Vikan


Vikan - 11.09.1969, Side 6

Vikan - 11.09.1969, Side 6
Ástir frumstæðra þjóða klám? Pósturinn, Vikan: Er ekki gefið út nóg af klám- bókmenntum á íslandi, svo þið séuð ekki að bætast í þann hóp með þessum andstyggilega grein- arflokki um „Ástir frumstæðra þjóða“? Mér finnst það fyrir neð- an allar hellur að virðulegt blað eins og VIKAN sé að tína til svona óþverra. Ég skora á ykk- ur að hætta strax að birta þetta; ég hef hugsað um að segja blað- inu upp af þessum sökum. Sælir. Gestur Pétursson. Mér þykir fyrir því, Gestur minn, en ég er alls ekki á sama máli og þú. I»að sem nú er kom- ið af þessum greinarflokki finnst mér einstaklega skemmtilegt og fræðandi efni. Og hvað er svona klámfengið við það? Mér finnst hugsanagangur þinn bera bara þó nokkurn keim af miðöldum. Og ein enn.... Kæri Póstur! Þannig er mál með vexti að ég er mjög hrifin af strák sem ég þekki lítið. Hann er fjórum árum eldri en ég og er með ann- arri stelpu. Hvort á ég að tjá honum ást mina eða hætta að hugsa um hann. Mér finnst hann alveg draumur. Ein feimin, 15 ára. P.S. Hvemig er skriftin? Hætta að hugsa um hann. Hver veit nema hann ætli að giftast —■ eða trúlofast, sem er víst nokkurn veginn það sama nú á dögum — þessari stelpu, sem hann er með? P.S. Sæmileg. Roof Tops Kæri Póstur! Við erum hér tvær vinkonur og okkur langar mikið til að fá að vita eitthvað um Svein Guð- jónsson og bróður hans; þá sem eru í ROOF TOPS. Okkur lang- ar til dæmis að vita hvað bróð- ir Sveins heitir, hvað þeir eru gamlir og svo framvegis. Eða gætuð þið ekki birt grein um alla strákana í ROOF TOPS? Og eitt enn: Hvers vegna fengu krakkar, yngri en 18 ára ekki aðgang að POP HÁTÍÐ- INNI í Klúbbnum? Við héldum þó að pop væri aðallega fyrir unglinga ’ 14—18 ára, en ekki hálf fullorðið fólk. Það er ekki lengur Pop-hátíð, heldur fyllirí- issamkoma, þegar fólk á þessum aldri, 18 ára og eldri, er saman komið einhvers staðað. — Þó krakkar 14—16 ára hafi vín um hönd, þá er það oftast ekki mik- ið og áhrifin þá ýkt all verulega. Þá er ekki fleira að sinni. Hrönn Sigurðardóttir, Ingunn Þórðardóttir. Bróðir Sveins heitir Gunnar, og allir piltamir eru um og yfir tvi- tugt. VIKAN hefur oft birt myndir og greinar um þessa ágætu hliómsveit: í 20., 26. og 28. tbl. 1969. Ástæðan fyrir því að þið fenguð ekki að fara inn á Pop- hátíðina í Klúbbnum, var sú, að það er bannað með íslenzkum lögum að unglingar innan 18 ára aldurs sæki vínveitingahús. Og hver segir að þeir sem eru eldri en 18 ára megi ekki hafa áhuga á poppi? Pop er músik en ekki aldursflokkur, og amma Póstsins hefur ákaflega gaman af þeirri músik. Sú fullyrðing ykkar að Pop- hátíðin, og fleiri samkomur af slíku tagi séu fylliríssamkomur, er hreinasti barnaskapur, og þar að auki eiga 14—16 ára krakkar ekki að hafa vin um hönd — jafnvel þó það sé „oftast ekki mikið, og áhrifin þá ýkt all verulega.“ Ef ykkur liggur eitthvað fleira á hjarta, þá er Pósturinn tilbú- inn að svara því — svo framar- lega sem það er rökrétt! StnnHakirkia Kæri Póstur! Mig langar svo til að biðja þig um að segja mér hvert maður á að senda þá peninga sem maður heitir á Strandakirkju. Eg hét nefnilega að gamni mínu á kirkj- una, því ég hélt að það væri ómögulegt að það rættist. En FYRSTIR með STÆRRA rými 320 lítra DJUP- FRYSTIRINN STÆRRA geymslurými miðað við utanmál.ryð- frír, ákaflega öruggur í notkun, fljótasti og bezti djúpfrystirinn. KPS-djúpfryst er örugglega djúpfryst. Eigum einnig frystiskápa 180, 220, 330 lítra. — Sölustaðir í Reykjavík: Einar Farestveit & Co. hf., Bergstaðastræti 10 A, sími 16995 og Baldur Jónsson sf., Hverfisgötu 37, sími 18994. r Þér sparið meö éskriít VIKAN Skipholtl 331’- slml 35320 v_________________________________/ MIÐA PREIMTUIM Takiö upp hina nýju aðferö og látiö prenta alls konar aðgöngu- miða, kontrolnúmer, tilkynning- ar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höfum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLVSINGA HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320 L___________________7 6 VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.