Vikan


Vikan - 02.04.1970, Síða 21

Vikan - 02.04.1970, Síða 21
Kartöflupönnukaka % kg kartöflur 75—100 gr smjör salt, pipar. Flysjið kartöflurnar og skerið þær í jafnar þunnar sneið- ar. Agúrkusneiðara er gott að nota. Hitið helminginn af smjör- inu vel og setjið kartöflusneið- arnar á pönnuna (þ.e. dreifið jafnt úr þeim). Kryddið með salti og pipar. Látið síðan kartöflurn- ar steikjast við hægan jafnan hita í ca. 10 mínútur. Þá hafa kartöflurnar myndað stökkan botn. Snúið því næst „pönnu- kökunni“ við og notið flatan disk eða potthlemm til aðstoðar. Setj- ið þá það sem eftir var af smjör- inu á pönnuna. Látið „pönnukökuna“ standa á pönnunni áfram í 5 mínútur við aðeins meiri hita, þar til hiri hliðin er orðin stökk. Þennan rétt má bera fram eins og hug- myndaflugið bíður upp á. Með t.d. fisk eða kjötréttum. Berið salt með. Til tilbreytingar má steikja lauk með. UMSJÖN: DRÖFN H. FARESTVEIT, HÚSMÆÐRAKENNARI Kartöflumunkar 8 meðalstórar kartöflur (ca. 600 gr.) 2 egg 5 dl mjólk IV2 tsk. salt. 1% dl hveiti. Búið til pönnukökuhræru úr eggjum, hveiti, mjólk og salti og rífið flysjaðar hráar kartöflurnar útí áður en þér farið að steikja. Hafið kökurnar ekki of stórar. Ca. 3 msk. er hæfileg stærð. Þessar litlu pönnukökur má bera fram sem aðalrétt og er þá borið steikt flesk með þeim, en einnig má bera þær fram sem ábætis- rétt og er þá sykur og sulta borið með. Kartöflubollur með osti 1 kg kartöflur 2 egg ca. 50 gr rifinn ostur salt — pipar. Aðferðin er sú sama og við kartöflubollurnar hér við hliðina. Kartöflubollur % kg kartöflur 1 Htið egg 2 eggjarauður 50 gr smjör 1 tsk. salt hveiti eggjahvíta rasp olía eða palmínfeiti. Flysjið kartöflurnar og skerið þær í þykkar sneiðar og sjóðið þær vel meyrar í ósöltu vatni. Hellið vatninu frá og látið þær þorna. Merjið kartöflurnar vel. Hrærið eggi, eggjarauðum, smjöri og salti saman við. Mótið farsið í litlar hnöttóttar eða af- langar bollur. Veltið þeim síðan úr hveiti, sundursleginni eggja- hvítu og að lokum raspi. Steikið þær síðan í fljótandi feiti og færið þær síðan upp á pappír, sem drekkur vel í sig feiti. Berið þær fram vel heitar með bráðnu smjöri, sem sjálf- stæðan rétt eða með kjöt og fiskréttum. Til tilbreytingar má setja sax- aða skinku, sveppi eða baunir saman við deigið áður en það er mótað og steikt. ☆ 14. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.