Vikan - 02.04.1970, Page 41
myndi hann líklega drepa svona
þrjár milljónir manna, segja
sérfræðingar. Engar sérstakar
ráðstafanir hafa verið gerðar til
að draga úr slíkri kafastrófu, ef
hún skylli yfir, og meira að
segja er nú búið að afnema til-
skipun þá er lengi var í gildi og
bannaði að reist væri nokkur
bygging yfir hundrað feta há.
Japanir yppta öxlum þegar að
þessu er fundið við þá; „við lít-
um ekki á borgir sem varanlegt
fyrirbrigði, gagnstætt því sem er
með ykkur Yesturlandamenn,“
sagði einn arkitekta þeirra ný-
lega. „Til þess höfum við of oft
séð þær eyddar af stríði, eldi og
jarðskjálftum.“ Og þess utan er
það ekki venja í þeim sóknum
að gera sér jafnmikla rellu út
af mannslífum og gert er í
Evrópu.
Breytingar á lífsháttum og
lífskjörum hafa alls staðar verið
einhverjar og víðast miklar, en
hvað minnstar hjá þeim hæst og
lægst settu í þjóðfélaginu. Á
botninum eru svokallaðir etar,
sem sumir ætla afkomendur
Aínúa, frumbyggja þeirra af er-
önskum rasa sem forðum byggðu
allt Norður-Japan og háðu um
alda skeið harða og tvísýna bar-
áttu við syni Nippons um yfir-
tökin í landinu. Japanir útrýmdu
þeim að mestu um síðir og nú
eru aðeins eftir af þeim fáein
þúsund á Hokkaídó, nyrztu
Japanseyjunni. Njóta þeir lítill-
ar virðingar af hálfu Japana og
eru varla hafðir til annars en
sem sýningargripir fyrir túrista,
líkt og Indíánar Bandaríkjanna.
Etarnir eru um milljón að
tölu, búa í skuggahverfum, fá
aldrei atvinnu nema við hin
óþrifalegustu störf og komast
næstum aldrei í hjónaband með
fólki utan sinnar stéttar. Á
toppnum er svo Híróhító keis-
ari, sem alltaf hefur verið frið-
semdarskinn og eftir stríðið lýsti
því yfir að hann hefði tekið
sjálfan sig úr guðatölu, sem var
mikið nýmæli í sögu landsins,
en þar áður hafði ætt keisarans
verið rakin beint til sólgoðsins.
En lífshættir keisara hafa lítið
breytzt við þessa lækkun hans í
tign. Hann hefur lítið sem ekk-
ert af stjórnmálum að segja og
ver mestum hluta tíma síns til
að stúdera sjólíffræði, sem
lengst af hefur verið aðaláhuga-
mál hans.
Þeir sem mest hafa breytzt
eru að líkindum starfsmenn á
skrifstofum hinna mörgu og öfl-
ugu iðnaðar- og kaupsýslufyrir-
tækja landsins. Mauriðni þeirra,
þolgæði, sjálfsafneitun og verk-
lagni er það fyrst og fremst að
þakka hversu langt Japan er
komið. Þeir af þeim sem heppn-
astir hafa verið hafa lært í
bandarískum eða evrópskum
skólum, og þótt þeir yrðu lengi
að smyrja þunnt, þá eru nú lífs-
kjör þeirra óðum að batna og
kröfurnar til lífsins gæða hækka
að sama skapi. Þorri þeirra hef-
ur þegar fengið sér litvarpstæki
og einkabíl, sem hvorttveggja
taldist áður til munaðar, sem
aðeins efnuðustu stéttar menn
gátu leyft sér.
Svo sem við var að búast í
þjóðfélagi svo ofboðslegra og
gagngerra breytinga er hin
margumtalaða gjá milli æsku og
elli óvíða breiðari en í Japan.
Hið ævaforna fjölskyldusamfé-
lag, sem er hvarvetna undir-
staða bændaþjóðfélags, nýtur
sín ekki í borgum, og er það
raunar síður en svo sérjapanskt
fyrirbrigði, eins og fslendingar
ættu meðal annarra að vita. En
vaxandi vandamál eldra fólks í
Japan stafa ekki einungis af því
að samband þess við yngri kyn-
slóðirnar sé rofnandi, heldur
engu síður af því að það er til-
tölulega miklu fleira en áður og
þeim mun erfiðara að sjá því
farborða. Betra mataræði og
framfarir í heilbrigðismálum
hafa lengt japanska meðalævi úr
fimmtíu árum aðeins, sem hún
var í stríðslok, upp í sextíu og
níu ár nú í dag.
Og vitaskuld eiga Japanir ekki
síður í vandræðum með æsku
sína en elli. Það er forn vani
þar í landi að dekra hóflítið við
krakkana til tíu ára aldurs, en
eftir það tekur við strangur agi
í skóla og starfi. Mörgum ung-
mennum bregður í brún við
þessi umskipti og kyndir þetta
ásamt ýmsum innfluttum ástæð-
um undir rótleysi og fyrirgang
meðal unglinganna. í mótmæla-
aðgerðum þeim sem æska nú-
tímans er svo fræg fyrir er sú
japanska líklega harðari af sér
en jafnaldrar hennar í nokkru
öðru landi, nema þá helzt í
Bandaríkjunum. Japönsku ung-
lingarnir mótmæla vélrænu
mannúðarleysi stórborgalífsins,
menguninnni, þrengslum og
kennaraleysi í háskólum (hvort-
tveggja er óskaplegt), úreltu og
sálardrepandi fræðslukerfi, sem
hafi það eitt markmið að gera
háskólana að verksmiðjum til að
framleiða á færibandi starfsmenn
fyrir iðnhringana (hliðstæð fa-
brikka fyrir embættismenn
hefur Háskóli íslands með
réttu verið kallaður), stríð-
inu í Víetnam (sem Japanir hafa
þénað vel á), herbandalagi við
Bandaríkin (séráparti herstöð-
inni á Ókínava) og mörgu öðru,
sem hér yrði of langt upp að
telja. Japanskir stúdentar eru
yfirleitt þjóðfélagslega þenkj-
andi, margir róttækir og taka
hugsjónir sínar svo alvarlega, að
þeir þurfa yfirleitt ekki annað
HUSGAGNAVERZLUNIN
AUÐBREKKU 59
SÍMI: 42400
IPlfcH il íik ■ Sk SIMI: 42400
DUNAkúpavogi
EXELENT SOFASETT
AMBASSADOR
Stasrsta húsgagnaverzlun utan Reykjavíkur. — Ótrúlega fjölbreytt úrval sófasetta. — Sér bólstruð eftir
ósk yðar. — Ný og glæsileg áklæði. — Borðstofur — Svefnherbergi. — Pírahillur og sérstök húsgögn
í úrvali. — Sendum myndalista ef óskað er. — Sendum í póstkröfu um land allt.
Við erum ávallt spori á undan. Þess vegna sjáið þér allt það nýjasta í DÚNA.
HUSGAGNAVERZLUNIN
DÚNA
AUÐBREKKU 59
SÍMI: 42400
KÓPAV0GI
H. tbi. VIKAN 41