Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 3
31. árgangur - 37. tölublaS - 11. september 1969
i ÞESSARI VIKU
ViS höfum þegar heimsótt tvo sjón-
varpsþuli, Sigriði Rögnu Sigurðardóttur og
Ásu Finnsdóttur. Þá er aðeins ein
af þessum vinsælu stúlkum eftir. Það er
Kristín H. Pétursdóttir, sem er bókavörður að
mennt. Við segjum nánar frá lífi hennar
og starfi í næstu Viku.
„Sumarbú í eyðibyggð", nefnist grein
um Ofeigsfjörð á Ströndum. Áður var þar
blómleg byggð, en nú er fjörðurinn
í eyði, að því undanskyldu, að á sumrin
fyllist hann af lífi og fjöri. íbúarnir leita þá
á gamlar slóðir aðallega til að nytja
selinn.
„Líkamleg þjálfun er ekki aðal-
atriðið", segir Anders geimfari í einkavið-
tali við Vikuna. Anders kom hingað til
lands fyrir skömmu eins og kunnugt er og
hélt m. a. fyrirlestur í Háskóla íslands.
Vikunni tókst að fá einkaviðtal við hann að
loknum almennum blaðamanna-
fundi, og segir hann þar margt frá bernsku
sinni og högum, sem ekki hefur
komið fram áður.
f NÆSTU VIKU
„Ég var einvaldsherra", nefnist viðtal við
Guðjón Guðmundsson, hreppstjóra og
símstöðvarstjóra á Eyri við Ingólfsfjörð.
Guðjón er sérstæður persónuleiki og segir
með afbrigðum vel frá. í næstu Viku
segir hann undan og ofan af ævi sinni, en
ærið margt óvenjulegt hefur á daga
hans drifið.
„Hann var upphafsmaður atómaldar",
nefnist grein um Albert Einstein, höfund
hinnar frægu afstæðiskenningar. Á þessu
ári hefði Einstein orðið níræður, og jafn-
framt eru þrjátíu ár liðin, síðan hann
sendi Roosevelt hið fræga bréf, sem
varð undirstaða Manhattan-áætlunarinnar
svonefndu.
Hún heitir Jenny Wium þessi litla stúlka
og myndin af henni var tekin á dag-
heimili kvenfélagsins í Hveragerði ! sumar.
Við birtum myndaopnu af börnunum
í Hveragerði, þar sem þau sitja inní
í rigningunni og dunda sér við alls kyns
föndur til að láta sér ekki leiðast.
Þessi myndaopna er dæmigerð fyrir þetta
leiðinlega rigningasumar, sem góðu
heilli er nú senn liðið.
í FULLRI ALVÖRU
NÝII SMJÖRFJALL?
Þegar þessar línur eru hripaðar niður, hefur enn
ein hækkun orðið á mjólkurvörum. Nú kostar
ein hyrna rúmar fjórtán krónur og kílóið af
smjörinu nálgast óðum tvöhundruð króna mark-
ið. Það þarf ekki að taka það fram, að slíkar
hækkanir á nauðsynjavörum næstum mánaðar-
lega koma illa við almenning. Ráðamenn yppta
öxlum og segja, að þetta hafi verið vitað fyrir-
fram: Mjólkin átti að hækka smátt og smátt eða
í áföngum, eins og það heitir á fínu máli. En á
þeirri yfirlýsingu, þegar hún var gefin út á sín-
um tíma, hefur almenningur alls ekki áttað sig.
Það er ekki fyrr en hækkanirnar dynja yfir, sem
mönnum verður Ijóst, hversu dýrtíðin hér á landi
er orðin geigvænleg.
Eftir þessa siðustu hækkun var miða dreift í
hús hér í bænum, þar sem húsmæður voru
hvattar til að kaupa ekki mjólk, nema fyrir smá-
börn og gamalmenni. Slik viðbrögð eru eðlileg.
Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því,
hvað nauðsynjavörur geta hækkað mikið — og
það eftir að samið hefur verið um kaup launa-
fólks. Þessi tilgangslausi hringdans verður að
taka enda.
Erlendis mundu húsmæður fara i kröfugöngu
og mótmæla hækkunum, jafnvel þótt þær væru
ekki nema helmingurinn á móts við þetta. Ein
húsmóðir lét svo ummælt á förnum vegi um
daginn:
„Nú ættu húsmæður að taka sig saman og
neita að kaupa smjör, þangað til nýtt smjörfjall
hefur myndazt, og þessir herrar neyðast til að
selja það á skaplegu verði."
Hvaða gagn væri að hækkunum, ef húsmæð-
ur stæðu við orð sín?
G. Gr.
VIKAN
Útgefandl Hllmir hf. Ritstjóri: SigurSur
Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. BlaSamaSur:
Dagur Þorlelfsson. Útlltsteiknlng: Halldóra Hall-
dórsdóttir. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsinga-
stjóri: Jensína Karlsdóttir. — Rltstjórn, auglýslngar,
afgrciðsla og dreifing: Sklpholti 33. Simar: 35320 —
35323. Pósthólf: 533. VerS f lausasölu kr. 50.00.
Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 töIublöS ársfjórB-
ungslcga, 900 kr. fyrir 26 tölublöð missirislega, eða
170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaSarlega. Áskriftar-
gjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvem-
ber, febrúar, maf og ágúst cða mánaðarlega.
37. tbi. VIKAN 3