. — Þekkirðu mig ekki? Við hittumst í Katarunk. Nicholas Perrot, sem hafði verið burtu, þegar Lautinant Pont- Briand heimsótti staðinn, skildi ekki hvað þetta átti að þýða og leit á viixl á mennina. — Nei, það getur ekki verið, hrópaði hann og þaut að Peyrac greifa og greip í skikkju hans. Það hefði hann ekki vogað sér að gera, hefði honum ekki verið mjög mikið niðri fyrir. — Varst það þú, sem drapst þennan mann? En hann var vinur minn, bróðir minn ............ Og drapstu hann. Þú? ....... Nei, það er ekki satt. — Jú, raunar, sagði annar nýkomnu mannanna með veikri röddu. — Þesskonar skepnu þjónar þú, Nicholas! Hann hetfur ekki minnstu samvizku af því að drepa landsmenn sína ef það þjónar honum .... Joffrey de Peyrac, sem fram til þessa hafði verið rólegur i þess- um æsta hópi, virtist nú allt í einu gripinn ofsalegri reiði, sérstak- lega þegar hann sá þjáninguna í augum síns góða vinar, Perrot. — Já, ég drap hann, svaraði hann með rámri, dimmri röddu. — En Nicholas Perrot er vinur minn og reynið ekki að skilja hann frá mér. Svört augu hans skutu gneistum og hann varð ægilegur ásýndum. — Þið hræsnarar! Þið hræsnarar! Þið vitið hversvegna ég drap hann. Svo hversvegna látizt þið vera hneykslaðir? Og hversvegna ásakið þið mig um að hafa drýgt glæp, þegar ég gerði ekki annað en endurreisa heiður minn, sem hafði verið vanvirtur. Hefur enginn ykkar aðalsmannsblóð í æðum? — Vitið þið ekki að þessi maður kom svívirðilega fram við konu mína? Að hann kom hingað til að reyna að hlunnfara hana — að taka hana með valdi, að taka hana frá mér — hann kom til þess að taka hana frá mér og svívirða hana undir mínu eigin þaki ........ Og átti ég að umbera þetta hátterni. Átti ég að láta hann fara án refsingar fyrir það sem hann hafði gert. Ef hann var nógu brjál- aður til a ðsækjast eftir slíku, átti hann þá ekki skilið að borga fyrir það brjálæði? Hvernig eru lögin? Við háðum einvígi samkvæmt gild- andi reglum og hann er allur! Og látum Það berast, að hver sá sem vogar sér að girnast konu mína skal eiga von á nákvæmlega þvi sama, án tillits til þess af hvaða þjóð eða þjóðflokki hann er. Hann snöggþagnaði og yfir lagðist þung þögn. Augu mannanna hvörfiuðu frá honum, þar sem hann stóð þarna hnarreistur í rauðum klæðunum; augu þeirra leituðu tii konunnar, sem stóð við flöktandi eld- inn og þeim virtist sem gullinn baugur væri um andlit hennar og í ljómandi sægrænum augunum vottaði fyrir ótta ........... Frakkarn- ir, sem ekki höfðu séð hana áður, skynjuðu návist 'hennar eins og högg. Hún var svo sannarlega jafn fögur og þeim hafði verið sagt. Frúin á Silfurvatni! Kvíði þeirra rénaði, þegar þeir horfðu á hana og þeir horfðu á hana sem lamaðir langa hríð. Svo strauk einn þeirra hönd yfir enni sér. — Guð á himnum, muldraði hann. — Hvilíkur bjáni hefur maður- inn verið! Svo sneri hann sér að Loménie. — Þú hafðir rétt fyrir þér .... Enginn þeirra fór í grafgötur um að Pont-Briand hafði verið ást- fanginn af þessari ókunnu konu í skóginum. Hann hafði verið viti sinu fjær vegna hennar ........ Nicholas Perrot drúpti höfði. — Ef þetta var þannig þá gaztu ekki annað gert, húsbóndi minn.... Þú gazt ekki annað gert, en ég bið þig fyrirgefningar, vinar míns vegna! Hann tók af sér loðhúfuna og drúpti höfði við hliðina á líkinu. Var hægt að hugsa sér hræðilegri og öfgafyllri menn en þessa Kanadamenn? hugsaði Peyrac með sjálfum sér. Hann sá þá fyrir sér berjast í gegnum vetrarsnjóinn, hvíta eins og lík með stirðnað lík vinar þeirra á bakinu, til þess að hefna hans. — Hvers frekar óskið þið af mér nú, herrar Nýja-Frakklands? spurði hann upphátt og röddin var beiskleg. — Þið vilduð að Katarunk yrði að engu gert og það er gert; þið áunnuð það sem þið óskuðuð þar. Þið vilduð að nafn mitt skyldi þurrkað út úr sögu Norður-Ameríku eða ég fengi yfir mig hatur Irokanna, að minnsta kosti yrði ég að skipa mér við hlið ykkar í orrustunni gegn þeim, en sú ráðagerð fór út um þúfur. — Monsieur, ég hef aldrei gengið á bak þeirra loforða, sem ég gaf þér i Katarunk, mótmælti Loménie. — Ef það varst ekki þú, var það Maudreuil vopnabróðir þinn og sérstaklega Jesúítinn sem var á Kennebec og vildi ekki samþykkja samkomulagið, sem þú hafðir gert við mlg, ókunnugan manninn. Það var hann sem eggjaði Maudreuil og Patsvíkettana áfram, þótt stjórn Nýja-Frakklands vildi að nafninu til ek'ki láta blanda sér í þann ákveðna glæp. — Þú hefur rangt fyrir þér. Ósk min og landstjórans um að gera bandalag við þig var í einlægni fram borin og því til sönnunar leyfðu mér þá að segja þér, að svo fljótt sem Monsieuru de Frontanac komst að því að þú varst á lífi, sendi hann mig með skilaboð til þín varð- andi nýtt samningstilboð, þrátt fyrir kulda vetrarins. — Ætlarðu að segja mér, að þegar þið yfirgáfuð Quebec við þetta tækifæri hafið þið ekki haft neinar fjandsamlegar áætlanir í huga, gagnvart mér? — Nei, alls ekki! Og eins og þú sérð erum við mjög fáir. Greifinn leit á fjóra örþreytta menniná og Indiánana þrjá, sem þrátt fyrir umönnunina virtust ekki vera neitt að ná sér. — Hvað kom þá fyrir ykkur? — Það er erfitt að skilja það. Við erum vanir vetrarferðum sem þessari. Allt gekk vel þar til við komum til Megantic vatns, þar sem við fundum merkin um einvígi ykkar og lík þessa ógæfusama manns. Og alla tíð síðan er svo sem óheppnin hafi ellt okkur meðan við bárum með okkur líkið. Það var eins og illir andar of- sæktu okkur eftir því sem við komum nær verustað ykkar .... — Wapassou er tabústaður. — Indiánarnir okkar vissu það og þeir urðu hræddir. Það var eins og þeir yrðu veikari og okkur sjálfum fannst sem þróttur okkar rén- aði með hverjum degi sem leið. Hinir sterkari urðu að draga eða bera þá veikari. Það hefði verið ógerningur að snúa við, þvi þá hefði ekkert beðið okkar nema dauðinn ......... Að lokurn var okkar eina von að ná til varðstöðvar þinnar, þrátt fyrir allt, en eftir þá miklu áreynslu, sem það kostaði okkur, að komast framhjá fossinum, greip örmögnunin okkur og við misstum meðvitund. En hvernig stóð á því að þið uppgötvuðuð okkur í tæka tíð? Enginn svaraði spurningu hans, því það var enn nokkuð á huldu og þegar fólkið í Wapassou minntist þess hvað það hefði verið, sem kallaði það út til hjálpar þessum mönnum, rann því kalt vatn milli skinns og hörunds. — En hvernig stóð á því að þið funduð okkur, endurtók einn Frakkanna og leit tortryggnislega á þau. — Það er þrettándanótt! svaraði Peyrac með súru brosi og hann starði dularfullur á manninn, sem hafði talað. — Hlutirnir fara ekki alltaf eins og maður vill, hélt hann áfram. — Ég trúi ykkur, þegar þið segizt hafa farið frá Quebec í þeim tilgangi að heimsækja mig hingað í hlutleysi, skulum við segja? En á leið- inni urðuð þið fyrir því óláni að finna vin ykkar dauðan og urðuð þá ekki eins vingjarnlega stemmdir gegn mér. En veturinn er verri óvinur en ég og að lokum eruð þið harla fegnir að ég skyldi vera hér til að gjarga ykkur frá vetrinum. Og það er engirrn vafi á því; Það er eins og fundur