Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 23

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 23
Allir sem rækta gluggablóm þekkja vandann að láta þau ekki ofþorna og evðileggjast meðan farið er burt frá þeim í sumarfrí um lengri eða skemmri tíma. Sé hægt að koma því við er vitanlega bezt að semja við kunningja eða nágranna um að skreppa af og til og líta eftir gróðrinum, lofta út og vökva þegar með þarf. Annars verður að bjarg- ast eftir beztu getu. Fvrst er þá að reyna að flytja blómin úr mestu birtunni á skugg- v_______________________________ sælan stað, uppgufunin verð- ur þá ekki eins mikil. Ymis ráð hafa verið gefin til þess að halda raka í pottunum. Ein aðferðin er sú að breiða út stórt plastefni eða vaxdúk, á miðju hans er látinn bali eða annað stórt vatnsílát. Blóma- pottunum er raðað í hring og tusluiræma látin liggja úr vatninu og í moldina í pott- unum, ein fyrir hvern pott. Hugmyndin er sú að tuskurn- ar sjúgi rakann og beri með sér yíir í moldina. Þær plönt- ur sem alls ekki rnega þorna verða að standa í skál eða baðkerinu með dálitlu vatni í. Hætta er samt alltaf fólgin í því að rætur fúni sé um langa vatnsstöðu að ræða. Líka má reyna að klippa hringi úr þunnu svamp- gúmíi og þekja með potta- moldina en gæta verður þess að loft komist undir að ein- hverju leyti, síðan er vökvað vel vfir áður en farið er. Einn- ig má reyna að þekja mold- ina með plasti og vökva þá áður, og gæta enn sem fyrr og ekki síður að því að loft komist undir, t.d. með því að leggja eldspýtur af kantinum á pottinum og ofaná moldina. Sumar plöntur má grafa nið- ur á skjólgóðum staði úti í garði, ef aðstæður eru þann- ig. Pottarnir eru þá grafnir niður með öllu saman. Mold- inni þrýst vel að og vökvað vel. Bezt væri að taka alla upphitun af íbúðinni, sé það mögulegt. Svo er lítið annað hægt að gera en að kveðja. Tvær fyrirtaks kökuuDDskriftir Aprikósubitar 1 bolli liveiti % tesk. salt V4 tesk. sódaduft % bolli smjörlíki % bolli strásykur 1 tesk. rífinn sítrónubörkur 2 egg iy> bolli apríkosusulta y4 bolli strásykur y> bolli smámuldar hnetur Smjörlíki hrært í létta froðu ásamt y> bolla af sykri og sítrónuberki. Eggjarauðunum bætt i, annarri í senn, og hrært á milli. Hveiti, blandað salti og sóda hrært í og bland- að vel. Deiginu jafnað í velsmurt kökumót, þrýst niður svo það verði jafnþykkt. Aprikósu- sultu smurt yfir. Eggjahvít- urnar þeyttar vel, y4 bolla af strásykri hrært í, smátt og smátt og þeytt mjög þétt. Hnetum blandað í og froð- unni smurt yfir deigið í mót- inu, balcað við meðalhita í 35 mín. Ivælt, en sðan skorið í bita. Pönnukökur meö ávöxtum % bolli hveiti 1 matsk. sykur y4 tesk. salt 2 egg iy> bolli mjólk 1 matsk. brætt smjörlíki vanilla og smjörlíki til þess að steikja úr. Eggin eru þevtt dálítið, mjólk og bræddu smjörlíki bætt útí ásamt vanillu, blandað sam- an. Sykur og salt látið í hveit- ið og hveitiblandan hrærð útí eggjablönduna í einu lagi. Hrært vel saman. Deigið haft í íláti sem hægt er að loka og geymist nú i 2 klst. í kæliskáp eða á köldum stað. Pannan hituð og I tesk. smjörlíki brætt á henni og látið verða vel heitt, án þess að brúnast. Bakið fremur þykkar pönnukökur á venju- legan hátt. Þær látnar kólna dálítið. Þegar bera skal þær á borð er þeyttur rjómi látinn á hverja köku, hún brotin líkast kramarhúsi og rjóminn látinn sjást efst. Raðað á fremur stóran disk þannig, að pönnukökunum er raðað <4 kantinn og endarnir látnir snúa inn að miðju. Niður- soðnir ávextir látnir í skál sem síðan er sett á miðjan diskinn. Gott er líka að bera fram ný, hrærð bláber í stað niðursoðinna ávaxta. ☆ 36. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.