Vikan - 11.09.1969, Blaðsíða 50
Hún haföi þegar hugmynd um hvað hann var að reyna að segja, en
henni fannst þetta allt saman svo fáránlegt að hún kaus að hjálpa hon-
um ekki út úr vandræðum hans. Eitt var víst og það var að hún var
að verða reið.
Hún hafði ekki búizt við þvi, að þeir sýndu af sér yfirþyrmandi þakk-
læti, en engu að síður!
Gengu þeir nú ekki of langt þessir guðhræddu hermenn? Hún hafði
hjúkrað þeim í veikindum þeirra. Hún hafði þjónað þeim á öllum tim-
um sólarhringsins. Nú var hún þreytt, hún var staðuppgefin. Á þessari
stundu var hún þreytt í bakinu, því hún hafði verið að höggva is utan
við dyrnar, þar sem stígurinn var orðinn eins og rennibraut. Monsieur
Jónas hafði skrikað þar illa um morguninn og snúið á sér öklann, og
til þess að koma i veg fyrir að eitthvað þvílíkt endurtæki sig, hafði
Angelique höggvið klakann í tvær klukkustundir án uppihalds, en síðan
þakið stiginn með ösku. Og það var einmitt á þessari stundu, sem þeir
höfðu ákveðið að steyta að ihenni þessum móðgandi og fávitalegu ásök-
unum, þessum kvitti um að hún væri af djöflinum útsend.
D'Arreboust sá að Lomér.ie var í klipu og þeytti út úr sér:
—• Þeir gruna yður um að vera holdtekju kvendjöfulsins af Akadiu.
Hafið þér nokkru sinni heyrt um þá spásögn?
— Já, það hef ég. Mér skilst að það sé sýn, sem ein af nunnum ykkar
hafi séð og þar með hafi verið birt að kvendjöfullinn myndi leiða bölv-
un yfir allar sálir Akadiu. Ljótt er ef satt er, hélt Angelique áfram og
það vottaði fyrir brosi á vörum hennar. — Svo þið álítið að ég búi
yfir þeim eiginleikum, sem þarf til að leika þetta hlutverk?
— Madame, við getum því miður alls ekki látið þessa óheppilegu
líkingu með kringumstæðunum í léttu rúmi liggja, sagði Loménie og
andvarpaði. — Örlögin höguðu því svo til, að Monsieur de Peyrac settist
að í Akadíu á þeim tíma, sem spáð var fyrir um og það hafði geysimikil
áhrif. Og það spurðist fljótt út um Kanada að í fylgd með honum væri
kona, sem kom heim við lýsingu þá er nunnan, sem sýnina fékk, ihafði
geíið, svo tortryggnin féll á yður.
Þrátt fyrir betri vitund var Angelique að verða kviðafull.
Þegar hún sá þessa tvo ágætu menn hörfa hafði hún þegar í stað
skilið að nú var eitthvað alvarlegt á seyði. Þetta kom henni ekki al-
gjörlega á óvart. Hún hafði heyrt um þessa sýn. Nicholas Perrot hafði
minnzt á hana og hún hafði getið sér þess til, að ekki væri óeðlilegt að
fjólk gerði samanburð, en aldrei hafði hún álitið að málin tækju svona
alvarlega stefnu. En nú sá hún hvað var að gerast. Villidýrið lék laus-
um hala og hún heyrði þunglamalegt fótatak þess ....
—. RANNSÓKNARRÉTTURINN..........................................
Skrímslið, sem lá i leyni fyrir henni í Ameríku, var ekki hið ótamda
eðli náttúrunnar, heldur sami óvinurinn —- heldur argvítugri, ef nokk-
var enn í gamla heiminum. Hún gerði sér fyllilega grein fyrir því, að
á spænsku svæðunum hafði rannsóknarrétturinn kveikt eina galdra-
brennu, þær stórkostlegustu i allri sögunni. Indíánarnir höfðu verið
brenndir svo þúsundum skipti, fyrir að vilja ekki þjóna kirkjunnarþ
þjónum.
Heima í Frakklandi hafði hún verið ofsótt af því hún var ung, fögur
og dáð kona, hughraust og frábrugðin öðrum. Hér var æpt að henni
,,kvendjöfullinn“ á sama hátt og æpt var „galdramaður" að Peyrac.
I Ameríku var allt miklu skýrar. Ástríður mannanna eru mjög aug-
ljósar og það er mjög íljótlegt og auðvelt að æsa þær og espa. Hún
yrði að læra að horfast í augu við þessa frásögn um hana sjálfa, vísa
henni á bug og komast yfir hana, en henni leið samt eins og illur andi
hefði smogið inn á heimiii hennar.
En við allt þetta varð að takast á, jafnvel illu andana.
— Skýrið hvað þér eigið við, Monsieur de Loménie, sagði hún beiskri
röddu. Þér ætlið þó ekki að segja mér að í Quebec sé háttsett fólk,
fólk af góðum ættum, sem trúir þessari sögu, sem heldur i alvöru að ég
geti verið .... holdtekja þeirrar djöfullegu konu, sem spáð hefur verið
fyrir um að kom myndi?
