Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 10
I ÉG 5AUMA ÚT í FRÍSTUIMDUM Hún er frekar lítil, nett og falleg stúlka,- hann er ! meðallagi hár, grannvaxinn og var að byrja að safna alskeggi er ég hitti þau. A margan hátt minna þau á ástfangna skólakrakka, og það skemmtileg- asta sem þau gera er að fást við íbúðina sína, breyta og laga til eft- ir því sem hugmyndaflugið segir til um og taka myndir, framkalla, kópíera og stækka. Það er að segja: Hans er hobbýið og hún er full af áhuga. Það eru hjónin Asa Finnsdóttir, sjónvarpsþula og „klippari" og Jó- hannes Long leikmunavörður sama stað. Við heimsóttum þau ekki alls fyrir löngu og spjölluðum við þau yfir kókakóla og heimabökuðu lostæti. Ef mér leyfist að yppa smá- prívatskoðun, þá er ég alvarlega farinn að Hugsa um að ná mér í sjónvarpsþulu; þær eru fallegar, skemmtilegar og gáfaðar — og búa alveg stórskemmtilega. Asa og Jóhannes búa í kjallara- íbúð í Hlíðunum. Ibúð sem þau fluttu inn í á brúðkaupsdaginn — daginn fyrir H-dag — og íbúð sem er eins og hreinasta listaverk. — Glimrandi sniðugar litasamsetning- ar og haganlega niður röðuð „antík"-húsgögn setja ákaflega heillandi blæ á íbúðina. Eins og í flestum kjallaraíbúðum er útsýnið ekki upp á marga fiska, en þá er ekkert auðveldara fyrir mann en að snúa sér frá gluggunum og virða fyrir sér „innyflin". „Ég get ekki ímyndað mér að það geti verið skemmtilegt að flytja inn í fullkláraða íbúð," segir Asa og Jóhannes kinkar kolli samþykkj- andi. „Ég held að maður hafi ákaf- lega gott af því að byrja á að spara upp á seinni tíma." Þau eiga von á erfingja í októ- ber, og húsbóndinn er þegar farinn að kalla hann son sinn. „Auðvitað verður þetta fyrir- myndarbarn," segja þau og brosa. „En það er alls ekki meiningin að hann eða hún hljóti strangara upp- eldi en við höfum fengið." „Ég fékk til dæmis frekar strangt uppeldi," heldur Asa áfram, „og ég er þakklát fyrir það núna; get ekki séð að ég hafi farið á mis við neitt þótt ég hafi ekki verið jafn frjáls og margir aðrir." Asa er fædd á Isafirði, en svo að segja um leið og hún var farin að ganga, 1 árs, fluttist hún ásamt foreldrum sínum út á álinn — til Færeyja og var þar ! um það bil tvö ár. „Annars er það allt saman mér frekar óljóst," segir hún, „því foreldrar mínir veiktust bæði og skildu upp úr því, og þá fór ég að búa hjá fósturforeldrum hér í Reykjavik, hvar ég hef verið að mestu leyti síðan. — Ég kom til Færeyja aftur þeg- ar ég var 17 ára, og mér fannst eins og ég kannaðist við mig, en ef til vill var það bara af myndum og þess háttar, frekar en að ég -A- Þetta verSur fyrirmyndarbarn! Hann var ekki búinn að vera lengi hjá sjónvarpinu er ég náði í hann — og ég sleppi honum ekki. ■W' myndi eftir mér. Jú, það var indælt ! Færeyjum. — Svo fór ég í Isaksskóla og þaðan í Austurbæjarskólann, síðan í gagnfræðadeild þess sama skóla og varð gagnfræðingur þaðan. Eftir það fór ég til mömmu, sem býr nú í Bandaríkjunum, og hefur gert síðan ég var 9 ára gömul, og var í vist á Long Island eitt sum- ar. Það er ágætt að vera fyrir „westan", en ekki vildi ég búa þar. I rauninni vildi ég hvergi búa nema á Islandi — helzt af öllu, það er að segja. Ég skal segja þér, að eftir að ég kom heim frá Bandaríkjun- um, skrifaði ég stórum hóp af því fólki sem ég hafði kynnzt, og látið sem mest með mig; ég hef aldrei fengið svo mikið sem eina línu til baka. — Þá kom ég heim, og fór að vinna, en hélt fljótlega utan til Sví- þjóðar þar sem ég var f rúmt ár á lýðskóla. Þar kynntist maður öðru- vísi fólki. Svíarnir eru örlítið sein- teknari, en ég skrifast enn á við suma þeirra krakka sem voru með mér á skólanum. — Alveg síðan ég var lítil stelpa dreymdi mig um að verða flug- freyja, svo þegar ég gat komizt að hjá Loftleiðum sem hlaðfreyja, var ég ekki lengi að grípa tækifærið. — Ari síðar sótti ég um að verða flugfreyja — og náði. Draumurinn hafði rætzt. Það var þó heldur skammgóður vermir, þv! 6 mánuð- um s(ðar var okkur öllum sagt upp. ]() VIKAN 36 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.