Vikan - 11.09.1969, Page 28
LÍF í TUSKUNUM
HJÁ NICE
Brezka hljómsveitin Nice er
þekkt fyrir líflega sviðsfram-
komu. Mesti fjörkálfurinn er
organistinn Keith Emerson.
Hefur bægslagangur hans á
sviðinu jafnvel vakið ugg
þeirra, sem höfðu ekki áður
haft spurnir af hinum glæfra-
legu tiltækjum hans. Er hann
einkurn frægur eða alræmdur
fyrir það tiltæki sitt að veifa
rýtingi framan í áheyrendur
og fremja með honum hinar
ólíklegustu kúnstir, eins og
t.d. að, reka hann með látum
ofan í nótnaborð orgelsins.
Einnig þykir honum sport í
að þeyta vopninu í hina risa-
vöxnu magnara hljómsveitar-
innar. Eru þeir að vonum
orðnir harla ósjálegir eftir illa
meðferð. Þó fer fyrst að hitna
í kolunum, þegar hljómsveit-
in leikur lagið „America“ úr
West Side Story. Hefur það
lag lengi verið síðasta númer-
ið á efnisskránni hjá Nice,
ANDRÉS INDRIÐASON
rm&timl JTLmI
ImmmMl mSm
þegar þeir hafa komið fram á
hljómleikum. I þessu lagi
mæðir mest á orgelinu enda
er það á fleygiferð um sviðið,
slíkur er aðgangurinn hjá
vini vorum Emerson. I lok
lagsins dregur þó fyrst til tíð-
inda: Emerson rótar í innyfl-
um hljóðfæris síns, og þá fyrst
fer áheyrendum að hætta að
standa á sama, þegar eldglær-
ingar gjósa upp og brak í
leiðslum og aðskiljanlegum
vírum, verður að háværum
drunum. En hvað er maður-
inn að óskapast? Jú, það kem-
ur brátt í Ijós. Hann er að
seilast í bandaríska fánann,
sem er geymdur í hljóðfærinu.
En ekki er sagan búin, þegar
fáninn er fundinn. Þá er eftir
það atriði, sem þeir sveinar
í Nice líta á sem hápunktinn.
Eldur er borinn að fánanum
og hann brenndur á sviðinu.
Margir ganga út, þegar hér
er komið sögu. Nýjustu fregn-
ir herma, að Emerson hafi
fengið sér nýtt orgel til við-
Framhald á bls. 33.
JULIE ROGERS
Fyrir nokkrum árum skemmti
Julie Rogers í einu samkomu-
húsanna í Reykjavík.
Skömmu síðar söng hún inn á
plötu lagið „The Wedding“,
sem hlaut slíkar vinsældir, að
það seldist í sjö milljónum
eintaka um heim allan.
Til er íslenzk útgáfa af
þessu lagi — „Brúðkaupið“,
sem Ellý Vilhjálms hefur
sungið á plötu. Eftir að Julie
söng „The Wedding“, komu
út fleiri plötur með söng
hennar, en þær vöktu enga
athygli. Nú virðist útlitið
hins vegar bjartara. Vænlega
Framhald á bls. 34.
Lagið „In The Year 2525“,
sem nú er farið að heyrast í
óskalagaþáttum hér, hefur um
langan tíma verið að sniglast
á vinsældalistum vestan hafs
og í Bretlandi. Þetta er dá-
lítið óvenjulegt lag, en sagan
á bak við það er líka óvenju-
leg. Það var í nóvember sl„
að tveir náungar frá Neb-
raska, Denny Zager og Rick
Evans, fengu þá flugu í koll-
inn að syngja á plötu lag, sem
hinn síðarnefndi hafði samið.
Til þess að svo mætti verða,
þurftu þeir að fara til Odessa
í Texas. Þeim tókst að kría
út lán til fararinnar, fengu
lagið hljóðritað og létu síðan
pressa eitt þúsund eintök af
plötunni. Til málamynda
stofnuðu þeir eigin hljóm-
plötuútgáfu, sem þeir kölluðu
28 VIKAN 37- tbl-
Truth. Aðalbækistöðvar fyr-
irtækisins voru í sendiferða-
bíl, sem þeir áttu. Þeir óku
sjálfir með plötuna í hljóm-
plötuverzlanir, og ekki
gleymdu þeir plötusmiðum
útvarpsstöðvanna. Þegar lag-
ið fór að heyrast í útvarpi,
leið ekki á löngu, þar til fyrstu
þúsund eintökin af plötunni
voru horfin. Þeir létu nú gera
tíu þúsund eintök til viðbót-
ar, hvergi smeykir. Þetta upp-
lag fauk út á örfáum dögum.
Þar með var lagið komið í
efsta sætið á vinsældalistan-
um í heimahögum þeirra, Ne-
braska. Meðan á öllu þessu
stóð, hafði einn af fram-
kvæmdastjórum plötufyrir-
tækisins RCA í New York
tekið eftir þessari plötu, sem
Zager og Evans höfðu sent
honum. Þeir hjá RCA voru
ekki seinir á sér að boða })á
félaga á sinn fund. Zager og
Evans voru yfir sig hressir og
undirrituðu samning um að
syngja á plötur fyrir RCA.
Þar með var hljómplötuút-
gáfan Truth máð af skrá yfir
fyrirtæki. Því að nú tók RCA
að sér að dreifa plötunni með
laginu „In The Year 2525“.
Um skeið voru þeir Zager
og Evans saman í hljómsveit,
sem nefndist „The Eccen-
trics“. Þegar þessi hljómsveit
leystist upp, hófst samvinna
þeirra tveggja: þeir fóru að
æfa saman lög, sem þeir höfðu
sjálfir samið og komust fljótt
að raun um, að sú samvinna
bar góðan árangur. Þeir komu
í fyrsta skipti fram á Kín-
Framhald á bls. 34.
ZAGER
EVANS