Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 33
Fræg fyrir tiiviljun
Framhald af bls. 29.
þætti upptakan ekki ýkja
merkileg, gaf hann þó leyfi
til útgáfunnar, sjálfsagt í
þeirri trú, að það gilti einu,
þar eð enginn mundi kaupa
plötuna. Platan kom á mark-
aðinn, og sagði fátt af vin-
sældum hennar nokkra hríð,
þar til plötusnúður í útvarps-
stöð einni tók að spila hana
í gríð og erg. Þessi plötusnúð-
ur smitaði sannarlega út frá
sér, því að ekki leið á löngu
þar til plötusnúðar fleiri út-
varpsstöðva tóku að spila lag-
ið, og þar með voru allir farn-
ir að raula lagið fyrir munni
sér. Þetta hafði þau áhrif, að
þær takmörkuðu birgðir, sem
ldjómplötuverzlanir áttu af
plötunni, hurfu eins og dögg
fyrir sólu. Lagið þokaðist nú
upp eftir vinsældalistanum
vestan hafs — og brátt var
það farið að heyrast í Eng-
landi og í fleiri löndum. Þann-
ig' er í stuttu máli sagan á
liak við þetta sérstæða lag,
„Oh Happy Days“. Af príma-
donnunni, Dorothv Morrison,
er það tíðinda, að hún hefur
nú sagt sig úr sveit með
söngvurum Edwin TTawkins
og hyggst nú freista gæfunn-
ar sem söngkona, ein og ó-
studd. Það var plötufyrirtæk-
ið, Elektra, sem fór á fjör-
urnar við hana og gerði henni
tilboð um plötusamning, sem
henni leizt svo fýsilegt, að
lnin ákvað að taka því. Hún
var heldur ekki bundinn nein-
um samningi, hvorki við kór-
inn né plötufyrirtækið
Buddha. sem gaf út „Oh
Happy Days“. "fr
Líf í tuskunum hjá Nice
Framhald af bls. 28.
bótar því, sem hann átti fyr-
ir. Er nú fvrst orðið líf í tusk-
unni þegar hann spilar á tvö
orgel — í einu. Þegar hljóm-
sveitin kemur fram, er að-
stoðarmaður jafnan hafður til
taks, og stekkur sá fram á
sviðið, þegar hljóðfæri Emer-
sons neita að starfa eðlilega.
Hefur þessi náungi ærinn
starfa, eins og nærri má geta.
Hljómsveitin var nýlega á
ferð í Bandaríkjunum, og
fengu rassaköst Emersons þar
misjaína dóma, en músikin
þótti hin ágætasta. Um þetta
geta þeir líka dæmt, sem
kaupa nýjustu hæggengu
plötu Nice. Helmingur lag-
anna á henni eru hljóðritanir
frá hljómleikum í Bandaríkja-
ferðinni. &
Það má ekki vera satt
Framhald af bls. 17.
Sú var ástæðan, sem hún gaf
móður sinni upp, þegar hún bað
hana að vera hjá börnunum þessa
morgunstund. Og hún hafði í
sannleika ætlað að kaupa regn-
kápu. Peningarnir voru í veskinu
hennar. En það var lítið vit í að
eyða þeim í regnkápu, eins og
nú var komið. Hún yrði að dug-
ast við gamla tjaldið, sem hún
hafði notað meðan tvíburarnir og
Lena voru á leiðinni.
Hún stóð. við gangbraut hjá
umferðarljósum og sá bílana
þjóta fram hjá. Enginn veitti at-
hygli þessari einmana konu, sem
stóð þarna og beið færis að kom-
ast yfir götuna. Manneskjurnar
skeyta engu hver um aðra, hugs-
aði hún drungalega. Hver kærir
sig um barnið, sem ég ber? Til
annars en að hafa áhyggjur af
því, eins og mamma, eða hæðast
að því, eins og Annika?
Hið innra með henni fæddist
allt í einu rödd, sem sagði:
Hvernig getur þú vænzt þess, að
nokkur fagni þessu barni, úr því
þú gerir það ekki sjálf?
Hún stóð hreyfingarlaus, með-
an ljósið skipti frá rauðu í grænt
og aftur yfir í rautt. Þetta er
satt, hugsaði hún. Það var eins
meðan ég geklc með tvíburana,
meira að segja áður en ég vissi,
að það voru tvíburar. Ég var ekki
heldur glöð þá, aðeins niðurdreg-
in og vonsvikin af því að þeir
komu fyrr en við höfðum áætlað.
