Vikan - 02.04.1970, Síða 4
Sá er ekki ólánsmaður, sem eng-
inn hefur ólán af.
íslenzkur málsháttur.
• fólk í fréttunum
Árið 1935 sendi Franklin D. Roosvelt, þáverandi Bandaríkjaforseti,
ungum pilti, sem hafði sama áhugamál og forsetinn, bréf, þar sem
sagði meðal annars: „Faðir þinn hefur sagt mér að þú sért frímerkja-
safnari, og mér datt í hug að senda þér þessi merki til að bæta í
safnið þitt. Hér með sendi ég þér líka frímerkjaalbúm. . . . “ Fljót-
lega fékk forsetinn svar frá hinum 9 ára gamla pennavini sínum:
„Ég ætla að láta innramma bréfið þitt, og láta það alltaf hanga
í herberginu mínu.“ Það er þar enn — á veggnum í svefnherbergi
piltsins, þar sem hann bjó í Virgíníu. Og nú hefur verið komið
fyrir, við hliðina á bréfi forsetans, afriti af bréfi drengsins, sem
endar svona: „Pabbi, mamma og allir bræður mínir og systur biðja
að heilsa og vona að þú gleymir okkur ekki.“ Undirskriftin er:
Það er varla hægt að segja annað en að
Svetlana Alliluyeva, dóttir Stalíns, hafi
haft það gott síðan hún yfirgaf Sovét-
ríkin fyrir þremur árum síðan. Bækur
hennar hafa séð fyrir því að nú býr hún
í þægilegri villu í Princeton, New Jersey,
og þar hefur hún allt sem hún vill. En
nýlega varð til einhver vindingur í þessu
þægilega lífi hennar.
Hún var öskuvond þegar hún lýsti því
yfir að franska þýðingin í bók hennar,
„Aðeins eitt ár“ (sem segir nákvæmlega
frá flótta hennar vestur fyrir járntjald),
sé mjög úr formi færð. „Allt sem ég gagnrýndi í Sovétríkjunum
var mýkt og dregið úr,“ sagði hún, „og öllu því sem ég hafði skrif-
að um vingjarnlega framkomu Bandarikjamannna í minn garð, er
sleppt.“ En franski útgefandinn, Robert Laffont, var harður á sínu;
sagði að bandaríska útgáfan (sem er þýdd úr rússnesku) væri
„hörmuleg“, en sú franska væri „stórkostleg“. Franska útgáfan
seldist annars í 45.000 eintökum, og hvort sem það var með tilliti
til Svetlönu eða ekki, þá hætti Laffont við að láta prenta annað
álíka stórt upplag.
Uppreisnarmennirnir 7 frá Chicago hafa mjög komið við sögu
undanfarið, en nú hafa þeir verið dæmdir, eins og frægt er orðið.
Þegar þeir voru settir í tugthús voru þeir rakaðir og klipptir, og
hér sýnum við myndir af þeim — fyrir og eftir. Efstur er Jerry
Rubin, þá Abbie Hoffman og neðstur er svo Tom Hayden.
ÞaS var von á bandarískum herskip-
um i flotaheimsókn, og næturklúbbs-
eigandann vantaði stúlkur til að draga
til sín sjóliðana.
Næturklúbburinn var „Sergeant
Pepper“ í Palma. Þar var sænsku
fiikkunum ætlað að vera til gamans
fyrir fulla sjóliða.
Saga úr sumarleyfaparadís
Einhver alvinsælasti sumar-
leyfastaður á hnettinum er
spænska eylandið Mallorka, —
sem til dæmis hefur verið gífur-
lega sóttur af íslendingum síð-
ustu árin. Eins og við var að
búast safnast þarna að alls kyns
ófénaður í mannsmynd enda
aldrei verið hörgull á slíku í
Miðjarðarhafslöndum frá því
sögur hófust. Óaldalýður hefur
það að markmiði að hafa eitt-
hvað gott af túristunum norðan
að, sem ekki kunna allir fótum
sínum jafnvel forráð. Og vita-
skuld er engra bragða svifizt í
því efni. í fyrra var mikið um
það rætt í sænskum blöðum að
sumir hótelstjórar á paradísar-
eynni létu eyjarskeggjum eftir
— gegn mátulegu gjaldi — lykla
að herbergjum Norðurlanda-
stúlkna, sem ekki að ástæðu-
lausu hafa orð á sér fyrir frjáls-
legan en ekki að sama skapi
smekklegan samgang við karl-
peninginn á þessari breiddar-
gráðu. Fyrir hefur komið að
sænskar stúlkur þar syðra hafi
fundizt myrtar í herbergjum
sínum, og er ástæðan trúlegast
sú að „elskhugum" þeirra hafi
orðið skapfátt er þær reyndust
ekki eins eftirlátar og vænzt
hafði verið.
Annað hneykslismál tengt
Mallorka og sænskum stúlkum
er nú komið upp. Næturklúbbs-
eigandi einn á eynni auglýsti í
nokkrum Stokkhólmsblaðanna
eftir stúlkum í vinnu, lofaði
góðu kaupi, fríum ferðum fram
og til baka, fríu fæði og hús-
næði og öllu eftir þessu. Enda
urðu ófáar flikkur til að gína
yfir agninu. En þegar til kom
reyndist vinnan í því fólgin að
ginna í klúbbinn bandaríska sjó-
liða og auðvitað að augsýna
þeim alla þá tillátssemi er með
þyrfti.
Flestum stúlknanna leizt ekk-
ert á þetta þegar til kom og segi
menn svo að norrænu kvenfólki
sé alls varnað. Þær fóru í sænska
konsúlatið á eynni og kærðu.
Fengu þær flestar fjárstyrk hjá
konsúlatinu eða ættingjum að
heiman til að komast til Sví-
þjóðar. Allar voru þær sammála
um eitt: að til Mallorka færu
þær aldrei aftur í lífinu.
Fróðlegt væri að vita hvort
ekkert af öllu því íslenzka kven-
fólki, sem til Mallorka hefur sótt
síðustu árin, hefur ekki af ein-
hvers konar krassandi lífsreynslu
að segja, hliðstæðri því er drep-
ið er á í greinarkorni þessu.
•ír
Snoddas kaupir
gæsabú
Einhver hlýtur að muna eftir
Snoddas. Það er maðurinn sem
varð frægur fyrir átján árum
fyrir að syngja „haderian". Hann
vann sér inn óhemju mikla pen-
inga, keypti lúxusbíla og lifði
eins og fursti. Hann söng vísuna
um timburfleytarann dag og
nótt, en athugaði ekki að lánið
er fallvalt, og einn góðan veð-
urdag var fólkið búið að fá nóg
af vísunum hans, og hann skuld-
aði ríkinu á aðra milljón króna.
Hann hefur verið að stritast við
að borga þennan skatt og loks-
ins er það búið.
Nú er hann búinn að kaupa
gæsabú og unir glaður við sitt,
syngur „haderian“ við og við.
Hann kvíði mest fyrir því að
þurfa að drepa gæsirnar, en lík-
lega kemst hann ekki hjá því,
ef hann á að hafa fyrir daglegu
brauði....
☆
STUTT
OG
LAG-
GOTT
Margar skilgreiningar hafa
verið samdar um sam-
vizkuna. Hér er til dœmis
ein: Samvizka er sá hluti
líkamans, sem leysist bezt
upp í alkóhóli.
4 VIKAN 14 ‘bi