Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 29
FRUMLEG PLÖTUUMSLÖG Til skamms tíma hafa hljómplötufyrirtæki ekki sýnt umslögum um hljómplötur ýkja mikla ræktarsemi, og hefur óttaleg flatneskja verið ríkjandi í þeim málum lengst af. Nú hefur orðið breyting á. Hljómplötufyrirtækin vanda nú mjög til umslag- anna og keppast við að sýna sem mestan frumleik og hug- kvæmni í uppsetningu þeirra og frágangi. A síðasta ári þótti mjög frumlegt að hafa myndir af striplingum á um- slögunum og gilti einu, hvort þeir voru af kven- eða karl- kyni. Umslag um eina af plötum Jimi Hendrix var til dæmis alþakið strípuðu kven- fólki. Hljómsveitin Blind Faíth sendi nýlega frá sér hæggenga plötu, og trónir strípaður kvenmaður á um- slaginu. Hefur þessu tiltæki verið tekið fálega í Banda- ríkjunum að því er fregnir herma. Utgefendur plötunnar voru þó ekki af baki dottnir. Þeir buðu þeim hljómplötu- Framhald á bls. 33. BIUV PRESTON UIIMBLE PIE Plötufyrirtæki Bítlanna, Apple, vegnar vel um þessar mundir. Tvær plötur Apple hafa verið ofarlega á brezka vinsældalistanum að undan- förnu. Onnur er með laginu „Give Peace A Chance“, flutt af Plastic Ono Band. Hin platan er með laginu „That's The Way God Planned It“, en þar kemur fram orgelleik- arinn og söngvarinn Billy Preston. George Harrison sá um upptöku á plötu Prestons, og hafa nú allir Bítlarnir nema Ringó sýslað við plötu- upptökur. Eftir útkomu þess- ara platna hefur hagur Apple vænkazt mjög, og má geta þess um leið, að fyrirtækið mun framvegis gefa út plötur hinnar þekktu og vinsælu hljómsveitar Fleetwood Mac. Billy Preston hefur verið í góðu vinfengi við Bítlana að undanförnu. Hann hefur leik- ið með þeim á nokkrum plöt- um þeirra — síðast í laginu „Get Back“. Ættaður er hann frá Houston í Texas, en lengst af liefur hann verið búsettur í Los Angeles. Preston, sem er 22 ára, byrjaði að spila á orgel á unga aldri, og varð sannkallað „undrabarn“. Flann var sex ára, þegar hann kom í fyrsta skipti fram op- inberlega. Sá tónlistarmaður, sem hann hefur alla tíð haft mest- ar mætur á, er Ray Charles. Preston söng lögin hans og Framhald á bls. 30. Fyrir skömmu kom fram á sjónarsviðið í Bretlandi ný hljómsveit, sem líklegt þvkir, að láta muni talsvert að sér kveða. I þessari hljómsveit, sem nefnist „Humble Pie“ eru tvær stjörnur, Peter Frampton, sem áður lék með hljómsveitinni Herd, og Steve Marriott, sem lék með Small Faces. Auk þeirra skipa hina nýju hljómsveit Greg Ridley (lék áður með „Spooky Tooth“) og Jerry Shirley. Jerry er trommuleikari hljóm- sveitarinnar, Peter er lengst til vinstri á myndinni þá Greg og Steve lengt til hægri. Peter Frampton og Steve Marriott hættu báðir með fyrrverandi hljómsveitum sínum af sömu ástæðu. Þeim fannst athygli manna beinast um of að þeim sem einstak- lingum í stað hljómsveitanna Framhald á bls. 30. 36. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.