Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 6

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 6
Kynferðismál Ein, sem ekki vill láta uppi nafn né lieimilisfang og skorast unðan birtingu bréfs síns, spyr hvort stúlkur verði alltaf ólétt- ar, ef þær eiga samskipti við hitt kynið. Ef ekki, hvenær verða þær þá ekki óléttar? Hún hefur nýlega átt samskipti við hitt kynið í þessa átt, og er nú ótta- slegin. Það var svona þrem vik- um eftir blæðingu hjá henni, segir hún. Þessu verður að svara á þá leið, að líkur fyrir getnaði við kynmök þrem vikum eftir tíðir eru litlar. Venjulega losnar egg 14—15 dögum fyrir tíðir og sé reiknað með 21—24 dögum milli tiða eru litlar líkur fyrir getnaði á þeim tíma, sem stúlk- an tilgreinir. Hins vegar er erf- itt að fullyrða, að stúlkur geti ekki orðið ófrískar við kynmök hvenær sem er, því allt á sér undantekningar. Meginreglan er þó talin sú, að frjóvgun eigi sér ekki stað 11 síðustu daga tíða- bilsins, né heldur fyrsta daginn eftir tíðir hjá þeim, sem hafa tiðir með 22 daga millibili, með einum ófrjóum degi eftir tíðir fyrir hvern dag sem bilið leng- ist frá 22 upp í 28 daga. Óvar- legt er samt að treysta þessu til fullnustu, þegar bam er mjög óvelkomið. Að öðru leyti vísast til fræðsluþáttarins Pillan og líf- ið, sem birtist í VIKITNNI, 17. —21. tbl. 1969. Og enn um Trúbrot Kæri Póstur! E'g skrifa þetta bréf í von um að vesælt, fáfrótt Brotabrot geti fræðzt svolítið um nafnið, TRÚ- BROT. Það merkir að það sé brot af þeirra trú (trú getur merkt von, sbr. orðatiltækið „það er trú mín“). Trú TRÚ- BROTs er sú, að þau geti flutt góða pop-músik. Svo einfalt er það, mitt hugmyndasnauða Brotabrot! Jæja, Vika, fyrst ég er byrj- aður að skrifa þér, þá er að tína til nokkrar spurningar sem hafa verið að brenna á vörum mér: 1. Hver er vinnutaxti vinnu- skóla Reykjavíkur? 2. Hvert er heimilisfang Nínu Bjarkar Árnadóttur, skáldkonu? 3. Hvar í Reykjavík er hægt að fá linsur í stað gleraugna? 4. Hvert er heimilisfang Shady Owens? Til hljómsveitarmeðlima: Látið hárið vaxa eins og þið viljið hafa það, en farið ekki eftir því hvað nokkrir bjánar eins og Brotabrot segja. Fólk sem er 10 árum á eftir tímanum. Einn óbrotinn á Akureyri. Það er aldeilis súpa! Pósturinn leyfir sér samt að láta í ljós þá skoðun sína, að Brotabrot hafi alltaf vitað hvaða þýðingu um- rætt nafn hefur, en mergurinn málsins er sá, að honum (Brota- broti) finnst það ógeðfellt. En Pósturinn neyðist til að benda þér á, að þú leggur alrangan skilning í orðatiltækið „það er trú mín“). Von og trú er ekki það sama, enda væri það að bera í bakkafullan lækinn, sbr.: Trú, von og kærleikur. Þar að auki moraði bréf þitt allt í málfræði- Iegum ambögum. Hitt er annað mál, að Pósturinn er alls ekki frá því, að það sé svo ýkja slæm hugmynd að hljóðfæraleikarar láti skera hár sitt. 1. Fyrir pilta og stúlkur fædd 1954: 23,00 kr. á tímann. Fyrir þau sem fædd eru 1955: 20,00 kr. á tímann. 2. Hún vill ekki segja þér það. 3. Hjá Jólianni Sófussyni, Gleraugnahúsinu í Templarahús- inu, sími 21265. 4. Sama og 2. Kynorka eða kynsvöiun Kæri Póstur! í 32. tbl. VIKUNNAR gáfuð þið ráðleggingar til 19 ára pilts og vinkonu hans, varðandi kyn- ferðismál. Ég veit það, að vanda- mál þeirra er ekkert einsdæmi, svo ég hafði mikinn áhuga á að lesa það sem þig sögðuð um þetta. En eitt sló mig: Mér finnst líta þannig út, að þið rugluðuð saman kynorku og hæfileikan- um til kynsvölunar. Og þar sem ég veit töluvert um þessi mál, þá langar mig að benda á, að þetta tvennt, það er kynorka og kynsvölun, er tvennt ólíkt. Yfir- leitt er það þannig, að það er fvrir hreina vankunnáttu karl- NYT7 fRfl Rflfflfl 56 LÍTRA OFN V\EÐ UÓSI, yfir- og undirhita stýrt með hita- stilli. Sérstakt glóðarsteikar- element (grill). Klukka með Timer. ---------------------1 6 VIKAN 36- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.