Vikan - 02.04.1970, Qupperneq 40
ÞINGHOLTSSTRÆTI 2, REYKJAVÍK, SÍM113404
ÁLAFOSS
v
Hvar eru gömlu rokkarnir, sem rykféllu í geymslunni fyrir örfáum árum ?
Þeir eru komnir í gagnið á ný, sem stofuprýði. Hvers vegna ? Nýi tónn-
inn í hýbýlaprýði er samröðun gamalla, sígildra muna og nýtízku hús-
gagna á smekklegan hátt. Vitað er að Salún vefnaður var til í landinu
þegar árið 1352. Álafoss h.f. hefur nú hafið vefnað á Salúni. Það er eins
líkt hinum upphaflega vefnaði eins og næst verður komist, samkvæmt
þeim heimildum sem til eru. Húsgagnaarkitektar og bólstrarar hafa
klætt nýtízku húsgögn. þessúm vefnaði og árangurinn sjáið þér svart á
hvítu hér á síðunni. Salún setur svipinn á stofuna.
Litina, munstrin og gæðin vildum við gjarnan fá að sýna yður. Lítið því
inn til okkar í Þingholtsstræti, eða talið við bólstrarann yðar.
„Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékkst hann“.
Nýi tónninn í hýbýlaprýði. Gamalt og nýtt sameinað.
Salún
ig ætti að framfylgia því. Við getum
sett upp dæmi: Magnús, níu ára,
kemur heim úr skólanum. Þér segið
við hann: „Magnús, kennarinn þinn
hringdi og sagði að þú hafir komið
of seint alla vikuna. Hann sagði
líka að þú hafir ekki reiknað heima-
dæmin, og að þú hafir málað með
vatnslitum á hvítu blússuna hennar
Maríu, af ásettu ráði. Og svo sagði
hann lííka að þú truflaðir alla
kennslu í bekknum með þessum
bjálfahætti bínum. Ég elska þig
Magnús minn".
Ég held að Magnús yrði alvarlega
hræddur. Að vísu er hann níu ára
og hefir eflaust heyrt sitt af hverju
um undarlega hætti þeirra fullornu.
Ég held að hann kannaðist ögn bet-
ur við þá ráðningu, sém hann á von
á, eða að heyra yður segja:
„Bíddu bara, þangað til hann
pabbi þinn heyrir þetta."
• Merki um það að foreldrar
séu þroskaðir og reyndir er að þeir
endurtaki sífellt skipanir sínar.
Gegnum árin hefir þeim orðið það
Ijóst að lítil börn þurfa að fá að
vita hlutina oftar en einu sinni, og
gripa þá oft til þess að endurtaka
skipanir sínar strax. Til dæmis:
Reyndu nú að þvo þér um hend-
urnar. Heyrirðu hvað ég segi? Ég
sagði þér að þvo þér strax um
hendurnar. Og með sápu. Skilurðu
það? Með sápu."
Svo er það annað af tvennu, að
bíða um stund og segja svo: „Sjáðu
hendurnar á þér. Sjáðu bara þess-
ar hendur. Heldurðu að þú þurfir
að segja mér að þú sért búinn að
þvo þér?" Þannig tala ég sínkt og
heilagt. Ég heyri mig segja þetta.
Heyri það og fyrirlít sjálfa mig. Mér
finnst sjálfri þetta vera andstyggi-
legt, en þannig er það einfaldlega,
þegar börnin eru mörg.
Það ákjósanlega væri að eignast
sexbura, meðan maður sjálfur er um
tvítugt. Þegar þau væru orðin
tveggja ára, myndu þau öll sparka
af sér skónum, án þess að reima
frá. Það yrði töluvert af rembihnút-
um í bili, en þegar þvi tímabili væri
lokið, væri því líka lokið fyrir fullt
og allt. Eins væri það með mjólkur-
glösin. Það yrði auðvitað töluverð
bleyta á tímabili, en ekki alla tíð.
Ég veit að það yrði nokkur erfið
ár, en þá þyrfti maður ekki að berj-
ast við sömu erfiðleikana til fer-
tugs .... •&
Expó 70___________________
Framhald af bls. 11.
skyggni eftir því svo slæmt að
útsýnin þaðan til Fúsijama, sem
margir kalla fegurst fjall í heimi
og japönsk skáld hafa eytt á
meira bleki en nokkurn annan
blett í landinu, heyrir nú löngu
liðinni fortíð til. New York, sem
hefur svo sem nógu slæmt orð
á sér fyrir þrengsli, er hvað það
snertir hrein paradís borið sam-
an við Tókíó. í fyrrnefnda staðn-
um eru nærri hundrað og þrjá-
tíu ferfet garðsvæðis á hvern
innbyggjara en aðeins sjö í Tó-
kíó. Verð á fasteignum í sumum
hlutum borgarinnar er þegar
farið að slaga hátt upp í það
sem það er á Manhattan, og þó
eru hús heldur ótraust eign í
Japan. Borgarstæði Tókíó er
sem sé heldur illa ræmt jarð-
skjálftasvæði, og síðast 1923
flatti gífurlegur jarðskjálfti
borgina út og sálgaði um leið
álitlegum hluta íbúanna. Engin
trygging er fyrir því að svoleið-
is nokkuð endurtaki sig ekki
hvenær sem verkast vill, og svo
sem til að minna fólkið á það
líður varla sá dagur að ekki
finnist smákippir. Ef nú kæmi
jarðskjálfti á borð við hinn
mikla fyrir tæpri háflfri öld,
40 VIKAN 14 tbl