Vikan - 14.08.1969, Page 50
lautinantinum. Tilhugsunin öríaði hana og hún hikaði milli kvíða
og þeirrar notakenndar, sem flestar konur finna til, þegar nýtt lif
kviknar i veru þeirra.
En hún hristi höfuðið. Nei. Það var ekki það.
Það var eitthvað annað.
Kviði, næstum hræðsla grúfði yfir aðsetri þeirra, og það hafði hún
ekki fundið áður í Wapassou.
Svo mundi hún það.
Ókunnugir menn gistu hús þeirra.
Hún iðraðist þess ekki að hafa bjargað lífi þeirra, en með þeim
hafði ógnunin haldið innreið sína í hús hennar.
Hún reis hljóðlaust á fætur til að vekja ekki mann sinn. Hann svaf
við hlið hennar, andardrátturinn rósamur og reglulegur að vanda.
Þegar hún hafði farið í þykka ullarsokka yfir undirsokkana, síðan
strigapilsið, ermalausan, loðbryddaðan leðurjakkann og síðan yfir-
höfnina, fór henni að líða betur.
I hverri viku, að heita mátti, bættist einhver flík við í fatasafn þeirra.
Madame Jonas sagði, að í vetrarlok yrðu þær orðnar svo dúðaðar, að
þær myndu fremur velta áfram en ganga.
Að venju girti hún sig leðurbeltinu, sem hélt pístólunni á hægri
síðunni, en tveimur slíðrum á þeirri vinstri, öðrum fyrir rýting en
hinum fyrir týgilhníf. Við þetta belti héngu líka ýmis nauðsynleg
áhöld, svo sem vettlingar, lyklar, snærishönk og fleira ....
Þegar þetta var allt tilbúið, fannst Angelique hún enn einu sinni
reiðubúin tii þess að standa andspænis heiminum og standast Þær
kröfur, sem til hennar voru gerðar. Og guð vissi, að nóg var af þeim!!
Henni leið vel í þessum fötum, sem hæfðu vel hlutverki hennar.
Þegar hún færi út fyrir, varpaði hún skikkju yfir axlir sér, og henni
þótti gott að -hafa hana lika yfir sér, þar til búið var að kveikja upp
á morgnana.
Venjulega setti hún hárið í þéttan hnút uppi á höfðinu og lagði svo
yfir það hvíta skuplu með brúnum, sem brettust út, að hætti kvenna
góðborgara i La Rochelle.
Þessi höfuðbúnaður sýndi hreint, ávalt andlit hennar, þótt hann gerði
hana full alvarlega. Andlit kringt hvítum ramma er áberandi og nakið.
Það getur ekkert falið.
Angelique hafði andlit af því taginu, sem þoldi þetta kröfuharða
höfuðfat. Henni fannst það meira að segja Þægilegt, þvi það hlífði
hárinu svo vel frá sótinu af reyknum og öðru ryki, sem sveif um
loftið. Endrum og eins bætti hún við þetta brúnum filthatti með
liljublárri fjöður. Vindurinn hafði raunar fyrir nok-kru eyðilagt þessa
fjöður, og hún hafði í staðinn sett borða úr grófu silki með silfur-
silgju framan á.
Hattbarðið var ekki breiðara en svo, að hún gat með hægu móti
dregið loðhettuna á skikkjunni yfir, þegar snjóaði.
Innan dyra var hún í vaskaskinnsskóhlífum yfir skónum sínum,
sniðnum og saumuðum að hætti innfæddra, og fannst það mjög hlýtt.
Þegar hún fór út, setti hún á sig leðurhnjáskjól, sem náðu niður á
leggi, og fór í há stígvél.
Það var varla hægt að segja, að þessi plögg væru sérlega glæsileg,
en þau voru það sem kringumstæðurnar kröfðust. Þegar vorið kæmi,
mátti alltaf lita á sjálfa sig í spegli aftur.
Og enn kom fyrir, við -hátíðleg tækifæri, að konurnar sýndu, að þær
höfðu ekki gleymt að klæða sig og bera sig glæsilega.
Og á hverjum degi skreyttu lítil bönd, vandlega þvegin og strokin,
hálsa þeirra, og gerðu fötin ekki eins kurfsleg og drungaleg.
Böndin, og mjallhvitar, stroknar skuplurnar, var eina pjatt kvenn-
anna í Wapassou.
Þegar Angelique ætlaði að fara út úr herbergi sínu, var annar að
koma þangað, svo þegar hún opnaði, stóð hún augliti til auglits við
mann.
Andlit Eloi Macollets, með skörpum dráttum, líkustum því að þeir
væru skornir út í tré, með svörtum, tannalusum munni og rauðri
frollunni ofan yfir flegnum -kollinum, var ekki beinlínis vel fallið fyrir
óstyrka að mæta í myrkri, án þess að bregða.