okkar hafi eitthvað tvírætt við sig. Á ég að álíta ykkur fanga, gísla, vegna þess að þið ætluðu að leita hefnda fyrir vin ykkar eða sem gesti okkar, vegna þess að þið lögðuð upp i hlutlausum eða góðum tilgangi. Einu sinni enn var eins og þessi litli hópur Frakka skyti á fundi með augnaráðunum einum saman og einn þeirra, fíngerður maður, með tiginmannlegt yfirbragð tók til máls. — Leyfið mér að kynna mig. Eg er hertoginn af Arreboust. Fyrsta samfélagi Quebecborgar, og ég staðfesti, það sem Monsieur de Loménie sagði rétt í þessu. Við fengum fyrirmæli hjá Frontenac landsstjóra um að heimsækja yður i friðsamlegum tilgangi. Hann langaði að koma á framfæri við yður tillögu sem ..... en kannske ættum við að tala um hana síðar, sagði hertoginn og neri fingurna, sem blóðið var að byrja að streyma um aftur og honum hlaut að vera sárillt í. Hann leit á lík kanadiska liðsforingjans, sem lá þarna og hélt áfram: — Með tilliti til þeirra kringumstæðna, sem leiddu yður til að drepa þennan mann, erum við fúsir að viðurkenna, að það ber ekki að túlka sem fjandskap við Nýja-Frakkland, þótt við getum ekki annað en vítt slíkan hrottaskap. Monsieur Loménie og ég höfum dvalið mörg ár i hinum nánu samfélögum frumbýlingsáranna og okkur er full- ljóst hve strangan aga þarf til að halda aftur af girndarpúkanum, en það má ek'ki gleyma bæninni ......... — Ég rek ekki klaustur, sagði Peyrac. — Hvað mig snertir er ekki um annað að ræða en byssu, púður og kaðallykkju ............ og sverð fyrir aðalsmenn. — Það er enginn heilagleiki í yður! — Nei, alls enginn! Guð forði mér! Þeir stirðnuðu upp eins og þeir ætluðu að grípa til vopna, hneyksl- aðir af þessu ofsafulla, þverstæðukennda svari. Hann var rétt eins og allir sögðu að hann væri: Svartur djöfull, sem stóð við hlið maka síns, hafandi þá að engu með þessu örótta andliti og glampandi augum. Spennan jókst millum þeirra, þar til hún var næstum óbærileg. Angelique kom niður þrepin af pallinum og gekk til þeirra. — Komið og fáið ykkur sæti við eldinn, herrar minir, sagði hún með rólegri, söngrænni röddu. — Þið eruð örþreyttir. Og þegar hún sá að Loménie greifi var rétt i þann veginn að íalla út af lagði hún handlegginn utan um hann og studdi hann að eldinum. — Hvað á ég að gera við hræið? hvislaði Jaques Vignot að Peyrac. Peyrac gaf honum merki um að bera það út í kuldann, út í frost- kalt myrkur næturinnar. Þau gátu ekki annað gert, þar áttu hinir dauðu heima. FjórSi hluti ÓGNUNIN 67. KAFLI Var það vegna þess, hve lítið hún hafði sofið, eða var hún yfir sig spennt vegna atburða kvöldsins áður, eða var kuldinn orðinn svona yfirgengilegur, jafnvel svo, að náttúran sjálf var að bresta í helgreip hans? Þótt Angelique væri glaðvakandi, gat hún ekki hreyft sig. Hún vogaði ekki að bæra á sér af ótta við að fara þá að nötra. Hún rétt greindi þykkt hrimlagið á roðbelgnum í ljóranum, sem hleypti ofurlítilli glætu inn í herbergið. En á þessari glætu sá hún, að það var orðið nokkuð framorðið. Venjulega var farið á fætur hér í svarta myrkri en nú hafði enginn rótað sér. Angelique sagði hvað eftir annað við sjálfa sig, að hún yrði að hafa sig á lappir og kveikja upp, en eftir þvi sem minúturnar liðu, seig á hana eitthvert mók, sem henni fannst hún myndi aldrei geta hrist af sér af sjálfsdáðum. Aftur flaug henni í hug, að hún kynni að vera ófrísk. Þetta sama hafði hvarflað að henni. morguninn sem Joffrey lagði af stað á eftir 35. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.