Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 8
MIOA PREIMTUIM Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngu- miða, kontrolnúmer, tilkynning- ar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höfum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 V____________________./ Septemberhefti Urvals er í þann veg- inn að koma út, fjölbreytt að fróð- legu og skemmtilegu efni eins og venjulega. Bókin segir til dæmis frá þeim sögulega atburði, þegar barni Lindberghs flugkappa var rænt. Ar- ið 1932 kom það hugum manna hvar- vetna í uppnám. Maðurinn, sem naut jafnmikillar aðdáunar og Armstrong tunglfari nú, hafði orðið fyrir óhugn- anlegum glæp. Af greinum má nefna: Ilvað er framundan í geimferðum? Staðreyndir um pípureykingar, Mestu jarðskjálftar sögunnar, Konur í So- vétríkjunum, Vinsældir stjörnuspá- dóma fara vaxandi og ótalmargt fleira. v. Fuglamál Heiðraði draumráðandi Vikunnar! Mig dreymdi eftirfarandi draum aðfaranótt 17. júní síðast- liðinn: Ég kom fram í eldhúsið mitt, og sá, að á gólfinu voru þrír fuglar. Tveir voru á stærð við sólskríkju, mjög fallegir, og þar sem þeir stóðu mjög þétt saman, tók ég eftir rauðum og hvítum röndum á vængjum þeirra. Hinn þriðji var einn úti í horni, afar aumingjalegur og með lafandi vængi. Hann var stærri en hin- ir, á stærð við skógarþröst, að mér fannst. Litlu fuglarnir tveir voru að tala saman og heyrði ég annan þeirra segja: „Við verðum að hjálpa hon- << um. Þá svaraði hinn: „Við getum það, ef við gerum það saman.“ Síðan færðu þeir sig enn nær hvor öðrum og breiddu út væng- ina, sem saman sneru, svo að úr varð sæti, sem líktist gullstól. Stóri fuglinn kom nú og settist á hina útbreiddu vængi. Litlu fuglarnir flugu síðan upp í eldhúsgluggann, sem var op- inn. Flaug þá stóri fuglinn út og sýndist mér hann orðinn frískur og fallegur. Litlu fuglarnir komu aftur, settust á sama stað á gólfið og annar sagði: „Við gátum hjálpað honum.“ „Já,“ svaraði hinn. „Það var af því að við gerðum það sam- an.“ Þar með lýkur þessum draumi, og hvað segið þið nú? Vinsamlega birtið þetta sem fyrst og hafið undirskriftina: Draumkona í Hólmavík. Þetta er nokkuð sérstæður draumur og engan veginn auð- ráðinn. Að heyra fugla tala í draumi er talið fyrir góðu, og einhvern veginn finnst okkur, að þessi draumur í heild hljóti að vera mjög hagstæður. Þar sem þig dreymir hann nóttina fyrir þjóðhátíðardaginn væri freistandi að álíta, að hann tákn- aði að rætast muni úr vandamál- um þjóðarinnar á næstunni með sameiginlegu átaki allra. En lík- legra er þó, að hann eigi við málefni dreymandans eingöngu og mundi þá tákna eitthvað svipað: Bætt kjör og betri og skemmtilegri daga. Fundvísi Mig dreymdi um daginn al- deilis prýðilegan draum, að mér fannst. Ég var ein að ráfa í bæn- um á sólbjörtum degi og þá fann ég umslag. Ég hafði ekki einu sinni svo mikið við að opna um- slagið, því að það var skítugt og óhrjálegt, enda höfðu ótal veg- farendur troðið á því. Ég stakk því í vasann og opnaði það ekki fyrr en ég kom heim. En þá varð ég heldur betur undrandi: Um- slagið var fullt af þúsundköll- um. Þeir bókstaflega ultu úr því í stríðum straumum og ég hugs- aði með mér: „Drottinn minn dýri! Ég er bara orðin rík.“ Síðan vaknaði ég. Ég var sannfærð um, að svona góður draumur hlyti að boða mér ham- ingju. En gömul og draumspök frænka mín er ekki á sama máli. Hún fullyrðir, að það sé fyrir vandræðum að dreyma að mað- ur finni mikla peninga. Er þetta rétt? Með beztu kveðju og þakk- læti. H.S.H. Því miður, frænkan hefur rétt fyrir sér. Þaff er fyrir góffu að finna eitthvað í draumi — nema peninga. Þeir boða vandræffi. í hvítum kjól meS gullspöng í hári Kæri draumráðandi! Ég hef verið að hugsa um draum sem mig dreymdi fyrir nokkru og nú langar mig að vita hvað hann merkir. Ég var að fara í brúðkaup og var ég brúðarmey í síðum, hvít- um kjól, með gullspöng í hár- inu. Er ég var að óska brúðinni til hamingju, fer hú nað gráta; ég veit ekki hvort af sorg eða gleði. Ég kraup á kén og hélt í hendina á henni en alltaf grét hún. Svo vaknaði ég. Eg vona að þú svarir mér. Jóna. P.S. Eg þekki brúðhjónin. Þessi draumur er fyrir því, aff trúlofun þín verffur endaslepp, og segir mér svo hugur, aff eins fari fyrir brúffhjónunum. Svar til Svenna svarta: Þú ættir aff halda sambandi þínu við þennan kunningja þinn svo lengi sem þér er unnt; þaff er aldrei aff vita nema þaff verffi að raunveruleika aff hann eign- ist svona mikla peninga! 8 VTKAN 36- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.