Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 11

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 11
inni í haust, eins og gefur að skilja, en mig langar að halda þularstarf- inu eitthvað áfram. — Hlutverk „klippara" er f raun- inni ekki annað en að klippa þær filmur sem stofnuninni berast, inn- lendar og erlendar, ef með þarf. Nei, maður er ekki með skærin á lofti, heldur er þetta gert í sérstöku borði, nokkurs konar vél, sem sam- ræmir tón og tal. Þetta getur verið töluverð þolinmæðivinna, en þó nokkuð skemmtilegt. Fyrsta árið sem ég var hjá sjónvarpinu var svo skemmtilegur „mórall" þar, að mað- ur var að vinna fram á rauða næt- ur. Einu sinni kom ég t. d. ekki heim fyrr en klukkan sjö um morg- uninn. Nú er þetta breytt. Fólk er farið að líta mikið meira á það sem starf en leik, og þegar svo er komið hafa fáir ánægju af því sem þeir eru að gera. Þá er hlutverk „klippara" einnig að vinza úr filmunum það sem ekki er þörf fyrir að sýna — og stundum það sem má ekki sýna. Stundum vinnum við sjálfstætt, og stundum Framhald á bls. 33. Þau Ása og Jóhannes eiga margt gamalla og skemmtilegra muna, eins og til dæmis stóra skáp- inn til hægri á myndinni. Mér fannst það alls ekki svo hörmu- legt, því á margan hátt Ifkaði mér betur í hlaðfreyjustarfinu. Maður kynntist fleirum við það, og það var ekki nærri eins mikil spenna. Ég man sérstaklega eftir einu dæmi um mikla spennu í fluginu. Við vorum að koma frá Luxemburg, að mig minnir, og lentum í mjög slæmu veðri. Auðvitað voru allir spenntir niður í sætin, og flugfreyj- urnar líka, því það var hreinlega ekki stætt í vélinni. Ég var hrædd, ofsahrædd, og bað faðirvorið hvað eftir annað. Allt fór þó vel að lok- um, en á eftir fórum við flugfreyj- urnar að tala um þetta, og þó kom í Ijós að við höfðum allar brugðizt eins við: Beðið til Guðs. Og ég veit fyrir víst, að margir farþeganna, sem sumir telja sig færa í flestan sjó, gerðu það sama. Þess vegna tek ég ekki of mikið mark á þeim sem segja að þeir séu trúlausir, því á örlagastundu leita allir til þess sama. — Nú, svo var það ein vinkona mín sem afhenti mér umsókn fyrir þularstarfinu hjá Sjónvarpinu, sagði mér að fara með hana heim og hreinskrifa hana. Ég gerði það og var ráðin. Þetta var mánuði áður en ég hætti að fljúga, svo maður var ekki fyrr búin að fá jarðsam- band en það var eins og blátt strik upp í Sjónvarp. — Það var nefnilega þannig, að um svipað leyti og var verið að þjálfa okkur þulurnar, vantaði „klippara" í kvikmyndadeildina. Ég hafði talað við Magnús Bjarnfreðs- son, sem sá um að æfa okkur, um að hann útvegaði mér einhverja vinnu á jörðinni. Hann kom mér í þetta og ég er í þvi enn. Þó reikna ég með að hætta á kvikmyndadeild- Sylvette Picassos, Jóhannes, Ása ♦ og Kristín af Mílanó. Allt saman myndarfólk. Ása Finnsdóttir, sjónvarpsþula, klippari og húsmóðir. : :V:' se. tbi. vikan 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.