Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 43
Góð tilbreyting við dökka einlita kjólinn. Klúturinn er saumaður úr siffonefni 1x2.15 m og faldaður mjóum faldi allt í kring. Hnýtt í ein- faldan hnút, síðan er dregin upp ein lykkja og hún fest með fallegri nælu. <5 Hér er einlitur klútur notaður. Efnið er sem áður siffon og einnig 1x2.15 m. Hnýtt með stórum bindishnút og nælu fest í. Þessi hnýting fer vel við kjól, sem er hár í hálsinn (myndin efst t.h.). Klútnum vafið tvisvar um hálsinn og hnýtt lauslega með einföldum hnút. Annar endinn fellur fyrir öxlina. 0 Hér er langur klútur hnýttur mjög lauslega og langa perlufestin látin hnýtast með. Klúturinn er saumaður úr silkiefni 1.60x0.30 m og saumað saman tvöfalt. Með því að búa til einskonar höfuðform úr vliselin eða fínum stramma, er hægt að nota það sem „fóður“ inn í mismun- andi höfuðklúta og skipta þannig um hatt eftir því hvað við á. Hér er hnúturinn til hliðar rétt aftan við eyrað. Fallegur silkiklútur lagður lauslega saraan og fest með glæsilegri nælu. Getur far- ið vel, hvort sem notað er við kjól eða kápu. S6. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.