Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 12
Tek
„Ef ég væri ríkur. ..“ Líklega
hefur Róbert skemmt fleiri fslend-
ingum sem Tevje mjólkursali en í
nokkru öðru þeirra óteljandi leik-
hlutverka, sem hann hefur túlkaö.
skáld en klassíkerana gömlu. Ég
er til dæmis miklu hrifnari af
Arthur Miller en af Shakespeare.
Það er gaman að lesa Shake-
speare, auðvitað, en mér finnst
ekkert gaman að leika hann. Ég
hef miklu meiri ánægju af að
leika í verkum eftir Arthur Mill-
er eða O'Neill, Ionesco, Albee og
aðra seinni tíma höfunda.
— Ráðið þið leikararnir ein-
hverju um hlutverkavalið?
— Nei. Það er algerlega stjórn
hússins eða leikhússstjóri sem
ákveður það. Að vísu gerist það
að einhverju leyti í samráði við
leikstjóra. Mér skilst hann leggi
fram óskir um hverja hann vilji
hafa í hlutverkum. En við leik-
ararnir komum þar hvergi nærri.
Sjálfur held ég að það sé ekki
rétt að leikarar hafi mikil ítök
í hlutverkaskipun. Af því gæti
alltaf spunnizt óánægja og ríg-
ur.
— Hvaða mótleikari hefur
orðið þér eftirminnilegastur?
— Það er ekki hægt að binda
það ákveðnu nafni, segja að mér
Miller fram yfir Shakespeare
„Ertu votur í fótinn?“ Róbert í
hlutverki Jóns Hreggviðssonar í síð-
ustu uppfærslu íslandsklukkunnar
ásamt Rúrik Ilaraldssyni, sem lék þá
Arnas Arneus.
Sem Jón í Nashyrningum Ionescos. Margra álit er að þar hafi Róbert unnið einn
sinn allra stærsta leiksigur.
hafi fallið bezt að leika á móti
Jóni eða Pétri eða Páli. Heldur
er það sá, sem maður finnur í
gegnum leikinn að er virkilega
harmonerandi; að verkið hafi
gengið inn í hann og hann skilji
það, að hann komi fram i
anda þess. í þeim tilfellum sem
mér hefur tekizt það sjálfum
og einnig að mæta slíkum mót-
leik frá kollega mínum, þá hef
ég auðvitað fengið langmesta
ánægjuna út úr því. T.d. í Hver
er hræddur við Virginíu Woolf,
þá var það ákaflega oft að þetta
samræmi myndaðist á milli okk-
ar Helgu Valtýsdóttur. Við vor-
um þar greinilega í sömu tón-
tegund. En það er sama hver í
hlut á, þegar þessi samhljómur
verður til, þá er ánægjan mest.
Það er eitthvað sem gerist, það
er ekki hægt að lýsa því með
orðum, það er einhver kennd
innra, það skapast eitthvað sam-
band, sem veitir manni einstæða
ánægju. Hliðstæða reynslu
þekkja tónlistarmenn auðvitað.
— Þú hefur leikið mikið í út-
varp. Er það ekki heldur leiðin-
legt, engir áhorfendur, ekkert
svið og leikhljóð framkölluð með
ýmsum simplum tilfæringum?
— f það heila tekið er það nú
frekar leiðinlegt, ekki kannski
beinlínis vegna þess að leikið er
í útvarp, það er ekki það. En að-
staðan til að leika hjá útvarp-
inu er hreint ekki nógu góð,
þótt allir vilji gera sitt bezta,
bæði við leikararnir og tækni-
fólkið þar. En aðstaðan, húsrými
og allt svoleiðis, er slæm, og oft
verður maður að gera þetta á
hlaupum. Maður er bundinn hér
fram á síðustu mínútu og þarf
svo að þjóta þangað og kemur
þá kannski of seint, og þaðan í
einu snarkasti hingað og er allt-
af á síðustu stundu. Þetta er af-
skaplega ergilegt og þreytandi.
En hvað snertir verkefnavalið
þar, það er auðvitað eins og ger-
ist og gengur annars staðar; það
er skiljanlegt að það geti ekki
alltaf verið fyrsta flokks verk,
sem eru flutt í útvarp, af öllum
þeim aragrúa sem þar eru flutt,
eitt eða tvö í viku. En það sem
mér þykir verst við útvarpið eru
hreint og beint vinnuskilyrðin
þar.
— Svo hefur þú leikið í kvik-
myndum.
— Ég get nú varla talið mig
hafa leikið nema í einni kvik-
mynd í þess orðs fyllstu merk-
ingu, og mér fannst það ákaf-
lega skemmtileg reynsla. En ef
ég ætti að hafa slíkt sem aðal-
starf, þá er ég hræddur um að
ég gugnaði anzi fljótt á því.
Þetta er svo gerólíkt leikhús-
vinnu, allt önnur tekník sem
þarf að beita við þetta. Vinnu-
brögðin eru gerólík, maður leik-
ur þetta ekki í samhengi. Atrið-
unum er skipt niður á númer;
maður leikur kannski atriði
númer átta í dag og þarf svo að
búa sig undir að leika atriði
númer áttatíu og átta næsta dag.
Maður þarf þá að vera búinn að
setja sig inn í það, sem skeði
þar á milli, þótt það hafi ekki
verið leikið enn. Ég gæti aldrei
fellt mig vel við þetta. En það
er gaman að fást við þetta, taka
þátt í því. Ég gæti þannig vel
hugsað mér að leika í einni
12 VIKAN 16-tbl-