Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 18

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 18
Henni var fyrir iöngu orðið Ijóst, að hún væri ekki falleg stúlka. Uppgötvunin hafði verið þungbær, en hún hafði einsett sér að horfast í augu við sannleikann. Hún var þrjátíu og þriggja ára gömul, ekki falleg og vissi það. Piccolóinn, sem átti að vísa henni á herbergið í stóra Miami- strandhótelinu, flautaði meðan lyftan brunaði hljóðlaust upp á tíundu hæð. Hann flautaði enn, á meðan hann opnaði lyftudyrn- ar, vék til hliðar og lét hana ganga á undan sér! — Þetta er gott herbergi, sagði hann, — það bezta á þess- ari hæð. Það eru svalir, sem snúa út að hafinu. Hann var ekki meira en nítj- án ára, rauðhærður strákur með alltof frekjulegt augnaráð. — Er þetta í fyrsta skipti, sem þér komið til Miami? spurði hann. — Nei. — Hafið þér verið áður hér á hótelinu? —■ Nei, sagði hún aftur. — Eg hef verið á mörgum öðrum hót- elum hérna. Eg kem hingað á hverju ári. — Aha, sagði piccolóinn og virti hana fyrir sér frá hvirfli til ilja. — Þér getið reitt yður á, að þetta er fyrirtaks hótel. Þegar hann hafði komið ferða- töskunum fyrir í herberginu, brosti hann og sagði: —- Þér eruð giftar, er það ekki? — Nei, svaraði hún stuttlega. •— Eg er ógift. —- Það hlýtur að vera ósköp einmanalegt fyrir svona fallega stúlku að ferðast ein- Hún leit snöggt til hans. Lyg- in leyndi sér ekki í augum hans. Hún var eins og fugl, sem var reiðubúinn að hefja sig til flugs. — Ef þér, eh, ég meina, ef yð- ur finnst þér vera of einmana, þá skuluð þér bara hringja nið- ur í afgreiðsluna og spyrja eftir mér. Eg heiti Johnny. Eg er allt- af reiðubúinn til að koma upp og . . . eh . . . halda yður uppi á snakki. — Takk, sagði hún kuldalega. Hún var með fjórar ferðatöskur og hafði lesið einhvers staðar, að piccoló ætti að fá 25 cent fyrir hverja tösku. Hún gaf aldrei meira en hún þurfti með. Hún tók upp dollaraseðil og rétti honum. — Takk, sagði hann og brosti. — Er annars nokkuð, sem ég get gert fyrir yður? — Nei, takk. — Ef þér flýtið yður dálítið, þá ættuð þér að geta brugðið yð- ur í laugina fyrir hádegi. — Takk, sagði hún. Hann staðnæmdist í dyragætt- inni og endurtók: Ég heiti Johnny. Síðan fór hann. Jafnskjótt og hún var orðin ein, fór hún að taka upp úr ferðatöskunum. Þannig hafði þetta verið á hverju ári. Ein hafði hún ekið til flugvallarins. Ein hafði hún setið í flugvélinni á leiðinni. Ein hafði hún tekið sér leigubíl frá flugvellinum. Á hverju ári nýtt hótel. Alltaf ein. Stúlka, sem ferðast ein. Hún gat ekki slitið hugann frá lygi piccolósins. Henni var fyrir löngu orðið ljóst, að hún væri ekki falleg stúlka. Uppgötvunin hafði verið þungbær, en hún hafði einsett sér að horfast í augu við sannleikann. Hár henn- ar hafði ósköp venjulegan, brún- an lit, og hún gat ekki fengið það til að gljá, hversu mjög sem hún revndi. Augu hennar voru grá, nefið of langt. munnurinn of lítill og vöxturinn: Ja, það var eins og hún hefði verið skakkt saman sett einhvern veginn. Nei, falleg var hún ekki. Og það var varla hægt að kalla hana stúlku lengur. Nú var hún 33 ára, næsta ár mundi hún verða 34, og svo 35 ■— og 40! Og alltaf ein. Ekkert hljóð heyrðist í her- berginu nema þetta eilífa suð í loftræstivélinni. Hún flýtti sér að koma sér fyrir, hengdi kjól- ana upp og gekk síðan út á sval- irnar. Hún sá niður í djúpbláa sundlaugina, sem