Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 16
KING ER LÁTINN EN CORETTA LIFIR Þaö er komiö á annaö ár síðan Martin Luther King var myrtur, og á þeim tíma hefir ekkja hans orðið ein af fremstu baráttu- mönnum borgaralegra réttinda. Lágróma, áköf og með óendan- legum dugnaði heldur Coretta King áfram baráttunni fyrir því málefni, sem eigin- maður hennar lifði og dó fyrir, hinum sjálf- sagða rétti negra til jafnréttis við hvíta meðbræður sína .... ]6 VIKAN 36 tbL Coretta hefir skapað sér eigin per- sónuleika. Það er hlustaS á hana með virðingu. Hvort sem það er úr ræðustóli, í negrahverfunum, eSa frá sviðinu í Constitution Hall. Coretta King er sjaldgæf kona. Hún er tónelsk, hefir mikla leik- hæfileika, tilfinningarík listamanns- sál. Þessutan er hún svo vel máli farin, að stjórnmálamenn mættu öf- unda hana af því, hún hefir líka mikla stjórnunarhæfileika, og brennandi trú. Hún er mikill persónuleiki, sterk og ákveðin kona, sem snemma ruddi sér braut til frama, en lagði alla eiginhagsmuni til hliðar, þeg- ar hún kynntist Martin Luther King, fórnaði honum og börnum þeirra, og síðar baráttunni fyrir jafnrétti, starfskröftum sínum á óeigingjarn- an hátt. Unga stúlkan, Coretta Scott, fékk í arf frá foreldrum sínum seiglu og mikla starfsorku. Foreldrar hennar verzluðu með landbúnað- arvörur í Alabama, og báru ekki mikið úr býtum. Föður hennar var oft hótað lífláti, vegna þess að hann barðist fyrir jafnrétti negra, og fór ekki eftir kröfum þeirra hvítu. Coretta varð að berjast fyrir því að fá sig innritaða í Antioch há- skólann í Yellowsprings, þar sem systir hennar var fyrsti þeldökki stúdentinn. Eftir prófið fór hún í tónlistaháskólann í Boston, og henni var spáð miklum frama sem söngkonu. En í Boston hitti hún Martin Luther Kino ir., og bá skeði það, sem hún hefði þó áður svar- ið fyrir, hún gift'H pre'ti, oq bað áður en hún hafði lokið við nám sitt. Eftir það varð hennar líf hans líf líka. I fiórtán ár var hún eigin- „Við sigrum", var baráttusöngur hans, og ekkia hans sér um að baráttunni verði haldiS áfram.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.