Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 20
ÁSTIR FRUMSTÆÐRA ÞJÓÐA 4. ENGINH MA SAURGA HENNAR HEILAGA BLÓD Konurnar í Waha Kori hafa fullt kynfrelsi - geta valiS sér maka að vild og stofnaS til skyndihjónabanda. Allar nema dætur furst- ans. Þeirra blóð er heilagt - þær verða því að bíða og vona uns búið er að finna handa þeim einhvern prins. Viðhorf þjóða til kynlífs virðast fara mjög eftir landgæðum. Þar sem landkostir eru litlir, gætir tilhneigingar til að takmarka fólksfjölgun sem mest; það leiðir aftur af sér neikvæða afstöðu gegn kynlífinu ásamt undirokun konunnar. íbúar arbísku eyði- merkurinnar eru dæmi upp á þetta, og þar eð öll helztu trúarbrögð Vesturlanda eru upprunnin á þeim slóðum, er þessi öræfa- mórall ekki aðeins snar þáttur í kynhegðun Múhameðstrúarmanna, heldur og allflestra kristinna manna. Þar sem náttúran er gjöful þarf síður að óttast offjölgun, og þar er litið jákvætt á kynlífið og konur hafðar í sæmilegum met- um. Þannig er það víðast á Suðurhafs- eyjum, og einnig meðal ýmissa frumstæðra þjóðflokka í Indlandi. Eins og kunnugt má vera eru íbúar Ind- lands af margskonar uppruna og ólíkum. Langfjölmennastar eru þar þjóðir af indó- arískum uppruna, en þar næst Dravídar er byggja suðurhluta landsins. En þar með er ekki nándar nærri allt upp talið. í hinum fjöllóttu norð-austurjöðrum landsins lifa þjóðflokkar skyldir Tibetum og Búrmabú- um og mongólskir að kynþætti. Einn ættbálkur af þessu tagi nefnist Kon- jakar og búa í norð-austurhorni landsins, sem er að vísu háfjöllótt, en þó ekki jafn hálent og landamærahéruðin norðar og vest- ar, þar sem Himalajafjöll eru. í byggð Kon- jaka er því hlýtt, nóg regn og frjósöm jörð. Konjakar hafa orð á sér sem duglegir hermenn og veiðimenn og lögðu til skamms tíma mikla stund á höfðaveiðar, sem var mikil þjóðaríþrótt hjá þjóðflokkum í þess- um heimshluta, en hefur nú að miklu leyti verið aflögð með valdboði afskiptasamra yf- irvalda. Þó kváðu Konjakar enn eiga til að skella hausnum af fjandmönnum sínum, þegar þeir eru í sérstöku hátíðaskapi. En aftur til ástarinnar. Þótt yfirleitt sé hlýtt í landi Konjaka, eru næturnar oft svalar þarna í fjöllunum. Til að halda á sér hita yfir nóttina eru þeir vanir að setja heita ösku undir rúmin. Ungu stúlkurnar hafa fleiri ráð til að verjast kuldanum. Stundum sópa þær sam- an slatta af ösku og arka með hana heim til ungs manns, sem þeim lízt vel á. Það gefur til kynna að þær kæri sig ekki um að sofa einar þá nóttina. Svoleiðis útsláttarsemi geta þó dætur furstans, sem ríkir yfir ættbálkinum, ekki leyft sér. Þær eru tabú. Lög ættbálksins skipa þeim að þreyja þorrann og góuna unz einhver prins hefur verið útvegaður handa þeim. Og það getur tekið tímann sinn. Því er trúað að blóð furstaættarinn- ar sé heilagt, og það saurgast ef prinsess- urnar hafa kynmök við karlmenn af lægri stigum. Þetta er þeim mun sárara fyrir aumingja prinsessurnar sökum þess, að aðrar stúlkur ættbálksins mega láta og lifa eins og þær vilja. En ekki þýðir að reyna að blóta á laun, því að við hjónavígsluna, sem fer fram með mikilli pomp og prakt, er opinberlega sannprófað hvort hlutaðeigandi prinsessa Prinsessunum eru kenndar ýmsar listir, þar á með- al dans og hljóðfærasláttur. Við brúðkaupið er op- inbcrlega kannað, hvort þær hafi varðveitt jóm- frúdóminn. hafi varðveitt sakleysi sitt. Einhver elzti og virðulegasti frændi hennar, til þess kjör- inn af föðurnum, fjarlægir þá meydóms- himnuna úr skauti stúlkunnar. Þegar hann lyftir hvítu skæninu á blóðugum fingri sér, svo að allir brúðkaupsgestirnir megi sjá, er óspart klappað lof í lófa. Þótt fátítt sé, herma sögur að einstaka blóðheitum furstadætrum hafi tekizt að leika á varðmenn karls föður síns og njóta ástarævintýra. Til að sleppa skandalalaust í gegnum brúðkaupsserimóníurnar leituðu þær ráða hjá gömlum og reyndum konum, sem af lærdómi sínum gátu séð til þess að frændinn fékk að vísu blóð á fingur- inn, þótt það væri ekki nema úr hænu eða einhverju álíka óvirðulegu kvikindi. Þess- háttar brögð voru raunar gamalkunn miklu víðar um heim á þeirri tíð, er meydómur var í meiri metum en nú er orðið. Núverandi fursti Konjaka, sem situr í bænum Waha Kori, er hinsvegar ekki þess- háttar maður að auðvelt sé að leika á hann. Hann á tvær dætur, og hefur honum loks- ins eftir langa mæðu tekizt að gifta þær — þó með því að slaka nokkuð á gömlu reglunum. Því þótt strangur sé, er hann einnig mannúðlegur og sárvorkenndi stúlk- unum. Það getur nefnilega vafizt fyrir ein- um að finna prinsessum mátulega prinsa 20 VIKAN tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.