Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 49
vottur, því Lúðvík XIV hafði aldrei fyrirgefið honum þá ofdirfsku að stíga í vænginn við Madame de Montespan. En hann var góður st.iórnmálamaður og vel til Þess fallinn að stýra landi og hann hafði þegar í stað tréyst þessum nýkomna manni, Peyrac, sem allir lýstu óvin Nýja-Frakklands, Peyrac, eins og hann sjálfur, var Gaskoni og einnig vegna þess, að hann hafði leitað upplýsinga um hann. Peyrac greifi var auðugur. Þá hafði honum flogið í hug að biðja um áþreifanlega sönnun fyrir vináttu hans í garð Nýja-Frakklands.... Svo hann sendi Loménie og hinn framgjarna Chavalier til að semja við hann. Monsieur d'Arreboust og faðir Masserat höfðu fengið fyrirmæli um að fara líka og í sérstöku dreifbréfi frá biskupnum var honum uppálagt að kryfja til mergjar þann grun sem hvíldi á nýkomna fólkinu, og framar öllu öðru að ákveða hvort konan sem með þeim væri, konan sem svo mjög 'hafði verið umrædd, væri í rauninni kvendjöfull eða ekki. Og þar við sat! Og hér voru þeir fastir í Wapassou, en ekkert hafði farið svo sem þeir bjuggust við. Þeir sátu í geitungahreiðrinu. — Norn, norn, norn! hvislaði blærinn, sem var eins og hnífsegg, þrátt fyrir bliðu dagsins. Hanní Jean Francois d‘ Arreboust, sem ásamt föður Masserat hafði verið sendur með Loménie greifa, til þess að hafa augu með honum og einnig til að móta skoðanir þeirra um greifann og greifafrúna, hann, varfærinn og trúrækinn maður, maður sem lifði mjög skipulögðu og sið- sömu lífi, staðráðinn í að bjarga sál sinni og gera öðrum gott og ný- lendunni í heild. Hann hafði ekkert séð, ekkert sem vaktið gat tor- tryggni hans. Og hann hafði vaknað úr sínu dauðadái og tekizt að lifa á nýjan og breyttan hátt, án Þess svo mikið sem hugsa um það, og þetta var nokkuð sem hann hafði aldrei á æfinni orðið fyrir áður. Hann hafði étið, drukkið og reykt í rósömu og hlýju andrúmsloftinu, þar sem allir töluðu vingjarnlega saman, ræddu um minningar sinar og draum, örvaðir af glóð þessara grænu augna, sem gerbreytti heiminum umhverfis þau. — E’n á þeirri stundu, Monsieur d‘ Arreboust, þegar Maskútíarnir voru i þann veginn að ílá af þér höfuðleðrið, fannstu þá til ótta? Vissurðu þá að leiknum var lokið? —- Nei, svaraði hann og rétti úr sér. — Allt virðist svo auðvelt, þegar maður er í þann veginn að mæta guði sinum Hann hafði aldrei gert sér ljóst fyrr en Þennan dag að hann var hetja. Né heldur höfðu hinir. Hann var siðsamur maður, en hann hafði gott af því að uppgötva að hann var hughraustur og hafði hjartað á réttum stað og að hann verð- skuldaði aðdáun konu. Hann hafði gleymt því, gleymt því algjörlega, að hún var konan, sem allir heima í Quebec grunuðu um að vera kvendjöfulinn af Akadíu, hún, einmitt sama konan, sem hann hafði átt svo skemmtilegar og kátar samræður við. Þangað til þennan morgunn! Þegar hann sá hana þarna með vopnin í höndunum hafði hann orðið fyrir áfalli. Ef til vill var það vegna þess, að vopnin leiddu hugann að hættu og vegna þess að hræðslan, sem hann fann, þegar hann sá þessa konu meðhöndla byssurnar með sinum fögru höndum og nota þær af slíkri kaldri leikni, hafði ofizt saiman við þann ótta sem blundar í hjörtum karlmanna: óttann við konur. óttann við að láta 'okkast. ótt- ann við nornir. Síðan hafði hann minnzt alls þess sem fólkið hafði sagt. Hann minntist skoðunar föður Orgevals. Loménie Ohambord hafði orð- ið fyrir samskonar áfalli, Það var hann viss um. Og mögulega einnig faðir Masserat. En hvað hann hugsaði myndu þau aldrei fá að vita. Það fór hrollur um Monsieur d'Arreboust og hann dró skikkjuna þéttar að sér. —• Það leynir sér ekki hvað gerist með okkur, án þess að við geruim okkur það svo mikið sem Ijóst, sagði hann við sjálfan sig. — En það hefur gerzt, það er ég viss um. Ég er kvíðafullur, óhamingjusamur og get ekki beðizt fyrir. 