Vikan - 11.09.1969, Page 40
— Sálfræðingurinn. Þú vildir
fá sálfræðing.
— Rétt. Láttu hana koma.
Hún kom inn, dálítið hikandi,
svo sem vaninn er fyrsta daginn
á nýjum vinnustað. Hún gat ver-
ið einhvers staðar á milli tuttugu
og fimm og þrjátíu ára. Hún
geislaði af velvild og mannúð.
Hún var bein í baki og örugg í
hreyfingum. Hárgreiðslan gaf
með engu móti til kynna, að hún
væri langskólagengin.
— Fáðu þér sæti, sagði Hawk,
og vertu velkomin í hópinn.
Barney dró fram stól, og hún
brosti til þakklætis.
— Ég heiti Hawk. Og þetta er
Barney. Barney Carlson.
— Jenný heiti ég, svaraði hún.
— Jenný Barton.
— Já, sagði Hawk. Svo tók
hann um möppu með öllum upp-
lýsingum um hana og hélt áfram:
— Þú hlýtur að komast að því
fyrr eða síðar, svo það er eins
gott að ég segi þér það strax. Ég
vildi ekki fá þig í þetta verk. Ég
vonaðist til að fá dr. Raymond
Hendricks.
— Hann er afbragðs sálfræð-
ingur, svaraði hún og vætti var-
irnar.
Hawk kinkaði kolli.
— Kannski þú sért það líka —
hver veit?
Hann leit yfir skjölin, en síðan
á hana aftur.
— Ég sé, að þetta er fyrsta
starf þitt í þágu lögreglunnar.
— Það er rétt, en mig skorÞr
ekki sjálfstraust.
Hawk íhugaði svarið og svar-
aði loks:
— Við verður að sjá, hvernig
til tekst, þótt við höfum ekki
beinlínis tíma til að standa í
kennslustörfum. En við höfum
hérna mál, sem ég vonast til að
þú getir hjálpað okkur með. Ung
kona, að nafni Helen Rogers,
kom til okkar í nótt. Þegar hún
var setzt inn í bilinn sinn í nótt,
um miðnæturleytið, réðist á hana
maður, sem hótaði að myrða hana
og móður hennar, ef hún sam-
þykkti ekki að vera milliliður og
sækja fyrir hann tvö hundruð
þúsund dollara til þriðja manns.
Við vitum ekki hvert hún á að
sækja þá eða til hvaða manns,
né heldur hvers vegna. Þetta get-
ur verið fjárkúgun, mannrán eða
hvað sem er.
Hann reis á fætur og gekk til
dyra.
— Komdu með mér. Ég skal
sýna þér dálítið nýtt, sem við
vorum að fá. Við getum talað
saman á meðan. Komdu líka,
Barney.
— Hvers lags kona? sja — vel
gefin, sjálfstæð ....
— Þver, skaut Barney inn í
glottandi.
— Hún virðist vera í góðu
jafnvægi, hélt Hawk áfram, án
þess að skeyta um Barney. — En
eins og þú veizt, getur óbóta-
maður brotið niður jafnvel hinn
harðgerðasta, ef hann heldur rétt
á spilunum. Við getum öll náð
svo langt, að við þolum ekki
meira.
Hawk gekk á undan þeim eftir
löngum gangi, og Jenný og Bar-
ney urðu að hafa langt á milli
til að halda í við hann. Loks
opnaði hann dyr með áletruninni
RANNSÓKNARSTOFA og sagði
yfir öxl sér: — Við fengum radd-
rita fyrir nokkrum vikum. Eins
og svo margt annað tæknilegs
eðlis, á hann rætur að rekja til
síðari heimstyrjaldarinnar. Það
voru merkjadeildirnar, sem settu
saman fyrsta tækið. Auðvitað var
það frumstætt apparat, og það
var ekki fyrr en á þessum ára-
tug, að það þróaðist í brúklegt
áhald.
Lágvaxinn og taugaóstyrkur
maður kom á móti þeim, og
Hawk kynnti hann fyrir Jenný
sem Ed Hames, deildarstjóra.
