Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 47

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 47
ingunum 1963. Tapaði hann nokkrum dýrmætum atkvæð- um, og Friðjón varð af upp- bótarþingsætinu. Var svo brugðið á það ráð að fela Braga Sigurjónssyni efsta sæti framboðslistans í kosn- ingunum 1967, er Friðjón gerðist afhuga stjórnmála- baráttunni nyrðra, og olli miklu um þann trúnað sigur Alþýðuílokksins í bæjar- stjórnarkosningunum á Akur- eyri 1966. Kaus Bx-agi þá að víkja úr Öruggu sæti í hæpið, en náði kosningu og óx mjög í áliti af því framtaki. Vegn- aði honum og prýðilega í al- þingiskosningunum 1967. Al- þýðuflokkurinn bætti við sig 345 atkvæðmn í Norður- landskjördæmi eystra og bar úr býtum aðeins 214 færri en Alþýðubandalagið. Varð Bragi Sigurjónsson landskjör- inn og hefndi þannig sköru- lega ófaranna 1963. Naut liann þess einkum að hafa barizt sleitulaust fyrir flokk sinn árum saman í fjölbýlum og víðlendum héruðum. Hæfni Braga er ótvíræð. Hann er ritfær í bezta lagi, -en þótti framan af helzt til ádeilugjarn og jafnvel heift- rækinn, er hann mundaði pennann, en sá löstur hvarf smám saman úr fari hans. Hins vegar getur varla hóg- værari og kurteisari ræðu- mann en Braga. Hann rekur málefni af stilltri einurð, en lætur aldrei skerast svo í odda, að liætt sé við ofstæki. Finnst ýmsum hann tregur til þess vopnaburðar, sem vænta mætti af atgervi hans, en Braga gafst vel jafnvægið og festan. Hann berst og lítt á í hópi samherjanna, en reyn- ist þéttur í lund, staðfastur og ákveðinn. Var hanix fyrr á ármxx í róttælcasta fylkingar- arnxi Alþýðuflokksins og næsta andvígur íhaldssöm- ustu og hæglátustu foringjum hans. Átti Bragi þá samleið með Hannibal Valdimarssyni, en datt hvorki í hug að treysta kommúnistum né hyggja á náið vinfengi við Framsóknarflokkinn. Sat lxann því sem fastast kyrr í Alþýðuflokknum, þegar Hannibal rann gönuskeiðið þaðan yfir til Alþýðubanda- lagsins. Vandi Bi-aga xxú er einkum tillitssenxi hans við Gylfa Þ. Gíslason. Þeir eru nánustu félagar í þingliði Al- þýðuflokksins, en munu sanxt ekki raktir skoðanabræður. Gylfi er hrifnæmur og fljót- fær í saixxskiptuxxx við keppi- nauta og andstæðinga, ef hoixuixx geðjast að þeiixx á líð- aixdi stmxd, en Bragi tortrygg- inn og varfærinn. Kamx því svo að fara, að Bragi Sigur- jónssoix muixi eiga drjúgan þátt í að slíta tryggðaband núverandi ríkisstjórnar, ef honum finnst allt í einu nxál til koixxið að raska vináttunni á kærleiksheimili Gvlfa og Bjarna. Bragi er saxxnfærður jafnaðarmaður að lífsskoðun og kýs öðrum þingfulltrúunx Alþýðuflokksins fremur sam- einingu um hugsjónir og úr- ræði vinstri stefnu. Hamx un- ir raxmar stjórnaraðild sæxxxi- lega, eix ekki af þeinx var- hugaxærða hégómaskap, sem einkennir marga samherja hans. Bragi Sigui-jónsson læt- ur máiefni ráða afstöðu sinni og er vís að taka rækilega af skarið, ef hann telur Alþýðu- flokkinn elta Sjálfstæðisflokk- inn of langt til hægri. Hann er einlægur íxxálsvari vinn- andi fólks til sjávar og sveita og fyrirlítur tildur borgara- stéttarimxar, drottnunargirni hennar og spillingu. Bragi virðist lengi að sækja í sig veður, en i'eynist glöggur á áttir. Vinstri öflin í Alþýðu- flokknunx hafa því traust á honum, þrátt fyrir hæglæti hans og hófsemi. Bragi Sigurjónsson á til að vera ráðríkur, en hann nxetur gjaman sjónarmið og viðhorf af jafnvægi'i íhygli og bregzt drengilega við í'ökstuddri gagnrýni. Hann þekkir xxxæta- vel kjör og hugsuixarlxátt kjós- enda sinna og umbjóðenda og er opinskár og hreinskiptinn. Hins vegar er haixn einrænn að lundarfari og seintekinn í kymxingu, en vex í áliti, þeg- ar á reynir, og fær orð fyrir raunsæi og sjálfstæði. Gerist hann því farsælli í starfi og ásetningi ýmsunx þeirn, er státa af ríkari glæsimennsku í veizlum eða á málþinguixx. Ennfremur er Bragi glöggur á táp og fjör djarfrar og teitr- ar æsku, sem álítur framtíð- arríki jafnaðarstefnuixnar vei'kefni frenxur en draunx- sýn. Hann nxyndi því fagna nýjum og heitunx straumum í lygnt stöðuvatn íslenzkra stjórnmála, þar seixx fátt er Framhald á bls. 41 36. tbi. YIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.