Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 24

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 24
LJOSMYNDIR: BJÖRN BJÖRNSSON OG JÖHANNES LONG Einn af örfáum sólskinsdögum í júní- mánuði kom hópur sjónvarpsmanna upp að Keldum í Rangárvallasýslu. Tilgang- ur fararinnar var að taka nokkur atriði úr leikritinu Hrólfur eftir Sigurð Pét- ursson, en það verður væntanlega sýnt síðar í þessum mánuði. Keldur er þekktur sögustaður úr Njálu, eins og kunnugt er. Þar bjó Ing- gjaldur Höskuldsson, sem frægur varð fyrir að bregðast Flosa í aðförinni að Bergþórshvolsfeðgum. A Keldum er gamall skáli, sem talinn er elzta bygg- ing sinnar tegundar á Islandi. Keldna- bærinn er til sýnis íyrir vegfarendur og þar er eins konar minjasafn, sem gefur góða hugmynd um húsbúnað og lifn- aðarhætti frá fyrri tímum. Og leikritið Hrólfur eftir Sigurð Pétursson er með elztu leikrituin, sem til eru á íslenzka tungu. Það var flutt í Þjóðleikhúsinu í hitteðfyrra. 1 sjónvarpsgerð þess eru leikendur hinir sömu og þá, en að því undanskildu er uppfærslan ný og sniðin fyrir sjónvarp. Það var mikið um að vera þennan sólskinsdag að Keldum, og líklega hef- ur ekki í langan tíma verið jafn líflegt um að litast þar. í hópnum voru alls tíu manns: Leikararnir Bessi Bjarna- son og Jón Aðils, Flosi Olafsson, leik- stjóri, Andrés Indriðason, sem stjórnar upptökunni, aðstoðarstúlka hans, Sig- rún Dungal, leiktjaldamennirnir Björn Björnsson og Jóhannes Long, Þórarinn Guðnason, kvikmyndatökumaður og Oddur Gústavsson, hljóðupptökumaður. Unnið var af kappi allan daginn, en at- riðin taka þó ekki nema 6—7 mínútur, þegar búið er að klippa þau og vinna. Þetta gefur nokkra hugmynd um þá geysilegu vinnu og tíma, sem gerð kvik- mynda og sjónvarpsþátta útheimtir. Þeim atriðum, sem tekin voru á Keld- um, verður skotið inn í leikritið, sem að öðru leyti verður tekið í sjónvarps- sal. Það gekk á ýmsu við tökuna og mörg vandamál komu upp, sem leysa þurfti á augabragði. Leikritið gerðist um vet- ur, svo að tína þurfti öll sumarblómin; breiða þurfti grasmottur yfir útihús, sem sáust í fjarska og svo mætti lengi telja. Hestar voru fengnir að láni í Gunnarsholti og Flosi Ólafsson, sem er mikill og snjall hestamaður, reið þeim að Keldum. Þegar kvöldsett var orðið á þessum sögufræga stað, tóku sjónvarpsmenn saman allt sitt hafurtask og héldu aftur í bæinn eftir skemmtilegt kvikmynda- ævintýri. Arangurinn af starfi þeirra birtist okkur á skerminum áður en langt um líður. ☆

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.