Vikan


Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 48

Vikan - 04.09.1969, Blaðsíða 48
Þegar hann sá að faðir Massaret virtist ekki hlusta á hann hélt hann áfram að beita orðum sinum til Monsieur de Loménie. — Þú sérð að bað var ekki umflúið. Við komum.... og við sáum ... endurtók hann með sjálfum sér. Og hvaða álit hefur faðir Masserat, á bræðralagi Jesúsar, á þessu öllu saman? Faðir Masserat lætur sem hann skilji ekki. Og veiztu hversvegna, kæri Loménie? Vegna Þess að þetta sé allt ofan hans skilnings. Já, hann hefur þegar ákveðið sig um þetta. Meðan við létum svæfa okkur í þessu svikaandrúmslofti, hafði hann þegar ákveðið sig. Hann var hættur að leggja fyrir sig þá spurn- ingu, sem nú kvelur okkur tvo. Spurninguna, sem nú virðist næstum brjálæðisleg: HVER ER HtJN? Hver er hún? Kvendjöfull? Gleðidrós? Norn? Er hún skaðlaus? Eða situr hún á svikráðum við okkur? Hann er fullkomlega hamingjusamur, því guðfræðin hans hefur að minnsta kosti gert honum ljóst, svo ekki verður um villzt að þetta mál er utan hans skilnings og hann getur ekki.... Nei, hann má ekki vera svo ósiðsamur að blanda sér í það. Svo hann stingur neíinu ofan í bæna- skrudduna sína. Faðir Masserat, segðu mér nú, hef ég rangt fyrir mér? Monsieur d'Arreboust hafði hækkað röddina smámsaman meðan hann hélt þessa ræðu, án Þess að taka eftir því og orðin héngu eins og nokkr- ar sekúndur í kristaltæru loftinu, en dóu síðan út i stuttu bergmáli. Faðir Masserat leit eins og undrandi á vini sína tvo og brosti svo snöggt og vingjarnlega. Enginn mvndi nokkru sinni fá að vita hvort Arreboust hefði hitt naglann á höfuðið eða hvort Jesúiítinn hefði þvert á móti álitið árás hans græskulausa kímni eða hvort hann haíði í þriðja lagi alls ekkert heyrt af þessu, þvi hann var oft mjög annars hugar. Hann sneri sér aftur að bænabókinni og gekk hljóðlega í burtu og bærði varirnar meðan hann las. Monsieur d'Arreboust yppti öxlum með uppgjafarsvip: — Svona eru Jesúítarnir, sagði hann. — Samanborið við þá var Pontíus Pilatus altarisdrengur. — En í raun og veru er það faðir Masserat, sem hefur síðasta orðið, sagði Monsieur Loménie. — Því þótt ég tilheyri reglunni hef ég hvorki þjálfun né gráðu Jesúita. Þeir eru þjálfaðir til að dæma i ljósi heilags anda, kringumstæður, sem eru of flóknar fyrir venjulegan leikmann. Og þegar allt kemur til alls var það erindi föður Masserat hingað. — Hann segir ekkert og það veiztu, svaraði d'Arreboust drungalega. — Hann hefur fundið sér góða ástæðu til að þegja og Þá togast ekki meira upp úr honum. En er það ekki sönnun þess að við höfum ekkert að óttast af hendi þessa fólks? Hefði faðir Masserat álitið þau tor- tryggileg eða þau væru hættuleg fyrir sálir nýlendu okkar eða öryggi trúboðsins, hefði hann sagt ykkur það. Hann hefði mótmælt því sam- komulagi, sem við erum nú að gera. —• Þú kannt að hafa rétt fyrir þér, en það getur einnig verið, að hann álíti sig ekki nógu sterkan til að standa uppi í hárinu á okkur, að við myndum ekki hlusta á hann, af Því við erum undir áhrifum húsmóðurinnar. Það getur verið, að hann ætli að bíða þangað til við .komum til Quebec, áður en hann kveikir i púðurtunnunni og segir að allt málið angi af brennisteini og bölvun og við verðum að gjöreyða þessum glæpamönnum, öllum sem einum, nema við viljum eyðast með þeim, ásamt öllu hinu katólska Kanada. Þá værum við þokkafuglar að því er virtist. Gott ef ekki galdramenn sjálfir. Jesúítamir yrðu frels- arar ásamt föður Orgeval og heilögum Mikjáli erkiengli. . .. — Hvernig á að dæma um það hvort manneskja, sem ætti að haga sér á einhvern brjálæðislegan hátt, er galdranom eða púki? spurði Loménie hugsi. — Hún er mjög fögur og í raun og veru er fegurð hennar mjög tortryggileg vegna þess hve hún er óalgeng. En er fegurð nokkurntíman óalgeng? — Nornir geta ekki grátið, sagði Monsieur d'Arreboust. -— Hefurðu nokkru sinni séð hana gráta? 