Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 44
BEZTA VORN GEGN OFFJOLGUNINNI: ÍSLENZKA SAUDKINDIN Prófessor Ulf von Euler á Karolinska institutet uppgötvaði árið 1934 prostgland- ínið, hið virka efni í nýja lyfinu. Prófessor Sune Bergström stýrir nú rannsóknum með þetta efni. Nú eru til- raunir með ófrískar konur að hefjast. VÍSINDAMENN VINNA NÚ AÐ RANNSÓKNUM VARÐANDI NÝJA, EFNAFRÆÐILEGA AÐ- FERÐ 'riL TAKMÖRKUN- AR Á BARNEIGNUM. EFNIÐ ER EKKI GERVI- EFNI, HELDUR UNNIÐ ÚR DÝRUM. FYRSTA, HREINA EFNIÐ AF ÞESSARI GERÐ VAR UNNIÐ TJR 100 KÍLÓUM AF KIRTLUM ÚR ÍS- LENZKUM SAUÐ- KINDUM. Ef marka má blaðafregnir af nýjustu uppgötvunum og tilraunum Svía á sviði varna gegn barneignum, lítur út fyrir að íslenzka þjóðarbúið geti slegið sér óskaplega upp á hrútarækt, og eitt bezta fá- anlega lyfið í þessa átt sé einmitt unnið úr hrútskepn- unni. Svo sem komið hefur fram, fylgja notkun núverandi geld- pillu ýmsir annmarkar, sem sumir telja of mikla til að forsvaranlegt sé að nota hana, þótt yfirgnæfandi fjöldi lærða og leikra telji kostina fleiri en ókostina. Hvert svo sem matið er, verður ekki fram hjá því horft, að efnin í henni eru gerviefni og því ekki náttúrleg. Fyrir þrjátíu og fimm ár- um fann sænski prófessorinn Ulf von Euler efni í blöðru- hálskirtlum og sæði hrúta, sem hann kallaði Prost- glandin (PG). Það er eitt af hinum fjölmörgu, smáu en nauðsynlegu efnum líkamans. Grunnefnið i PG fær maður- inn meðal annars með því að snæða smjörlíki, en líkaminn vinnur síðan úr grunnefnun- um fjórtán mismunandi PG efni. Eitt þeirra heitir Prost- glandin F2 alfa. Það myndast í móðurlífinu, þegar egg frjóvgast ekki. Gulu örðurnar (corpus lut- eum) í eggjastokkunum eru nauðsynlegar til þess, að frjóvgað egg festi sig í slím- húð legsins og þróist áfram. PG F2 alfa þrengir æðarnar, sem færa corpus luteum nær- ingu, svo þær veslast upp og eyðast. Þá getur frjóvgað eggið heldur ekki lifað áfram. Þetta er eðlileg rás lífsins, og PG unnið úr lifandi dýrum er náttúrlegt efni, en ekki gerviefni. Það eru 35 ár síðan efni þetta uppgötvaðist fyrst. Ár- ið 1934 fann Ulf von Euler það, nánast fyrir tilviljun, og sagði starfsbróður sínum, pró- fessor Sune Bergström frá uppfinningunni. Þeir fengu 100 kíló af kirtlum úr íslenzku fé, og úr þeim var unninn fyrsti skammturinn af hreinu PG til prófunar og rannsókn- ar. Þetta reyndist feitisýra, og Sune Bergström reiknaði út hina réttu formúlu. Efni þetta er að öllu leyti eins og það, sem mannslíkaminn sjálfur framleiðir, þannig að segja má, að það sé mann- fjölgunartakmörkun sjálfs líkamans. Eftir er að sannprófa, hvemig efnið reynist í fram- kvæmd. Hin fræðilega kenn- ing er mótrakalaus: Utanað- komandi PG ætti að hafa sömu áhrif á mannslíkamann og það PG, sem hann sjálfur myndar, og vera þannig eðli- legt og áhættu- og aukaverk- analaust. PG hefur verið próf- að á öpum og gefið góða raun. — En óæðri dýr eru eitt, manneskjurnar annað, segir einn þeirra prófessora, sem að tilraununum vinnur. Þess vegna hefur vísindamanna- hópurinn fengið leyfi stjórn- arinnar til að prófa PG sem fóstureyðingameðal á ófrísk- um konum. Hugsazt getur, að vísindamennirnir hafi nægi- legar niðurstöður á að byggja eftir hálft ár. Hlutverk þeirra er að komast að því, hvort PG hrífur sem fjölgunarvörn, en síðan er það lyfjavísind- anna að fullvinna efnið til almennrar notkuna, og sá þáttur verksins getur tekið nokkur ár, því nú eru menn vel á verði fvrir því, að Thali- domide-harmleikurinn endur- taki sig ekki. Líklega verður PG ekki notað í pillur, heldur sem þrýstifreyði (spray) og notað eftir kynmök, eftir eina eða tvær vikur, eða þegar tíðir iáta á sér standa. Þetta verð- ur eftirá meðal. Ein hliðar- verkun er þegar augljós — efnið verkar þannig að það þrengir æðarnar að eggja- stokkunum, og það ieiðir af sér hækkaðan blóðþrýsting, en það segja vísindamennirn- ir aðeins standa skamman tíma og vera með öllu hættu- laust. Þótt PG verði ef til vill jafn gott, efni og vonir standa til, öruggt og aukaverkana- 44 VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.