Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 22
HELGARMATHRINN ÞEIR SEM HEIMAN ÆTLA AÐ VERA UM HELGINA HAFA SJÁLFSAGT ÞEGAR ÁKVEÐIÐ EÐA UNDIRBÚIÐ HELGARMATINN, EN HINIR SEM HEIMA DVELJA ÞURFA LÍKA MAT OG HÉR ER EIN TILLAGA Gulrótasúpa 30 gr. smjörlíki 1 laulcur (saxaður) 5 meðalstórar kartöflur (brytjaðar hráar í teninga) % /<#. gulrætur (sneiddar fremur fínt) 2 teslc. salt pipar eftir smekk 1 lítri vatn Smjörlíkið brætt í potti og laukurinn brúnaður lítillega. Bætið í kartöflum, gulrótum, salti, pipar og vatni. Látið bullsjóða undir loki, en síðan á minni hita í opnum potti Pylsurúllur 8 sneiðar hvalkjöt eða nautakjöt 8 pylsur (vínar eða mið- dagspylsur) sinnep, salt, pipar 1- 2 laulcar (saxaðir) 2- 3 matslc. tómatkraftur Kjötsneiðarnar barðar og síð- an smurðar með sinnepi. Pylsa lögð á hverja sneið, sem síðan er vafin utanum og bundið með bómullar eða seglgarni. Laukurinn brúnað- ur á pönnu, síðan rúllurnar, tómatkrafti og kryddi bætt útí og vatni hellt við, svo rétt fljóti upp á rúllurnar. Soðið við vægan hita í 30—40 mín. líúllurnar teknar uppúr og þeim raðað í eldfast mót. Vatni bætt í pönnusoðið ásamt kjötkrafti eða súpu- teningum eftir smekk, síðan er jafnað út í þetta hveiti og búin til sósa sem hellt er yfir rúllurnar. Lok úr málmpappír sett yfir mótið og bakað í meðalheitum ofni 40—45 mín. Málmpappírinn tekinn af og bakað enn í 20 mín. (Hvalkjöt þarf þó ekki eins langan tíma í ofninum og nautakjöt). Tekið út úr ofninum, kartöflustöppu er sprautað í kring og grænum baunum hellt yfir. unz grænmetið er meyrt. Bæt- ið vatni í ef það vill sjóða niður. Gott er að merja græn- metið gegnum sigti, láta aft- ur í pottinn og þynna ögn. Bætið í salti og pipar eftir smekk. Einnig má fá sterkari súpu með 1—2 súputening- um. Klipptum graslauk eða persille stráð yfir um leið og súpan er borin á borð. Ávaxtaskál Þéttu lagi af smákökum raðað í botn á skál. Bezt er að nota vanillusmákökur, heimabakaðar eða bakarí- keyptar eftir ástæðum. Safa úr peru eða ferskjudós hellt yfir, ávöxtunum raðað í og rjómi eða ís settur efst. Reynið að hræra upp linað- an vanilluís, það er að segja ef þið getið fryst aftur, bætið útí brytjuðum döðlum og súkkulaðimolum. Frvstið á ný og berið fram með ávaxta- skálinni. New Orleans Múffins 1 bolli A ll Bran V-2, boUi mjólk Vo bolli dökkt síróp 1 egg y4 bolli mýkt smjörlíki Yz bolli rúsínur eða brytj- aðar döðlur 1 bolli liveiti 2I/2 tesk. lyftiduft. All Bran, mjólk og síróp látið standa unz Branið hefur sogið í sig mest alla vætuna. Bætið smjörlíki og eggi í. Hrært vel. Rúsínum eða döðlum blandað í. Lvftiduft blandað hveitinu og látið útí, hrært fljótt svo rétt blandist. Látið í smurð múffínsmót og bakað í lieit- um ofni um 20 mín. Borðað heitt. ☆ 22 VIKAN 36- tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.