Angelique dauðhrökk við.
Gamli maðurinn datt næstum á hana, og svona nálægt sá hún augu
hans loga eins og eldflugur.
Það var óvenjulegt að sjá hann inni i mannabústöðum snemma
morguns.
Hún opnaði munninn til að heilsa honum, en hann setti stút á var-
irnar og brá fyrir þær vísifingri, til þagnarmer-kis. Siðan lagði hann af
stað á tánum til útidyranna, og benti henni að fylgja sér eftir.
Við hinn enda meginskálans var einhver að teygja úr sér og
geyspa. Enn hafði ekki verið kveikt upp í arninum.
Angelique dró skikkjuna að andiiti sér í svölu morgunloftinu, sem
var tært eins og safir.
— Hvað er það, Macollet?
Enn gaf hann henni þagnarbendingu og hélt áfram upp í gegnum
snjógöngin, ennþá eins og hann gengi á eggjum, með hnén bogin og
gleið. Það marraði dauft í -freranum undir fótum þeirra.
Ekkert annað -heyrðist.
1 austrinu var bleikt gull að stíga upp á himininn og smém saman
myndi heimurinn frelsast frá bláu myrkri næturinnar.
Þarna var áberandi sterk reykjarlykt. Þetta var einmitt lykt þess-
arar gagnsæju, freðnu dögunar, þvi hún Ijóstraði upp um tilvist manna,
sem þarna hefðu leitað einhvers athvar-fs.
Reykurinn vall í þykkum bólstrum út um rifurnar i birkibarkar-
hreysi Macollets gamla og upp um reykopið.
Angelique varð að skríða á fjórum fótum inn í hreysið, sem var
sæmilega stórt, þegar inn var komið, en fullt af alls konar rusli. Það
var varla hægt að -greina neitt þarna inni í reyknum, en hún greindi
Indíánana þrjá, sem lágu þétt upp við eldinn, og henni kom hreyfing-
arleysi þeirra þegar í stað undarlega fyrir sjónir.
— Sérðu, hvíslaði gamli maðurinn.
— Nei, það er nú gallinn, ég sé ekkert, svaraði Angelique, og gat
ekki varizt hósta af reyknum.
— Bíddu aðeins, ég skal kveikja.
Og hann tók að bjástra við lítinn hornlampa.
Angelique horfði kviðafull á Indíánana, sem kúrðu sig undir tepp-
unum.
— Hvað er að þeim? Eru þeir dauðir?
Loks lánaðist honum að kvei-kja.
Macollet þreif virðingarlaust i hártoppinn á einum Húronanum og
lýsti miskunnarlaust framan í hann.
Indíáninn lét sig þetta engu varða, því hann virtist ek-ki skynja
það sem var að gerast. Andardrátt-urinn kom í hvæsandi gusum af
samanherptum, -hitaskrælnuðum vöru-m -hans, sem voru orðnar óhugn-
anlega fölar. Hörund hans var mjög dökkrautt, og þakið purpurarauð-
um flekkjum.
Arflægur óttinn við þessa hræðilegu veiki leyndi sér ekki I orðum
gamla mannsins og augnatilliti h-ans, þegar hann gaut á hana augum
undan loðnum augabrúnum.
Bólan. Hin skelfilega bólusótt!
Angelique fann sér renna kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún
kom ekki upp nokkru orði.
Hún sneri sér stóreyg að Eloi Macollet og þau stóðu þarna og
horfðu þegjandi hvort á annað.
Loks hvíslaði gamli maðurinn:
— Þess vegna gáfust þeir upp í snjónum í gærkvöldi. Þeir voru
þá orðnir veikir. Með rauðu pláguna!
— Hvað gerist nú? spurði hún i h-víslingum.
— Þeir deyja. Indíánarnir hafa ekkert mótstöðuafl móti drepsótt
eins og bólunni. Við ...... við deyjum líka ........ ekki öll, auðvitað
...... þú getur kannski náð þér, og það er svo sem ágætt, ef þér
er sama þótt þú hafir andlit sem er eins og það hafi fengið hagla-
gusu.
Hann sleppti Indíánanum, sem féll aftur í fyrri skorður með þungri
stunu.
Angelique hljóp aftur inn, riðandi og hrasandi. Hún varð að finna
Joffrey áður en hún færi að hugsa, annars myndi örvæntingin gripa
hana. Þá vissi hún, að engin skynsemi myndi kom-ast að; hún myndi
þr-í-fa Honorine og þjóta með hana æpandi út í skóg.
Þegar hún kom inn í meginskálann, var Cantor önnum kafinn að
kveikja upp, og Yann le Couennec sópaði úr eldstæðunum honum til
hjálpar.