Hann gekk með þeim lengra inn
á stofuna, að strokk, sem snerist
í sífellu, klæddur með sérstakri
gerð af pappír. Sjálfvirkur
„penni“ skrifaði á pappirinn.
— Hér er hann, sagði Hawk.
— Þetta er hljóðriti, skaut Ed
Hames inn í. — Hann vinnur
einmitt nú eftir hljóðtíðni frá
segulbandsupptöku. Með honum
getum við mælt hraða hins
mælta máls, áherzlur og all ann-
að. Mannsröddin býr yfir....
Hawk greip fram í fyrir hon-
um.
— Hér sjáum við eins konar
raddarlínurit. Engar tvær raddir
eru nákvæmlega eins, og með
þessu tæki er hægt að skilgreina
fólk jafn nákvæmlega og með
fingraförum.
— En ef röddinni er breytt?
spurði Jenný.
— Kemur út á eitt. Það kemur
sámt sama munstur. Viltu
kannski lofa okkur að heyra upp-
tökuna, Ed?
Hann sneri sér að Barney og
Jenný og hélt áfram. — Þegar
sá óþekkti hringdi til ungfrú
Rogers í nótt, fengum við fyrsta
sönnunargagn okkar móti hon-
um, Hann vissi örugglega ekki,
að með hringingunni kynnti hann
sig jafn vel eins og hann hefði
sent okkur fingraförin sín.
Meðan Ed Hames baukaði við
segulbandstækið, hélt Hawk
áfram: — Hann hringdi í tvenn-
um tilgangi. í fyrsta lagi vildi
hann viðhalda hræðslu hennar,
og í öðru lagi koma róti á hana,
svo hún gæti ekki hugsað skýrt.
Og þar kemur þú í spilið Jenný.
Kannski hafði hann fleir ástæður,
sem við gátum ekki komið auga
á. Kannski getur þú fundið eitt-
hvað og bent okkur á það.
Eftir samtalið flýtti Helen sér
að klæða sig, eins og fötin væru
einhver vernd. Við nánari um-
hugsun sá hún þó, að hann myndi
ekki koma. Ekki, ef hann var
með sæmilegum mjalla. En á
hinn bóginn gat maður, sem
girndin hafði á valdi sínu, gefið
öllum hugsanlegum hættum langt
nef. Hún sat uppi það sem eftir
var til dögunar, og reyndi að
skilgreina öll hljóð næturinnar.
Hún hafði aldrei imyndað sér,
að svona mörg hljóð væri til —
bara ef eftlr þeim væri hlustað.
Rétt eftir klukkan sex tóku
McDonald-hjónin að æpa á hvort
annað, og hún bað þess í hljóði,
að þau hættu því. Jafnvel undir
venjulegum kringumstæðum
varð hún pirruð og uppstökk af
því að hlusta á þau rífast. Hefði
hún lagt eyrun við, hefði hún
getað heyrt hvað þeim fór á milli,
en hún lagði að sér að gera það
ekki. Þau voru þrátt fyrir allt,
bezta fólk; þau voru vis til að
láta af hendi síðasta dollarann
sinn, ef einhver þurfti á honum
að halda, og ef einhver nágrann-
anna veiktist, voru engir hjálp-
samari og umhyggjusamari en
einmitt þau.
McDonaldfólkið var eins og op-
in bók, en þótt merkilegt mætti
virðast hafði hún aldrei heyrt
svo mikið sem bofs úr íbúðinni
hinum megin. Þar bjó Spánverji,
sem kenndi spænsku við mið-
skólann í grenndinni. Hann var
á fimmtugsaldri, mjög lágvaxinn,
ævinlega óaðfinnanlega klæddur,
hlédrægur og hógváer. Hann
kinkaði vingjarnlega kolli ef þau
sáust, en reyndi aldrei að fitja
upp á samtali. Það var afar
sjaldan hringt til hans.
Þegar hún hafði drukkið kaff-
ið sitt — almennilegum morgun-
mat kom hún ekki niður —
hringdi hún til móður sinnar.
— Er eitthvað að? spurði
mamma hennar.
— Nei, ekkert. Ég ætlaði bara
að hringja til þín.
40 VIKAN 37-tbl-