Vikan - 02.04.1970, Qupperneq 11
eVLAIMDS
gerða japanskra og ber í sér
einkenni þeirra, þótt hann sé
varla eins áhrifamikill álitum.
Önnur þessi manngerð var hinn
geigvænlegi vakó, eins konar
japönsk útgáfa af víkingunum
okkar, sjóræningi og kauphöldur
jöfnum höndum. Vakóarnir fóru
að rupla strendur Austur-Asíu
þegar á fjórtándu öld. Hinn fyr-
irrennari þessa auðmjúka og allt
annað en hermannlega verzlun-
armanns er bastarður sá af skrif-
stofublók og stríðsmanni, er fyr-
ir þremur áratugum tókst á
hendur það stórvirki að búa til
„Stór-Austur-Asíu-samfélagið“.
Sá hafði að slagorði „Asía fyrir
Asíumenn“, en raunverulegur
tilgangur hans var að sjá verk-
íkúkó-san, tuttngu og eins árs geisa, klæðist pínupilsi þegar hún fer í búðir á
daginn. En á kvöldin, að störfum, íklæðist hún þjóðbúningi.
smiðjum Japans fyrir hráefnum
og mörkuðum. En líkt og banda-
mönnum þeirra í Evrópu hefur
þeim farnast ólíkt betur síðan
þeir gáfu sig að því að leggja
undir sig heiminn með friðsam-
legu móti aðeins.
Lágt verð er ein meginástæð-
an til þess hversu japönskum
varningi hefur miðað vel í sókn-
inni á heimsmarkaðnum. Fyrir
stríð og fyrsta kastið á eftir það
var þetta mikið til að þakka
lágum verkamannalaunum, en
því er ekki svo varið lengur;
kaup japanskra verkamanna er
ekki svo ýkja lágt núorðið. Nú
kemur lága verðið á japönsku
vörunum einkum til af hag-
kvæmni framleiðendanna, dugn-
aði verkamannanna og vel skipu-
lögðum flutningum með skipum.
Hlutur Japans í heimsverzlun-
inni er nú sjö prósent og hefur
þrefaldazt síðan 1955. Samsvar-
andi hlutur Bandaríkjanna, sem
auðvitað er stærri en nokkurs
ríkis annars, er átján prósent.
Sumir hagfræðingar spá því nú
að eftir tíu ár verði báðir komn-
ir með jafnstóra sneið af kök-
unni, fimmtán prósent hvorir.
Þessi gífurlegi árangur Japans
er auk annars að þakka mikilli
sjálfsafneitun. Útflutningurinn
hefur algerlega verið látinn
ganga fyrir markaðinum og
þörfinni innanlands. Þar er mik-
il vöntun á vegum, járnbraut-
um, skólum, sjúkrahúsum. Hús-
næðisvandræðin eru gífurleg og
mengunin með versta móti, eins
og vænta mátti í jafn þéttbýlu
iðnaðarlandi. Húsnæðisvandræð-
in eru auðvitað ekki minni fyrir
þá sök að Japan hefur undanfar-
ið verið að breytast úr bænda-
samfélagi í borgaþjóðfélag af
þröngbýlustu sort, og hefur það
ekki gengið hægar fyrir sig en
annað í því landi síðan það hóf
sitt stóra stökk inn í nútímann.
Fyrir aðeins tuttugu árum bjó
meirihluti Japana enn í sveit, og
var tæknin í landbúnaðinum þó
ekki meiri en svo að hann gat
ekki fullnægt þörf þjóðarinnar
fvrir aðalfæðutegund hennar,
hrísgrjón. Síðan hefur tækninni
í landbúnaðinum fleygt svo fram
að aðeins átján prósent lands-
manna hafa það af að fæða þá
oe meira en bað. Bændurnir,