48 VIICAN »• tbL — Nei, svaraði Loménie, djúpt snortinn, þrátt fyrir betri vitund af tilhugsuninni um það. — En hún hefði trúlega ekki látið mig sjá það.. . — Það er einnig sagt að nornir íljóti, ef þeim er kastað í vatn. En það er dáiítið erfitt fyrir okkur að prófa Madame de Peyrac á þann hátt. Hann brosti dauft, þegar hann litaðist um. —• Það er ekki nóg vatn, það er allt gaddfreðið, muldraði hann. Loménie greif leit á hann skelfingu lostin, þvi hann hafði aldrei vitað hann taka sér þesskonar fyndni í munn fyrr. Monsieur d'Arreboust baðst fyrirgefningar og bar þvi við, að harð- neskjan í landslagi, veðurlagi og hans eigin áhyggjur gerðu hann beiskan í lund. Hann ætlaði að nota sér þetta góða veður ti.l að fara í stutta gönguferð. Loménie sagðist ætla að fara heim aftur, biðja til guðs og leita ráða hjá honum. Hertoginn gekk niður að vatninu. Hann átti erfitt um gang, því stigarnir um nágrennið voru ekki annað en hálar rennur, þröngir troðningar höggnir með spaða eða öxi, lágu sumir að frosnum lindum, aðrir að hreysi Macollets, aðrir að verkstæðunum, hesthúsunum, skotæfingasvæðinu og veiðisvæðinu og sumir lágu ekkert sérstakt, það er að segja í átt til hins umlykjandi skógar. Eftir að skripla og renna til, náði þessi virðulegi Quebecbúi niður að vatninu, þar sem hægt var að ganga fram og aftur á bökkunum á harð- fenni. Smám saman hafði myndazt þar klakaður slóði og á góðviðris- dögum eins og þessum mátti sjá verur á hægum gangi í sólskininu, fylgja þessum viðsjárverðu slóðum í áttina að sjóndeildarhringnum, síðan snúa til baka, þegar komið var að fjarri enda vatnsins að þeim ókleifu fönnum, sem þar voru. Þegar hertoginn kom að vatnsendanum varð hann hugsi, þegar hann kom á staðinn þar sem hann hafði nærri látið lífið. Hann minntist máttleysisins og uppgjafarinnar, sem hann hafði reynt, þegar hann lét fallast örmagna í snjóinn og ónotatilfinningu kuldans, þegar næturloftið boraði sér ofan í lungu hans eins og kaldir steinfleygar og hann hafði hugsað: Guð, láttu það taka fljótt af! Síð- asta tilfinningin, sem hann mundi var einskonar bruni á gagnaugun- um, þegar snjórinn féll á andlit hans og hann vissi að andlitsdrættirnir höfðu þegar stirðnað .í ískalda grímu og myndu aldrei hreyfast framar. Hann gat ekki útskýrt þennan dauða dvala, sem færzt hafði yfir þá fremur en hann vissi hvernig það atvikaðist, að þeim var bjargað og þeir leiddir aftur til lífsins. Það virtist allt vera hluti af staðnum sjálf- um, af þessu grimma landi, og Peyrac hafði gerzt svo frekur að setjast hér að. Það hlaut að vera þannig, að þegar menn kæmu til Wapassou kæmu þeir inn á einkennilegt svæði fullt af viðsjárverðum földum snörum. Hann gat ekki útskýrt þetta, en þó varð það skylda hans að gera það, að minnsta kosti litast vel um. Þau fyrirmæli hafði hann fengið í Quebec. Hann minntist þess hve óvænt og hve lítið í samræmi við venjulegt varfærniseðli Monsieur de Loménie ákefð hans hafði verið, fyrir fólk- inu í Katarunk. Hann talaði með töiuverðum hlýhug til að eyða með ofbeldi og sem hann nú taldi sig meiri mann af að mega telja meðal vina sinna. Hann hafði fagnað því innilega að finna þau enn lífs, þeg- ar ailir aðrir höfðu íagnað því hve auðveldlega tókst að koma þeim fyrir kattarnef í höndum Iroka og þótt hann talaði ekki um Madame de Peyrac með sama hástemmda ofstækinu og Lautinant Pont-Briand. hafði hvað eftir annað augljóslega komið fram, að hann mátti ekki heyra henni hallmælt. Og Frontenac var fijótur að snúast á hans sveif. En Frontenac var nú lika örgeðja og hann hafði gaman af tviskiptum vandamálum eins og konum og hann fyrirleit Jesúítana; þar að auki hafði skipun hans sem landsstjóra i Kanada fremur verið hugsuð sem ónáð en heiðurs-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.