Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 4
Lengi dregst undan það latur stofnar. SIÐAN SÍÐAST íslenzkur málsháttur. fólk í fréttunum Þótt fimm ár séu liðin síðan Winston Churchill lézt, er enn verið að rifja upp sögur af þessum stórbrotna persónuleika. Hér er ein frá yngri árum hans. Skömmu eftir að Churchill hafði gengið í frjáls- lynda flokkinn, bauð hann ungri og hvat- skeytlegri stúlku til málsverðar. Hún leit á hann með daðurslegu augnaráði, á með- an á máltíðinni stóð, en sagði síðan: —- Það er einkum tvennt, sem mér fell- ur ekki í fari yðar, hr. Churchill. —- Og hvað er það? -—• Nýja pólitíkin yðar og yfirvara- skegg það, sem þér berið. Churchill var ekki vanur að láta snupra sig, án þess að gjalda í sömu mvnt, svo að hann svaraði ósköp hæversklega: Kæra ungfrú! Þér skuluð ekki hafa minnstu áhyggjur af þessu. Hvorugt munuð þér sennilega komast í nána snertingu við! í París er margt að sjá í aðalstöðvum UNESCO fyrir forvitinn ferðalang. Eitt af því sem athygli vekur er gríðarstórt málverk eftir Picasso. Mjög skiptar skoðanir eru um það af hverju myndin sé. Nokkrir hafa álitið, að þetta sé mynd af baðströnd við Miðjarðar- hafið. Aðrir hafa sagt, að myndin táknaði baráttuna milli góðs og ills, og enn aðrir hafa látið í ljós þá skoðun, að myndin sýndi flug íkarosar til sólarinnar og fall hans til jarðar eftir að vængir hans höfðu brunnið. Listfræðingur nokkur áleit, að bezt væri að spyrja listamanninn sjálfan, en það bar ekki mikinn árangur, því að Picasso svaraði: — Það eru nokkuð mörg ár síðan ég málaði þessa mynd, og satt að segja er ég hreinlega búinn að gleyma, hvað hún átti að tákna! Stór bygging í gotneskum stíl með turni stendur á bökkum Thamesár og hefur hingað til verið notuð sem nunnuklaust- ur. Landareignin er 35 ekrur að stærð. Nú er hætt við, að í framtíðinni breyti lífið á þessum stað talsvert um svip. Bít- illinn Georg Harrison og kona hans, Pattie, hafa nefnilega selt einbýlishús sitt í Surrey og keypt í staðinn þetta nunnu- klaustur, en í því eru alls 30 herbergi. Og verðið? Aðeins 336.000 pund! Bjargaðist úr Starfighter-árekstri Slysin á Starfighter-herflug- vélunum sem vestur-þýzki flug- herinn notar eru fyrir löngu orðin svo mörg og tíð að ekki þykir einleikið, en samt sem áð- ur er alltaf haldið áfram að fljúga þessum ólukkuvélum. — Fyrir skömmu kom það til dæm- is fyrir að tvær Starfighter-vél- ar rákust á á æfingu, vegna ein- hverra mistaka hjá þeim sem æfingunni stjórnuðu. Hröpuðu þær báðar úr seytján hundruð metra hæð og fórst annar flug- maðurinn, en hinn slapp því sem næst. ómeiddur og þykir kraftaverk. Brotnaði flugvél hans sundur í miðju við árekst- urinn, og var hann að sjálfsögðu sjálfur í fremri hlutanum. Tókst honum með naumindum að styðja á takkann, sem ætlaður er til að þeyta flugmanninum út úr vélinni í fallhlíf, ef vélinni hlekkist á. Fallhlífin opnaðist og flugmaðurinn komst heilu og höldnu til jarðar. Flugmaðurinn, Gerd Wegmann og kona hans Nancy, sem hann kynntist á heræfingum í Ameríku. HerferS gegn hungri í Ameríku Samtök blökkumanna í suður- ríkjum Bandaríkjanna, (South- ern Christian Leadership Con- ference), söfnuðu nýlega einni milljón dala á einni viku — viku sem notuð var til að minnast snillingsins og mannvinarins Dr. Martin Luther King's, Jr. For- sprakkar samtakanna hafa nú í hyggju að nota peningana til að gefa sveltandi fólki í heimalandi sínu (en það er vitað að um það bil 10 milljónir Bandaríkja- ríkjamanna þjást af vannær- ingu) og endurvekja með því samhuginn og baráttuviljann sem var svo sterkur sumarið 1968 þegar „Upprisuborgin“ var reist í Washington, D.C. • Til er fólk, sem ekki trúir á storkinn, þótt það hafi séð hann með eigin augum. • Þolinmæði er það að geta hlustað á aðra segja brandara. STUTT OG LAG- GOTT Sá maður, sem eitt sinn fellur á kné fyrir stúlku, verður aldrei þess megnug- ur að standa á eigin fótum. 4 VIIvAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.