var beint fyrir neðan gluggann hennar. Jafnvel hér uppi á níundu hæð gat hún heyrt skvaldrið í fólkinu. Það hvarf við og við, niður hafsins fyrir utan hótelið yfirgnæfði það um stund, en óðara heyrðist það aftur. Það virtust vera margir þarna niðri: marglitur sægur af baðgestum og margir, sem hvíldu sig makindalega í hæg- indastólum. Hún gat næstum séð hitann, sem hékk yfir sundlaug- inni - - fann vott hafsaltið stinga sig í varirnar. — Skyldi það nú gerast? Skyldi einn af mönnunum, sem sat þarna niðri og sólaði sig, vera maðurinn? Hún varð skyndilega ævareið við tilhugsunina um það, að sumir skyldu frá fæðingu hafa fegurð og yndisþokka til að bera, en aðrir ekki. Hún bölvaði fegurðarsmekk sínum, hug- myndum sínum um, hvernig maður hennar ætti að vera — bölvaði góðu stöðunni sinni, háu laununum sínum, af því að þau gerðu henni erfitt um vik að bindast manni, sem vann fyrir minna kaupi en hún sjálf. —■ Hvers vegna þurfti þetta allt saman að vera svona erfitt, hugsaði hún. Hún þekkti fjölda kvenna, sem voru ekki hið minnsta betri en hún og samt voru þær giftar og áttu börn og lifðu því lífi, sem allar konur vilja lifa og eru fæddar til. Til hvers var hún eigin- leva fædd? Henni fannst skyndilega, að piccolóinn hefði verið slæmur fyrirboði. Tilgangur hans fór ekki á milli mála, — hann hefði heldur aldrei þorað að gefa svona greinilega í skyn, hvað hann hafði í huga, ef hún hefði í raun og veru verið falleg stúlka. Falleg stúlka naut virð- ingar, sem ósköp venjuleg kona gat ekki reiknað með. Ósköp venjuleg stúlka var alltaf ein, og það fundu karlmennirnir þegar í stað. Það var engum erf- iðleikum bundið að finna sér fé- laga til einnar nætur. Hún hafði haft heilan hóp af slíkum, síðan hún steypti sér út í þetta. Hún var þá 26 ára og mundi greini- lega örvæntinguna, sem hún varð skyndilega gripin, — ótt- ann við, að lífið mundi renna henni úr greipum, án þess að nokkuð gerðist, — hræðsluna við að deyja sem gömul og skorpin jómfrú. Síðan höfðu verið margir aðrir, og nú þekkti hún út og inn hvernig þetta hófst, kunni formálann utanbók- ar, eins og til dæmis: — Hvað ætlar svona falleg stúlka að gera í kvöld — alein? — Hvernig væri að fá sér eitt glas uppi hjá mér? — Komdu nú, vinan. Það er hvort sem er engu að tapa fyrir þig — er það? Þetta var meira og minná augljóst, en alltaf eins, alltaf þetta sama upp aftur og aftur. — En í þetta skiptið verður það öðruvísi, sagði hún við sjálfa sig. — Hið eina sem ég vil er að eignast mann, sem ég má unna. Nei, nú ætlaði hún ekki að standa hér lengur í dapurlegum hugleiðingum. Hún flýtti sér að fara í bað- fötin og fór með lyftunni niður til sundlaugarinnar. Um kvöldið, þegar hún sat ein við barinn, fann hún, að hana sveið í andlitið. — Hún hafði þó ekki legið of lengi í sólinni? Þetta var jú fyrsti dagurinn. Síðan varð henni hugsað til þess, að það mátti kallast heppni, að hún hafði ekki tilhneigingu til að verða rauð eins og nýsoð- inn humar. Hún varð fallega brún smátt og smátt og sú var tíðin, að hún vonaði að hún virt- ist meira aðlaðandi, þegar hún var sólbrún. Nú var hún löngu hætt að trúa á þetta. En þó var grunsamlegt, hvað hana sveið í húðina. Skyldi hún verða and- vaka í nótt? Hún tók upp vindling, sat andartak og rótaði í veski sínu í leit að eldspýtum. Maðurinn, sem sat við hlið henni, kveikti 18 VTKAN 36- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.