Og þegar ég átti von á Lenu,
var það ennþá verra. Þá hagaði
ég mér eins og það væri reiðar-
slag að eignast eitt barn enn.
Litla, ljúfa Lena mín. Heimsins
fallegast og glaðasta stúlkubarn.
Ég á ekki slíkt barn skilið. Ekki
drengina heldur. Þessa dásam-
legu tvíbura mína. Ég á þá ekki
skilið.
Hún steig í blindni út á ak-
brautina. Um leið var henni
rykkt harkalega aftur upp á
gangstéttina.
— Ætlið þér að fyrirfara yður?
var spurt með æstri röddu. —
Sjáið þér ekki, að það er rautt
ljós? Hvað meinið þér með því
að ætla að vaða fyrir bílana....
— Takk, þúsun sinnu takk,
stamaði Barbro. Hún skalf öll og
nötraði, og hélt dauðahaldi í
handlegginn á gamla manninum
í slitna frakkanum, sem stóð við
hliðina á henni. — Ég hefði get-
að orðið fyrir bíl.. . . látið lífið,
ef þér ekki.. og barnið líka ...
— Barnið? Sá gamli litaðist
undrandi um.
— Já — það er að segja — það
er ekki enn fætt.
— Þannig. Hann brosti, og
bjóst til að fara.
— Nei, ekki fara. Hún tók að
róta eftir peningum í veskinu, en
fann ekkert annað en smápen-
inga og svo seðlana, sem áttu að
fara til kápukaupa. Án þess að
hika tók hún fimmhundruð krón-
ur og stakk þeim í vasa gamla
mannsins.
— Ekki taka mér þetta illa
upp, sagði hún. — Ég verð að
sýna þakklæti mitt.... Takið
þetta sem gjöf frá ófædda barn-
inum mínu og fáið yður eitthvað,
sem yður langar í.
Þegar hann verður nógu stór,
skal ég segja honum hvernig ég
sóaði peningunum hans, áður en
hann fæddist, hugsaði hún. Hún
stóð stundarkorn og horfði á eft-
ir gamla manninum, sem haltr-
aði yfir götuna. Þegar hann var
kominn yfir, sneri hann sér við
og veifði henni vandræðalega.
Allt í einu fannst henni, sem
hún gæti faðmað allan heiminn.
Ef mamma væri hér nú, hugsaði
hún. Og Annika! Ég skal njóta
þess að segja þeim frá þessu.
En fyrst varð hún að segja
Hans allt af létta. Hún beið, þar
til umferðarljósið sýndi aftur
grænt, og fetaði sig þá varlega
yfir götuna. Hún fann símaklefa
og hringdi til skrifstofu hans.
— Barbro? Hann var kvíðinn í
röddinni, því hún var ekki vön
að hringja á skrifstofuna til hans,
nema eitthvað sérstakt væri á
seyði. — Hefur eitthvað komið
fyrir — þig eða börnin?
Hún hló við. Það er það eina,
sem hann skeytir í alvöru um,
hugsaði hún. — Ég og börnin.
— Nei, alls ekki ástin mín. Allt
í bezta lagi.
— Ertu búin að kaupa þér
kápu?
— Ég fann enga, sem mig
langaði í, svaraði hún. — Hans?
— Já.
— Hefur þú tíma til að borða
með mér?
— Það máttu bóka, svaraði
hann léttilega. — Hittumst þá á
grillbarnum eftir kortér.
— Grillbarnum? Nei, karl
minn! Heldur þú, að ég fari á
grillbar, þegar ég býð þér út að
borða?
— Þannig, svaraði hann kank-
víslega. — Það ert þú, sem býður,
Krösus litli!
Barbro horfði á það sem eftir
var af kápuaurunum.
— Já, það er ég, sem býð, sagði
hún. — Ég kem og sæki þig, og
svo sjáum við til, hvert við förum.
Það verður að vera fallegur
staður, hugsaði hún. Bara hið
dýrasta og bezta var hæfandi því,
sem hún hafði að segja.
— Hans, sagði hún andsutt. —
Ég þarf að segja þér dálítið dá-
samegt!
☆
Hættu að blfstra Áhlaupsmarsinn!
37. tbi. VIKAN 33