Vikan - 11.09.1969, Side 10
Það var að loknum blaðamanna-
fundi í Ameríska bókasafninu að
mér tókst að króa hann af og spjalla
stundarkorn við hann einan.
Bill Anders er þægilegur og
dæmigerður ameríkani. Bæði í út-
liti og hugsunarhætti; hefur trölla-
trú á tæknilegu ofurvaldi fóstur-
lands síns, burstaklipptur í stutt-
erma skyrtu. Svör hans eru hnit-
miðuð og nákvæm, þannig að í
því felst allt sem máli skiptir i sam-
bandi við það sem spurt er um, og
hann veit upp á hár hvernig hann
á að bregðast við hinum ýmsu
spurningum sem fyrir hann eru
lagðar. Hann veit hvað hann á að
segja og hvað hann má segja, fljótt
og vel.
Anders var hér fyrir 10—11 ár-
um síðan, er hann þjónaði fóstur-
landinu í 13 mánuði á Keflavíkur-
flugvelli sem orrustuflugmaður.
„Það fyrsta sem mér datt í hug,"
segir Anders, „þegar mér var til-
kynnt að ég ætti að fara til Islands,
var að fara út og kaupa einhver
lifandis býsn af ullarfatnaði, því
mér fannst það hljóma heldur
kuldalega að fara til Islands. En
þegar ég svo kom hérna komst ég
að því, að það eina sem ég þurfti
bráðnauðsynlega að hafa var regn-
kápa.
En mér leizt vel á landið um leið
og ég kom hér. Daginn sem ég
kom var ákaflega gott veður, sól
og blíða um mitt sumar. Um kvöld-
ið ætlaði ég svo að fara að sofa,-
klukkan var að verða 12, svo mér
fannst það alls ekki svo galin hug-
mynd. En ég var ekki búinn að
draga sænginga upp fyrir haus
þegar ég heyrði einhverja hefja
„baseball"-keppni beint fyrir utan
gluggann minn, svo ég svaf ekki
mikið þá nóttina.
Birtan háði mér líka töluvert, og
ég beið þangað til næsta morgun
eftir því að sólin settist. Það fyrsta
sem ég gerði svo þegar ég fór á
fætur var að fara og verða mér úti
um svört gluggatjöld."
Hann hlær og starir svo fjarrænt
út í bláinn smástund. Ég þarf ekki
að spyrja um hvað hann er að
hugsa-. Omurlegt landslagið á
Reykjanesinu, bjartar sumarnætur á
íslandi og hve honum fannst í raun-
inni tilkomulitið í upphafi að vera
látinn dvelja hér í heila 13 mán-
uði.
„En hvernig likaði þér þá við
fólkið?" spyr ég.
„AAér fannst fólkið á íslandi
nokkuð margbreytilegt. í þá daga
var samkomulagið á milli Islend-
inga og hermannanna á Keflavíkur-
flugvalli því miður ekki upp á sitt
bezta — ekki nærri því eins gott og
núna. Ég kvnntist þannig fólki sem
var ákaflega vingjarnlegt og öðru
sem var akkúrat á hinn veginn.
Strax í upphafi einsetti ég mér að
reyna að ferðast örlítið um land:ð
og reyna að kynnast fólkinu sem
átti að „hýsa" mig í heilt ár —
hvort sem mér líkaði betur eða
verr. Því miður var töluverður
fjöldi hermanna á Keflavíkurflug-
velli sem annaðhvort vildi ekki fara
af vellinum eða þá að þeir höfðu
ekki leyfi til þess, og þeir vissu í
rauninni ekkert um landið.
En á þennan hátt komst ég að
því, að inn við beinið eru Islend-
ingar mjög líkir Ameríkönum, þeir
eru mannlegar verur og ég gat lif-
að í sátt og samlyndi við þá. Og er
kom að því, að ég skyldi halda
heim á leið, var mér farið að þykja
ákaflega vænt um landið og íbúa
þess.
Vissulega hef ég eignazt vini
hér; ég er til dæmis hér nú til að
heimsækja einn þeirra, Peter Gúd-
múndsson, flugvallarstjóra. Við höf-
um skrifazt á síðan ég fór héðan,
og ég hef heimsótt hann tvisvar
sinnum og við höfum rennt fyrir
dýrlegan íslenzkan lax. Eins hlakka
ég alltaf til að sjá vísindamennina
sem voru með geimfarahópnum
þegar við vorum hér, og við send-
um línur á milli alltaf öðru hvoru."
„Hverjir voru bernskudraumar
þínir? Var það alltaf stóri draumur-
inn að komast til tunglsins?"
„Nei. í þá tíð virtist það alls
Hlægilegt að menn skuli ekki geta komið sér saman á þessari litlu kúlu,
jörðinni.
10 VIKAN 37 tbl
i