Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 5

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 5
# korn • Meinlœtamaður: Sá, sem hef- ur hæfileika til að sameina það sem er ógagnlegt og óþægilegt. • Minni: Hæfileikinn, sem seg- ir okkur, að við þekkjum mann sem við sjáum úti á götu, en tilgreinir ekki hvað hann heiti eða hver hann sé. • Hrœsnari: Strákur, sem gengur inn um dyrnar á skól- anum sínum, — með bros á vör. • Heigull: Maður, sem við hættulegar aðstæður hugsar með fótunum. 1100 KÍLOMETRA Á HÆKJUM David Ryder er nú tuttugu og eins árs gamall. Þegar hann var smápatti veiktist hann svo al- varlega af lömunarveiki, að nú á hann í fullu fangi með að ganga um á hækjum sínum. En samt sem áður hefur hann langt upp í gönguferð frá nyrzta odda Skot- lands, til syðsta tanga Englands. Þegar hann var hálfnaður, kom í ljós, að hann hafði gengið að meðaltali 45 kílómetra á sólar- hring. Ryder segist hafa lagt upp í ferðalagið til að sýna ólympíu- meisturunum að þeir séu engin ofurmenni; viljinn sé fyrir öllu. ☆ ÞEIR NEITA AÐ GEGNA HERSKYLDU Fjöldi þeirra Vestur-Þjóðverja, sem neita að gegna herskyldu fer sífellt vaxandi, og er þetta nú orðið mikið áhyggjuefni þýzkum yfirvöldum. Á tímabilinu 1957—67 var tal- an um 4000 stríðsandstæðingar á ári, en árið 1968 voru þeir orðnir 12000. Fyrstu sex mánuði þessa árs höfðu 8000 Þjóðverjar neitað að þjóna föðurlandinu, og segja það undarlegt háttarlag, að ekki sé hægt að þjóna föðurlandinu á heilbrigðari hátt en að læra að drepa og eyðileggja. Búist er við að æ fleiri fylgi í kjölfar þessara málsvara friðarins. ☆ # vísur vikunnar Enn er margt sem öfugt fer og enga lausn að finna þó að ýmsir ætli sér afrek stór að vinna. Þeir sem eitthvað undir sér eiga, krefjast gjaldsins barist um hvern bita er af borðum ríkisvaldsins. f heimsins volki hetjur enn hreppa villur stórar ekki geta allir menn orðið bankastjórar. • Pottablóm: Fyrirbæri, sem visnar, ef maður gleymir að vökva því, en fúlnar, ef maður man eftir því. • Smjaður: Listin að segja öðr- um, hvað manni finnst um sjálf- an sig. • Sumarbúðir: Staðurinn, þar sem krakkarnir eru látnir hírast, á meðan foreldrarnir sóla sig á Mallorka. • Piparsveinn: Maður, sem lif- ir í gleðilegri óvissu um eigin galla. • Þióðhetja: Stjórnmálamaður, sem deyr með válegum hætti, áður en honum hefur tekizt að gera neitt af sér. • Framhleypni: Þegar nem- andi veit betur en kennarinn og hefur orð á því. • Hitastillir: Tæki, sem konan á efri hæðinni skrúfar upp, en maðurinn í kjallaranum niður. • Sinnuleysi: Þegar kaup- sýslumaðurinn býður konunni sinni óvart út að borða í staðinn fyrir einkaritarann. FILIPPUS í HÖPI UNGRA EITURLYFJANEYTENDA Filuppus drottningarmaður, prins af Stóra-Bretlandi, hefur oftar en einu sinni komið þegn- um sínum algerlega á óvart. Ný- lega slóst hann í hóp imgra eitur- lyfjaneyenda. Hann heimsótti sem sé endurhæfingarstöð fyrir eiturlyfjasjúklinga í Chelsea, London. Filippus vissi greinilega hvernig hann átti að koma fram við sjúklingana, því eftir á sagði einn þeirra: — Prinsinn er alveg ágætur, já, virkilega góður og sniðugur strákur. ☆ 36. tw. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.