Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 14

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 14
— Já. — Er Frank við? — Nei, ég á von á honum. .. . Það var lagt á. Það var táknrænt. Skjól- stæðingar Franks voru ekki af þeirri mann- gerðinni, sem gefur upp nafn, heimilisfang og símanúmer. Eftir að hafa skrifað skilaboð til Franks um að hringa til hennar, þegar hann kæmi aftur, fór hún af skrifstofunni. Mjór og dimmur gangurinn, með eina bera ljósaperu niður úr loftinu, var skelfilegur á þessum tíma sólarhrings. Hún flýtti sér að lyftunni og niður. Charlie stóð við bakdyrnar, sem lágu út að bílastæðinu. — Akið nú varlega, ungfrú Rogers. Þegar hún kom að bílnum, sneri hún sér við og veifaði Charlie, sem ævinlega fylgd- ist með henni þar til hún var komin af stað. Hann veifaði aftur, og hvarf inn í húsið. Hún settist undir stýrið og spennti örygg- isbeltið. Hún fumaði með kveikjulykilinn, þegar hún hugsaði aftur til Franks, og ósk- aði þess, að hann væri kominn. Hún saknaði hans meira að segja eftir eina klukkustund. Þá gerðist það. Broti úr sekúndu áður hafði hún skynjað manninn í aftursætinu. Kannski var það niðurbældur andardráttur- inn, kannski eitthvert hljóð, þegar hann reis upp. Hún náði aldrei að snúa sér við. Eldsnöggt skellti hann pappakassa yfir höfuð hennar og herti að um hálsinn, svo fast, að óp henn- ar kafnaði. Hún reyndi að berjast á móti, en öryggisbeltið háði henni. Einhvern veg- inn tókst manninum líka að ná taki á hand- leggjum hennar. Hún hélt, að nú væri hennar síðasta stund upp runnin, að hún myndi kyrkjast. Um höfuð h'ennar þutu ruglingskenndar hugsan- ir um alla þá hræðilegu glæpi, sem framdir höfðu verið á bílastæðum. Morð, rán, nauðg- un. -—- Róleg, hvislaði einhver fyrir aftan hana. — Ég skal ekki skaða þig. En hún hélt áfram að berjast á móti. Hún náði varla andanum, og henni fannst sem lungun ætluðu að springa. — Eg tek á þér, ef þú ert ekki kyrr! — Svona, já! Hún sá, að ekki þýddi að berjast um, svo hún hætti því, og var launað með því að auðvelda henni að draga andann. Það var réttast að hlýða þeim ókunna. Maðurinn slakaði enn á takinu. — Vertu nú bara róleg og hlustaðu á mig, þá losnar þú bráðlega! Erindið er þetta: Maður nokkur skuldar mér 200 þúsund doll- ara, og ég þarf einhvern til að sækja þá. Það er nú allur galdurinn. Þú sækir peningana, og ég borga þér vel. Fimm þúsund dollara. Hvernig lízt þér á? — Hypjaðu þig og láttu mig í friði, sagði hún reiðilega. Maðurinn herti takið undir eins. Hana sveið í hálsinn, og henni fannst sem augun ætluðu að springa út úr tóftunum. — Reyndu ekki að skipa mér fyrir. Ég get kyrkt þig, ef mér sýnist. Það tæki ekki nema eina mínútu, og síðan væri öllu lokið. Og það gildir um mömmu þína líka. Eitt símtal frá mér ætti að nægja — eins og hún er hjartveik. Svo þér er hentast að leika leikinn samkvæmt mínum reglum, ef ekki á að verða tvöföld jarðarför á morgun. Eitt símtal. .. . — Ég skal gera þetta, hvíslaði hún. — Ég lofa því. Guð, guð, bara að hann hringi ekki til mömmu. •—- Þetta vil ég heyra. Þú mátt sjálf taka fimm þúsundin þín af þessum 200. Hann strauk henni um hálsinn: — Þú hef- ur svo síétt og mjúkt hörund. Hræðslukenndin varð ákafari. — Hvert á ég að ná í peningana? - Slétt, mjúkt hörund, endurtók hann, og bætti svo við: — Aktu nú heim eins og góð stúlka. Þeg- ar tími er til kominn að sækja peningana, geri ég þér viðvart. Skilurðu? Hún kinkaði kolli. •— Eitt enn, sagði maðurinn, með meiri hörku í röddinni. — Ef þú ferð til löggunn- ar, geturðu allt eins stanzað við kirkju á leiðinni og pantað jarðarför. É’g hef sam- bönd, svo ég kemst að því, ef þú kjaftar. Nú fer ég. Teldu upp að 20 og lyftu svo kass- anum. Ég er með byssu, og hef þig í sigti. Svo hvíslaði hann: — Ég vona, að þú verðir lifandi á morgun líka. Þú ert alltof sæt til að deyja. Hawk gekk löngum, léttum skrefum frá bílastæðinu heim að lögreglustöðinni. Barney beið hans við bakdyrnar. Barn- ey Carlson. — Þú kemur eins og þér hafi verið skotið úr fallbyssu, Hawk. — Þetta finnst mér líka, svaraði Hawk. Hann var hávaxinn, axlabreiður og um það bil 30 ára. Andlit hans var fyrst og fremst athyglisvert vegna örsins yfir vinstra aug- anu og hálfluktu hægra auga. Þar að auki voru augu hans næstum óeðlilega dimmblá. Barney hélt áfram: — Hún er ekki erfið. Virðist segja satt. Starfar fyrir ungan málflutningsmann, Frank Mitchell. Hún býr ein í íbúð. Móðir hennar er á hvíldarheimili fyrir hjartasjúkl- inga, og getur farið þá og þegar. É’g gáði í safnið. Aldrei dæmd eða grunuð. Barney var nákvæmur, og það þótti Hawk gott. Þar að auki gerði hann hvað sem hann var beðinn um. Hinar veiku hliðar hans voru slæmur fjárhagur og konur. —- Hvernig er með lögfræðinginn? spurði Hawk. — Hann er líka hreinn. Hann hefur verið í glæpavörnum í fimm ár, en hefur enn ekki fundið neina gullnámu. Hann býr hjá föð- ursystur sinni. Þeir gengu inn, og Barney hélt áfram: — Hún fór beint heim, en fór síðan út bakdyramegin, þar sem komizt verður út í almenningsgarð. Hún fór gegnum hann og tók leigubíl. Þeir fóru gegnum herbergi einkaritarans og inn á skrifstofu Hawks. Helen Rogers sat framan við skrifborðið. Þegar hún heyrði þá koma, sneri hún sér við eins og hún ætti ills von. Hawk hikaði; hann hafði ekki búizt við svona aðlaðandi konu. f hans starfi voru konurnar venjulega eins og ójarðneskar nornir. Hún var ekki beinlínis falleg, en bar sig vel og geislaði af einhverju eftirtektar- verðu. Sérlega varð honum starsýnt á augun í henni, sem voru grænleit og mjög fögur. Barney sagði: — Þetta er Hawkins varðstjóri, ungfrú Rogers. Hawk kinkaði stuttlega kolli og gekk að stólnum sínum. — Ég þakka yður fyrir að þér skylduð koma strax, ungfrú Rogers, sagði hann. — Flestir koma alls ekki. En þér hefðuð átt að hringja fyrst. Mögulegt er, að yður hafi ver- ið veitt eftirför hingað. - Það er óhugsandi, sagði hún í flýti. —• Hann hefði ekki getað elt mig í gegnum garðinn, án þess að ég veitti því athygli. Mér datt í hug að hringja, en ég var hrædd um, að hann hefði kannski komið hlerunartækj- um á símann. Þess utan hefðu allir mínir grannar heyrt til mín; veggirnir eru svo þunnir. Hún virti Barney Carlson vandlega fyrir sér. Frank hafði kennt henni að reyna að gera sér strax hugmynd um þær manngerðir, sem hún átti viðskipti við. Henni gazt vel að svip hans og rósemi. — Þér hafið verið valin til milligöngu, ungfrú Rogers. Það getur verið varðandi barnsrán eða fjárkúgun. Ég skil vel, að yð- ur sé ekki rótt. Þannig færi flestum.... Hún rétti úr sér og sagði fastmælt: — Ég hélt ég myndi deyja, þegar hann snaraði kassanum yfir höfuðið á mér. Mér er ekki mjög hræðslugjarnt, en. ... — Við höfum látið rannsaka kassann á rannsóknarstofu okkar. Þetta var venju- legur pappakassi án sérstakra kennimerkja. Nú, maðurinn krefst þess sennilega, að þér opnið peningaböggulinn um leið og þér haf- ið fengið hann, til að ganga úr skugga um, að í honum séu peningarnir en ekki gömul dagblöð. Fram til þess þarf kúgarinn ekki að gefa sig fram. Hann sá, að hnúar hennar hvítnuðu, og gerði sér far um að tala eins eðlilega og hon- um var unnt, til að róa hana. Þér eruð eini sambandsliður okkar við þetta mál, ungfrú Rogers. Hvert svo sem fórnarlambið er, hefur það ekki gert vart við sig. Það er altítt, að svo sé farið að. Menn álíta, að þá verði þeir sjálfir eða þeirra nán- ustu myrtir. Stundum eru þeir líka hræddari við lögregluna en kúgarann. Hann hikaði, áður en hann hélt áfram: — Þetta var hin hugmyndafræðilega hlið máls- ins. Nú komum við að hinni hagnýtu. Ég veit, að ég krefst mikils af yður, en. .. . — Á ég um nokkuð að velja? greip hún fram í fyrir honum. — Hann veit allt um mömmu mína. Hún getur dáið hvenær sem er. Minnsta áfall myndi nægja. Við höfum alltaf verið mjög nákomnar. Hún hækkaði röddina reiðilega: — Þar að auki hef ég hitt svo marga afbrotamenn í starfi mínu, að ég er farin að hata allt það, sem þeir eru fulltrúar fyrir, svo jafnvel þótt það versta kynni að gerast, ætla ég að hjálpa til við að fletta ofan af manninum. Hún þagnaði snögglega, og bætti svo við eftir smástund: — Hann sagðist hafa sam- bönd. Hann sagðist myndu frétta, ef ég færi til lögreglunnar. Hræðslutækni. Það er vaninn. Af slíku fréttum við einu sinni í viku. Eigið þér fleiri ættingja en móður yðar? Föður? Hún leit undan: — Hann fór frá okkur, þegar ég var nýfædd. Fari hann til hel- vítis, hvar sem hann er. Hawk leit hvasst á hana, og hún flýtti sér að bæta við: — Mamma vann eins og þræll alla ævi, þar til hún fékk hjartaslagið, til 14 VIKAN 36 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.