Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 17

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 17
Nú er hún yfirmaður fjölskyldunnar heima í Atlanta. Þegar börnin eru farin í skólann, tekur hið stórkostlega starf hennar fyrir „málefnið" við. kona, móðir barnanna hans, og húsmóðir á ákaflega gestkvæmu heimili, styrkur og stoð á erfiðum stundum, og oft konsertsöngkona, við hátíðleg tækifæri. Þegar Martin Luther King var myrtur, 4. aprll í fyrra, þá tók vin- ur hans og náinn samstarfsmaður, Ralph Abernathy, við forustunni í SCLC. En ekkja Kings tók við þv( sem meira var, samúðinni, hópi áhrifamikilla vina, handritum, Ijós- myndum, margskonar virðingar- votti, og ábyrgðinni á framtíð barnanna þeirra. En framar öllu öðru tók hún að erfðum andlegan arf, sem hún hefir þroskað með einstæðum sál- arstyrk. Coretta er orðin einskon- ar sambland af siðferðilegum for- ustumanni, diplomat, fjársýslu- manni og einstæðri móður. Og það hefir sýnt sig að hún er ekki s!ður orðsins boðberi en maður hennar. Ræður Corettu ná til allra. Orð hennar, lágvær en áköf, smjúga inn í vitund allra, jafnt þeirra greindu og hámenntuðu og þeirra, sem ,ekki einu sinni eru læsir, reyndra manna og óþroskaðra. Það hylla hana allir, klappa henni lof í lófa, svo hún roðnar af ánægju og hlédrægni. Henni þykir innilega vænt um áhevrendur sína. A heimili þeirra King hjóna, var hún einstök húsmóðir. Hún eyddi miklum tíma í að hafa upoi á af- mælisdögum og öðrum merkisdök- um vina þeirra. Oq vinirnir voru marqir. Það var fólk, sem þau höfðu kvnnzt í opinberum sam- kvæmum, mótmælaqöngum, og fundum, bar sem hún kom fram fyrir hönd eiginmannsins. Þegar hann lézt, þá var hún ein um að halda saman þessum hópi persónu- leora vina- — bað voru ekki ein- gönau samheriar, eins oq Harry Belafonte. heldur líka fyrirfólkið f stiómmálaheiminum, Humprey, Nixon, Ethel Kennedy, Jackie On- assis Á flugvöllum, götum, [ verzlun- um, allsstaðar hittir hún fólk, sem vill tala við hana. — Þér þekkið mig ekki, frú King, en ég þekkti manninn yðar mjög vel Og það segir frá kveðjum á flugvelli, nokkrum orðum, sem sögð voru á opinberum fundum, eða við mótmælagöngur, og lýsa þeirri virðingu, sem þeir báru til hins látna leiðtoga, og vilja láta þakklæti sitt í Ijós við ekkju hans, og heita henni fylgi. Og Coretta gefur sér tíma til að hlusta á alla. Hvort sem það er þekkt fólk eða óþekkt, áleitið eða hógvært, — hún tekur á móti öllum. Horfir ( augu þeirra, þrýstir hendur þeirra, og brosir til þeirra, hlýju brosi. Hún lét ekki bugast, þegar sorg- in dundi yfir hana, — hún hafði ekki tíma til þess. Starf dr. Kings beið hennar, nú var það hennar lífsstarf. Til að drekkja sorginni hóf hún starfið, þar sem hann hafði horfið frá. Strax eftir jarðarförina svaraði hún þeim þúsundum bréfa, sem henni höfðu borizt hvaðanæfa að úr heiminum. Hún byrjaði á því að svara bréfum skólabarna, þar sem hún vissi að sumarfríin þeirra voru um það bil að hefj- ast. Þegar fiórir mánuðir voru liðn- ir frá morðinu ( Memphis, hafði hún tekið þátt í fimm minningar- hátíðum, meðal annars las hún „Mynd Lincolns", með undirleik symfoniuhliómsveitarinnar í Wash- inoton DC. Tvær þessara hátíða höfðu verið ákveðnar áður en King lézt, oq hún las þau orð, sem hann átti að flytia, líklega með veikari rómi, en jafn áhrifaríkt. Það var ekki fvrr en seint á síðastliðnu hausti að hún dró sig í Hé. t'l að taka sér hvíld. Hún settist að f húsi vina þeirra, f New HamDshire, til að skrifa bók um líf beirra hióna, hennar oq Martins Luther Kinq. Hún ne:taði að fá ein- hvern til að skrifa hana fyrir sig. Framhald á bls. 39. Frú King og dr. Ralph Abernathy, eftirmaður Kings, að tala við fólk i „Bæ uppreisnarinnar" í Washington. Fyrir þessu fólki er hún arftaki Martins Luther King. Coretta er alltaf með eitthvað nýtt á prjónunum. Hér er hún með Harry Belafonte, þar sem þau eru að leggja á ráðin um fjáröflunarherferð. 36. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.