Þeir köstuðu glaðlegri -kveðju á hana, og þegar hún leit til þeirra,
rann upp fyrir henni hinn hræðilegi raunverulei-ki.
Þau myndu öll deyja.
Aðeins einn myndi komast af. Clovis frá Auvergne. Hann hafði þeg-
ar haft bóluna og var búinn að ná sér.
Hann myndi greftra þau eitt eftir annað — greftra þau? Nei, hann
yrði að leggja þau út á klakann, og biða til vors áður en hann gæti
ausið þau moldu. Og -hann gæti gengið af vitinu .........
Henni virtist herbergið hennar síðasti möguleikinn til lífsins, og
maðurinn, sem svaf í rúminu, -svo fullur heilbrigði og styrks, var
eins og síðasta virkið milli hennar og dauðans.
Aðeins fáeinum andartökum áður hafði hamingjan ein umkringt
hana. Óhefluð, falin, leynileg hamingja, öldungis óvenjuleg hamin-gja,
en -hamingj-a engu að siður, -því þau áttu hina dýrmætustu gjöf —
lífið, fagnandi lífið.
En nú færðist dauðinn yfir þau eins og þokuský, eins og reykur,
sem vellur áfram miskunnarlaus og svartur, og það var tilgangslaust
að loka dyrunum, því hann smygi alls staðar inn.
Hún kallaði lágt:
— Joffrey. Joffrey!
Hún þorði ekki að snerta hann a-f ótta við að smita hann.
Og þó, þegar hann opnaði augun, dökk, lifleg og brosandi, og festi
þau á -henni, fann hún sig vona móti betri vitund, að -hann gæti einn-
ig verndað hana frá þessum voða.
— Hvað, engillinn minn?
—- Húronar Monsieurs de Loménies eru með bóluna .............
Hún dáðist að honum fyrir að kippast ekki við. Hann reis hægt
upp, og hún rétti honum fötin hans. Allt var eins og venjulega, nema
hvað hann teygði ekki vel og værðarlega úr sér, eins og hann gerði
oftast nær, þegar -hann fór á fætur, eins og risa-köttur, sem býst til
að mæta nýjum degi. Hann sagði ekkert.
Það var ekkert að segja, og hann vissi, að -hún var ekki af þvi
tagi kvenna, að hún gerði sér gyllivonir um möguleika þeirra, né
sæktist eftir innantómum huggunarorðum.
En hún fann, að hann -hugsaði af alefli. Svo loksins sagði hann:
— Bóluna? Það þykir mér undarlegt. Hún yrði þá að vera afleiðing
af faraldri frá Quebec. En veikindi af því tagi koma alltaf með
skipum á vorin .... Ef ekki hefur verið bóla í Quebec síðan i haust,
með öðrum orðum frá því að St. Lawrancefljót lagði, getur það ekki
verið bólan ......
Þankagangur hans virðist rökréttur, jafn-vel augljós. Hún dró and-
ann léttara og kinnar hennar lituðust aftur.
Áður en þau fóru út úr -herberginu, lagði hann hönd á öxl hennar
og þrýsti snöggt, eins og til að hug-hreysta hana.
68. Kafli
Þegar Joffrey de Peyrac kom út i kofa Elois Macollets, skoðaði hann
Húronana af mestu nákvæmni. Það var hryggilegt að sjá þá, þeir
voru orðnir eins og bráðið blý á litinn. Og þegar hann lyfti upp
augnalokum þeirra, sá hann að augu þeirra voru blóðhlaupin. Þeir
önduðu enn með erfiðismunum.
— Þeir voru svona strax og við grófum -þá upp úr snjónum í gær,
sagði Macollet. — Þagar ég dró þá hingað inn, hélt ég að liturinn
stafaði af kuldanum.
— Hvert er þitt álit, Macollet? spurði Peyrac. — Er ekki erfitt um
þetta að segja? Ekki skal ég neita því, að þeir hafa einkenni ból-
unnar, en ég sé enga dæmigerða bólubletti á skrokknum á þeim.
Ek-kert nema þessa rauðu flekki .........
Veiðimaðurinn kinkaði kolli hugsi. Þau yrðu bara að bíða og sjá
til. Þau gátu ekkert annað gert.
Þau báru saman ráð sín í lágum hljóðum um það, hvaða varúðar-
ráðstafanir þau ættu að gera og hvaða fyrir-mæli gefa skyldi. Macollet
sagðist skyldi líta eftir Húronunum. Það væri hans reynsla, að alkóhól
verndaði fólk frá drepsóttum og smitun.
öll réttindi áskilin, Oyera Mundi, París — Framh. i næsta blaði.
50 VEECAN ^3-tbl-