— Því miður! Allar staðreyndir eru á móti yður, hrópaði Loménie i
örvæntingu. — Þér stiguð á land, nákvæmlega á þeim stað, sem lýst
var í sýninni. Þér hafið sézt ríðandi á hesti, einmitt á því svæði, sem
nunnan sagði að kvendjöfulinn myndi ógna og þér eruð .... mjög fögur,
Madame. Hver sá sem nokkru sinni hefur yður augum borið vitnar um
það.... Svo þér sjáið að það var skylda hans hágöfgi biskupsins að
komast að meiru um yður....
— Ég vona þó ekki að kirkjuyfirvöldin leggi eitthvað upp úr þessu
kjafta^ði . . . . Og þá sérstaklega upp úr túlkun þess? hrópaði Angelique.
— Jú, raunar, Madame. Hans hágöfgi gat ekki annað en tekið til
greina skýrslurnar frá föður Orgeval og frá bróður Mart við Saint John
fljótið. Þar að auki hefur verndari ósýnilega klaustursins, Monseigneur
de Jorras, staðfest geðheilsu og jafnvægi Madeleine, en hann hefur verið
skriftafaðir hennar í mörg ár. Og faðir de Maubeeauge, æðsti maður
Jesúítanna, er jafn sannfærður um að koma yðar hingað sé öruggt
merki um yfirvofandi sálarháska....
Angelique starði á hann stóreyg. — En hversvegna? hrópaði hún. —
H-versvegna eru allir þessir klerkar á móti mér.
Joffrey de Peyrac, sem var að koma inn af verkstæðinu heyrði hróp
hennar.
1 hans eyrum var þetta mjög táknrænt hróp. Þetta var hróp æfa-
reiðrar konu. Æfareiðrar og afneitaðrar um margar aldir.
—- Hversvegna ....? Hversvegna eru allir þessir klerkar á móti mér?
Hann stóð þarna í skugganum, en gaf sig ekki fram.
Hún varð að verja sig sjálf. 1 svo margar aldir hafði kirkjan sýnt
misrétti og afneitað konunni, að það var mál til komið að einhver
mótmælti. Og það ekki nema rétt að sú kona sem til mótmælanna vald-
ist skyldi vera hin fegursta og kvenlegasta kona, sem á jörðinni hafði
fæðzt.
Hann stóð hreyfingarlaus og án þess að hann sæist. Horfði á hana úr
fjarska, fullur stolts og mikilli hlýju, þar sem hún stóð þarna svo undur-
fögur í reiði sinni, með rjóðar kinnar og græn leiftrandi augu.
Hertoginn af Arreboust einn sá til ferða Peyracs og hann sá votta
fyrir brosinu á vörum hans, þegar hann virti Angelique fyrir sér og
hertogann skar í hjartað af afbrýðisemi.
Þessi Peyrae á hreinasta dýrgrip hér og veit það. Hann veit það ....
Konan mín hefur aldrei heyrt mér til.
Beisk orð mynduðust í huga hans, en eitur flæddi í hjartað og hann
langaði að hrækja út úr sér beiskum dómsorðum, til Þess að reyna að
50 VIKAN 37-tbl-
auðmýkja þessa sigri hrósandi ást, en um leið vissi hann, að hvað það
sem hann kynni að segja, væri sprottið af illum rótum, djúpl í hans
eigin vitund.
Hann steinþagði.
Loménie dró bréf upp úr vasa sínum og opnaði það með þjáningarsvip.
— Ég hef hér, Madame, spána nákvæmlega niðurskrifaða. Sumt af
lýsingunni með landinu, sem þér hafið farið um og lýst er í spádómum.
er voveiflegt. Og nýlega hefur bróðir Mark, skriftafaðir Monsieur de
Vauvernart við Saint John fljótið, þekkt svo ekki verður um villzt,
staðinn sem þér stiguð á land, Madame. Ásamt Monsieur de Peyrac.
Angelique reif pappírsblaðið frekjulega af honum og las.
Spákonan lýsti fyrst staðnum, sem hún hafði séð i draumnum sínum.
78. KAFLI
Ég stóð á ströndinni. Trén uxu niður að sandinum. Það var bleikur
bjarmi á ströndinni. Mér til hægri var virki gert úr viði með háum
svölum allt um kring og turni með fána á ... . Flóinn var krökkur af
eyjum, sem voru eins og sofandi skrímsli.... Efst á ströndinni undir
klettunum stóðu nokkur hús, gerð úr léttum viði.... Á^flóanum
lágu nokkur skip fyrir akkerum .... Við hinn enda strandarinnar,
nokkuð langt i burtu, ef til vill eina eða tvær milur, var a'nnað
þorp með litlum húsum, umkringdum rósum. Ég heyrði gairgið í
sjávarfuglum.
Hjarta Angelique tók að slá óreglulega. Síðar harmaði hún þessa til-
finningasemi, því ef hún hefði getað hugsað skýrt, hefði hún getað séð
ákveðin smáatriði í bréfinu, sem hefðu gert henni kleift að neita Þegar
í stað þeim ásökunum, sem á hana voru bornar. Dag nokkurn myndi
hún muna þetta skjal og skilja allt, sem gerzt hafði, en þá yrði það
næstum of seint......
Öll réttindi áshilin. Opera Mundi Pa.ris.
—- Þá er dagsverkið búið!
Góða tungl um loft þú líður!