Vikan


Vikan - 02.04.1970, Side 9

Vikan - 02.04.1970, Side 9
TIL ALDAR ÁRLJOMALANDS Texti: Dagur Þorleifsson Miðað við raunveruleg ítök Japans í heimi samtímans fer ekki mjög mikið fyrir ríki þessu á þeim vettvangi, er kenndur er við heimsviðburðina. Á hinu opinbera sviði alþjóðastjórn- mála, í vígbúnaði, pólitískum áróðri og framleiðslu kjamorku- vopna fer lítið fyrir Japönum. En nú er það svo, að ekki er sá ávallt mestur garpur er harðast lemur skjöld sinn. Og þótt Jap- an sé á diplómatíska sviðinu ósköp hógvært og nánast feim- ið, þá fer það samt sem áður ekki framhjá neinum að efna- hagslega séð er það komið í röð heimsins mestu stórvelda, þótt því fylgi ekkert neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. í samanburði við Japan Mitsúis og Fúrúkava sýnist öld- ungurinn Maó ósköp forpokað og vonlaust fyrirbrigði og Kína hans með sín vanþróuðu millj- ónahundruð sem reyna að láta vélarnar hjá sér ganga fyrir til- vitnunum í Rauðakver for- mannsins, kemur fyrir sjónir sem brjóstumkennanlegur papp- írstígur. Um það leyti sem fyrst var farið að nefna Japan á íslenzk- um bókum var það gjarnan nefnt Árljómaland, og í skáld- legu máli er stundum vikið að því sem landi morgunroðans, trúlega sökum legu þess austan við allt hið mikla meginlands- komplex gamla heimsins. Þetta heiti hefur aldrei átt betur við en í dag. Engin þjóð væntir sér jafnmikils af morgundeginum og Japanir. Ekkert þróað ríki er í jafnörum vexti efnahagslega. Þjóðarauður þess fjórfaldaðist síðastliðinn áratug og mun þre- faldast á þeim næsta. í heildar- þjóðarframleiðslu fór Japan framúr Bretlandi 1967 og Frakk- landi 1968. Og árið sem leið fór það fram úr Yestur-Þýzkalandi. Á þessu ári er gert ráð fyrir að þjóðarframleiðslan nemi að verð- mæti tvö hundruð billjónum dollara og er Japan þá hvað þetta snertir hið þriðja hæsta í heiminum, á eftir Bandaríkjun- um með níu hundruð þrjátíu og tvær billjónir dollara og Sovét- ríkjunum með sex hundruð billj- ónir. Sérfræðingar í efnahags- málum segja þetta markverð- asta árangur allrar hagsögunnar, og telja alls ekki útilokað að Jap- an taki forustuna í heildarþjóð- arframleiðslu á næstu tuttugu árum. Tuttugasta og fyrsta öld- in, er sagt, gæti vel orðið öld Japans. Þetta má kallast sæmilega af Fornt hof í Kíotó, fyrrum höfuðhorg landslns, þar sem mestar eru minj- arnar um fyrri menningu þess. Heimssýningin í Ósaka, Expo ‘70, er eins konar auglýsing á veldi Japana á sviði framleiðslu og fjármála, en hvað þetta hvorttveggja snertir eru þeir þegar komnir í röð fremstu þjóða. Fyrir hundrað árum aðeins voru þeir ennþá vanþróuð lénsþjóð, en nú spá margir efnahagssérfræðingar því að tuttugasta og fyrsta öldin verði japönsk öld. sér vikið af Japönum. Þeir voru slegnir flatir í síðari heimsstyrj- öld, létu eitthvað á aðra milljón hermanna að minnsta kosti í orrustum við Engilsaxa og Kín- verja auk þess sem lofther Bandaríkjamanna lék borgir þeirra hroðalega. Allir kannast við atómsprengjurnar sem drápu yfir hundrað þúsund manns í Hírósíma og Nagasakí, og í einni loftárás á Tókíó fórust yf- ir áttatíu þúsund manns. Þar á ofan eru náttúruauðlindir lands- Sató, forsætisráðherra Japana, og kona hans Hírokó. ins mjög takmarkaðar, nánir vinir þess fáir og þrengslin slík að naumast er hægt að draga andann. Auk annars urðu Jap- anir að láta af hendi við sigur- vegarana mikil landsvæði: Suð- ur-Sakalín og Kúrileyjar, sem Sovétmenn tóku, Mikrónesíu til Bandaríkjanna, Formósu til Kín- verja, og Kóreu. Japanskt fólk, sem bjó í þessum löndum var rekið heim, og var þó fullmargt um manninn fyrir á eyjunum fjórum, sem eru obbi japansks landsvæðis. Japanir eru nú um hundrað og tvær milljónir að tölu, eða aðeins hálfu færri en Bandaríkjamenn, en sum sam- bandsríki USA eru þó snöggtum stærri að flatarmáli en allt Jap- an. Þar við bætist að aðeins fimmtungur þessa mjög svo fjöllótta lands telst byggilegur, og verða Japanir því að þjappa sér saman á sléttlendinu með ströndum fram, þar sem 2.365 þeirra búa á hverri fer- mílu. Þetta er tvövalt meira þéttbýli en í Hollandi, sem geng- ur Japan næst í þessu. En sjálft þröngbýlið, þar sem kveða má svo að orði að hver einstaklingur verði að hrinda frá sér með olnbogunum til að fá rúm fyrir þá, virðist hafa eflt með Japönum þann sókn-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.