1 heila klukkustund hef ég ekki getað hætt að hugsa um hana, hætt að hugsa um konur, ástina.... UM KONUNA MÍNA. Hann sá eiginkonu sína Ijóslifandi fyrir sér, þessa fyrirmyndar siðsömu konu í allskonar lokkandi og lostafullum stellingum, sem hún hefði aldrei látið sér detta í hug, jafnvel á fyrstu dögum hjónalifs þeirra, þegar hann af skyldurækni hafði heiðrað hana í flýti og ásakað sig á eftir fyrir ánægjuna, sem hann hafði haft af þessari smánarlegu hegð- un. Hann minntist einnig klúrrar athugasemdar, sem einn vinur hans hafði látið sér um munn fara, fremur ósiðlátur, ungur maöur, sem hafði sagt við hann eitt sinn á dansleik að Madame d'Arreboust hefði svo falleg. lítil brjóst að það hlyti að vera mjög gaman að vera giftur henni. Hann hafði andstyggð. sannarlega andstyggð á þesskonar athuga- semdum. þvi ást og hjónaband hafði truflað hann í guðræknishegðun- inni, hefði ekki þurft svo langt og erfitt nám til að verða Jesúíti, hefði hann gengið í þá reglu og upp úr því hafði hann gifzt til að geðjast foreldrum sínum. en þegar þeir voru látnir, hafði hann hætt við þá hugmynd að gefa þeim sonarson sem erfingja. Til hvers var þessi barna- lega sjálfumglaða löngun til að halda nafni sínu á lofti? Betra var að fórna guði auðæfum sínum. Svo vildi til að kona hans var á sama máli, því hún hafði helzt óskað sér að verða nunna. svo þeim kom mjög vel saman. Draumur þeirra var að fórna sér guði í einhverju mikilvægu st.arfi og Kanada hafði fullnægt vonum þeirra og áætlunum þeirra um fórnarlíf... Monsieur d'Arreboust andvarpaði, því þessar síðustu óguðlegu sýnir voru að hverfa og hann sá konu sína fyrir sér á ný, öðruvísi en losta- fulla gleðidrós. Hann sá hana nú eins og hún var honum kunnuglegust; að biðjast fyrir í hálfrökkri kanellu eða bænahúss með drúptu höfði og hallandi þvi ofurlít'ð til hliðar. rétt eins og hann hafði séð Madame de Peyrac leggja undir flatt þennan morgun, yfir skotpinna múskettunnar. Þessi stell- ing hafði snortið einhvern streng ,í honum, án þess að gera sér grein fvrir hafði hann tengt Það hugmyndinni um að kona hallaði höfðu sínu að öxl karls og þetta vakti alltaf einhverja blíðu með honum. Madame d'Arreboust var vetite og náði honum varla 5 öxl. Á fyrstu dögum hjóna- bandsins hafði hann kallað hana „litlu sína“ til að auka á samkenndina i hjónabandinu. en siðan fann hann að henni geðjaðist ekki að því, þvi hún var, þótt ekki væri hún há í loftinu. ákveðin og viljasterk og ein- staklega heilsugóð og það var eitthvað ósveigjanlegt við hana, sem undirstrikaðist eftir þvi sem árin liðu. Það var leiðinlegt! Hún hefði getað orðið skemmtileg og kát kona, en hún hafði leitazt of mikið við að verða fullkomin. Með þvi að afneita sínum eigin likama hafði hún orðið nær eingöngu andleg. Það er allt frúnni á Silfurvatni að kenna, að ég er orðinn fullur eftir- sjár, þrár og óvissu. Það er vegna hláturs hamingjusamrar konu. Vegna þess hvernig hún horfir á karlmanninn, aðeins einn karlmann og vegna þess hvernig þessi karlmaður leggur handlegginn utan um hana, og vegna þess hvernig dyrnar lokast á eftir þeim báðum á kvöldin ... Það er vegna fjötra þessarar konu við karlmanninn, sem hún elskar, sem ég hef tekið að þjást. — Því konan mín er ekki lengur háð mér. Ég er henni varla meira en hinn andlegi fararstjóri hennar, faðir Orgeval, reyndar minna, því ég er líkari leiðtoga, sem hugsair ekki um annað en tölur og viðskipti. Þegar við hittumst einu sinni á ári eftir fyrstu skipakomurnar með póst frá Frakklandi, ræðum við hvernig eignamál okkar standa og ákveðnum til hvaða góðverka við eigum að gefa tekjurnar af bænda- býlum okkar. Konan mín skuldar mér ekkert, ekki einu sinni huggun, hún hefur að öllu gefizt guði. —Hún er heilög sál og fordæmi fyrir samfélagið í Montréal. — Hún hefur svo falleg, lítil brjóst.... Þau eru enn mjög fögur .... Góði guð, hversvegna er ég að hugsa um þessa hluti? Hvað i ósköpunum er ég að gera á þessum bölvaða stað? Hvað í ósköpunum á ég að segja þeim í Quebec? Ef við komumst nokkru sinni aftur þangað. Mun maðurinn með djöfullega andlitið nokkurn tíma sleppa okkur? Þegar allt kemur til alls erum við fangar hans. Hann gæti alltaf.... En hvað er það sem kemur þarna yfir vatnið .... ? Það er eins og .... Monsieur d'Arraboust skyggndi hönd fyrir augu. 74. KAFLI Þeir ferðast alltaf tveir og tveir saman þessir vetrarferðalangar. Dauðinn væri förunautur mannsins, sem ferðaðist einn. Tveir saman, Frakki og Indíáni. Það var rétt eftir Frakkanum að láta sig engu varða um æðandi kuldann, snjóinn, stormana og stóru, opnu slétturnar, þar sem ekkert mannlegt líf leyndist. Og það var rétt eftir Indíánanum að fylgja honúm; því hvítu mennirnir geta hrundið á flótta snjódjöflunum með hvítu andlitin, sem blístra milli lauflausra greinanna. Þeir voru báðir eins að sjá undir loðbrydduðum leðurhettunum og þeir gengu mjög svipað, þunglamalega vegna snjóskónna, Frakkinn og Indíáninn komu yfir vatnið. Skuggarnir voru stuttir, því það var hádegi. Þegar þeir nálguðust fannst Jean Francois d'Arreboust að hann þekkti annað andlitið, en áður en hann gat komið manninum fyrir sig og rifjað upp nafn hans, varð hann fyrir óþægilegri kennd, eins og öll hans verund berðist móti Þessum innrásarmanni. Hann gat ekki fengið sig til að veifa honum og horfði á hann nálg- ast með tortryggnistilfinningu, næstum fjandskap. Hann langaði til að hrópa: — Til hvers eruð þér að koma? Hversvegna komið þér til að raska ■ró þessa staðar, þar sem öllum líður vel? Farið burtu! Fólkið heima í Wapassou hafði séð þessa nýju gesti og Florimond og Yann de la Connec korr.u niður að vatnsbakkanum með múskettur í höndum. Þegar Frakkinn kom nær sást að hann hélt höfðinu hátt og ofur- lítið afturábak eins og maður, sem er að reyna að sjá eins mikið og hann getur undan hálfluktum augnalokum. Og þegar hann kom nær sá d'Arreboust vegna hvers þetta var. Ferðamaðurinn var blindur, augu hans voru sokkin af sólar.bruna, endurkasts frá snjónum. Eitt versta áfallið, sem menn geta orðið íyrir á vetrarleiðangri. Augnalok hans voru rauð og þrútin og þakin með likþrárlegu hvitu hröngli. Það var skelfilegt að sjá hann, hann hrópaði: — E?r einhver þarna? Ég rétt greini ykkur en sé ykkur ekki vel.... Indíáninn við hlið hans greip fast um byssu sína og leit dimmum augum á vopnin, sem miðað var á hann. — Hverjir eruð þið? Hvaðan komið þið? spurði d'Arreboust. — Ég er Pacific Jusserand frá Sorel og ég kem nú frá Norridgewock frá Kennebec og ég er með bréf til Loménie Chambord greifa frá föður Orgeval.... Svo bætti hann við: — Ætlið þið að skjóta mig? Ég hef ekkert rangt gert. Ég er Frakki og tala frönsku eins og Þið. Hálfblindan háði honum mjög og honum fannst hann hljóta að eiga allt undir miskunn þeirra manna, sem hann ávarpaði, því hann gat ekki einu sinni séð hvort þeir voru fjandsamlegir eða vingjarnlegir á svip. D'Arreboust hafði loksins komið manninum fyrir sig. Hann hafði oft séð hann í Quebec og síðustu fjögur árin hafði hann verið hægri hönd föður Orgevals. Honum varð fyrst þannig við að honum leið eins og hann hefði gleypt eitthvað óþægilegt, eitthvað beiskt, en betri vitund vann yfirhönd og hann flýtti sér að segja: — Vesalings maður hvernig komið er fyrir þér! Svo sneri hann sér að Florimond: — Þessi maður er i þjónustu föður Orgevals og trúboðs hans. — Ég hef á tilfinningunni að þessi þjónn hans hafi komið til Katarunk, sagði ungi maðurinn og fitjaði upp á nefið. — Ekki skjóta mig, endurtók maðurinn og rýndi eins og hann gat i átt til raddanna. — Ég er ekki óvinur. Ég er einfaldlega með skilaboð til Loménie greifa. —Og hversvegna óttizt þér að við kynnum að skjóta yður fyrirvara- laust? spurði Florimond. — Eða hafið þér eitthvað á samvizkunni, sem þér hafið gert á móti húsbónda og eiganda þessa staðar, Peyrac greifa? Maðurinn varð vandræðalegur en svaraði ekki. Hann reyndi að ganga í áttina að skuggunum, sem hann greindi en hrasaði á hallandi vatns- bakkanum. Þá tók d’Arreboust undir handlegg hans og hjálpaði honum heim að húsunum. Loménie Chambord greifi velti bréfinu fyrir sér. Það var þykkt, brotið saman i miðjunni, innsiglað með dökku vaxi og innsigli Sebastians Orge- val; þetta bréf myndi vafalítið valda honum sársauka, það vissi hann, 36. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.