Vikan


Vikan - 11.09.1969, Qupperneq 39

Vikan - 11.09.1969, Qupperneq 39
r Gegnum meginlandið mikla Framhald af bls. 15. á slóðum, sem hann leit á sem sitt einkasvæði. Stanley fann Emín að vísu um síðir, en þá var þessi und- arlegi þýzkari eins og snúið roð í hund og þóttist engrar björgunar þurfa. Harðneitaði hann að yfir- gefa ríki sitt í frumskóginum. Leið- angur Stanleys komst um síðir til Bagamoyo á austurströndinni, gegnt Sansíbar, og ekki sérlega vel á sig kominn. Gagnrýnin á Stanley í Englandi varð nú harðari en nokkru sinni fyrr. Þess er skylt að geta að langt í frá allir Bretar voru Stanley fjand- samlegir. Honum var margs konar sómi sýndur í ættlandi sínu, enda gerðist hann aftur brezkur borgari 1890 og sat meira að segja í neðri málstofu Parlamentsins um fimm ára skeið. Síðustu ár ævinnar dvaldi hann mestanpart í kyrrþey á litlu sveitasetri, sem hann hafði eignazt í Surrey. Hann skrifaði um ferðir sínar fjölda bóka, sem þykja hin merk- ustu heimildarverk. í hinzta leiðangurinn lagði hann fimmta maí 1904. Stanley lá þá rúmfastur, hafði blundað en vakn- aði við að nálæg kirkjuklukka sló fjögur. Hann spurði konu sína, sem sat yfir honum, hvaða hljóð það væri. Hún sagði hið sanna. Þá sagði Stanley: — Klukkan er fjögur . . . undar- legt . . . tíminn . . . undarlegt. — Hann sagði þetta mjög hægt og bætti svo við: — Þetta er nóg. Þetta voru síðustu orð manns, sem alla ævi hafði verið í hörðu kapphlaupi við tímann. dþ. Kvöldið fyrir brúðkaupið Framhald af bls. 22. Barney kinkaði kolli. — Unnusti hennar kom í heimsókn tólf mínútur yfir þrjú og stóð við í 17 mínútur. Við náðum engu gegnum hlustunar- kerfið, því þau voru í eldhúsinu allan tímann. Hann var kominn heim til sín tíu mínútur fyrir fjögur. Barney leit á blöðin sín. — Klukkan fimm mínútur fyrir fjögur hringdi kúgarinn til Helenar, og það stóð í sextán sekúndur. Hann notaði gömlu, góðu hræðsluaðferðina. Sagðist ætla að koma og skemmta henni. En enginn kom. Nú höfum við reiðubúnar hreyfanlefar eining- ar, þegar hún fer að heiman. Fjóra bíla. Einn á undan henni, einn á eftir, og sinn á hvorri ak- grein við hliðina. Hawk kinkaði kolli, og um leið kom Angela aftur. — Dr. Barton er kominn. — Hver? PÉR SPARIÐ MED ÁSKRIFT ÞÉR GETIÐ SPARAÐ FRA KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MÉÐ ÞVI AÐ GERAST ASKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNHJ: VIKAN £R HKIMILISBLAÐ OG t ÞVÍ BRD GREINAR OG LFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — DNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGDR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASXIR ÞÆTTIR O.FL., OJTL. Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift r □ 4 TÖLUBLÖÐ Kr. 170.00. Hvart blaS á kr. 42.50. 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 475.00. Hvart blaS á kr. 36.58. 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 900.00. Hvart blaS á kr. 34.62. Gjalddagar fyrir 13 tölubl. og 26 tölubl.: 1.' febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvember. SkrifiS, hrihgið eða komið. VIKAN SKIPHOLTI 33 POSTHOLF 533 REYKJAVfK SlMAR: 36720 - 35320 1 I I I 37. tbk VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.