Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 43
ur en sú hljómsveit hætti. Var
Syn með þetta lag á efnis-
skránni?
— Nei, og þetta er ekki sama
útsetningin. En þegar við í
Flowers vorum í London í hitt-
eðfyrra, við að taka upp plötuna
alræmdu, þá heyrðum við í Yes,
og ég varð hrifinn af tveimur
stuðum sem setja töluverðan svip
á lagið. Svo einhvern tíma datt
okkur í hug að æfa þetta lag, og
þá mundi ég eftir þessum stuð-
um — sem við og notuðum.
Þannig er þetta tilkomið.
— Á hvaða „standard" var
þessi hljómsveit, Syn?
— Þegar ég fór í hana, var
það fyrir þá ástæðu eina að
þetta var bezta hljómsveit sem
ég hafði heyrt í — að vísu að-
eins 16 ára gamall þá. En við
höfðum allir trú á því sem við
vorum að gera, og ég hef enn
stórkostlega trú á því. Við lék-
um nokkur lög inn á plötu, þar
á meðal „Created by Clive“, sem
varð nokkuð vinsælt hér heima.
En sennilega er bezt hægt að
dæma um standard hljómsveit-
arinnar með því að fræða þig á
því að við lékum nokkrum sinn-
um í hinum margfræga Marquee,
og með ekki dónalegri köllum
en þeim félögum í Cream og
Jimi Hendrix Experience. Nei
— nú er ég ekki að segja satt;
það var búið að ráða okkur til
að leika þarna eitthvert visst
kvöld, og á móti Cream, en svo
fór það einhvern veginn á haus-
inn. En ég kynntist þó Mitch
Mitchell þar, og við urðum
sæmilegir kunningjar. Jimi
Hendrix lékum við þó með, eða
á móti: Þeir hálft kvöld og við
hinn helminginn. Þarna var allt-
af troðfullt, 1000—1200 manns á
stað sem er ekki stærri en Sig-
tún.
— Hvernig líkaði þér við
þessa menn, til dæmis Mitch
Mitchell?
— Mér fannst hann ósköp
venjulegur maður, rétt eins og
ég og þú.
— Svo komstu heim og fórst
að spila með Tempó; hvemig
stóð á því að þú fórst ekki að
rugla reitum þínum við rjóm-
ann, Flowers, fyrr en löngu síð-
ar?
— Ja, það er töluverð saga að
segja frá því. Sg hafði komið
heim í jólafrí, um jólin 1967, og
þá spilaði ég nokkur kvöld með
Tempó. Þá var ég búinn að
ákveða að hætta með Syn og
koma heim. Nú, þeir í Tempó
höfðu beðið mig að slást í hóp-
inn að öllu leyti þá um sumarið
er ég kæmi, og ég lofaði þvi.
Svo kom ég heim, rétt fyrir 17.
júní, og þá heyrði ég í Toxic —
hvaðan uppistaðan úr Floowers
kom. Það fannst mér lélegt, og
ég var sömu skoðunar um Flow-
ers lengi framan af. En ég hafði
alltaf verið hrifinn af Tempó,
og varð að auki að standa við
eefið loforð. Nú, svo hætti Tem-
pó, og um svipað leyti fékk ég
tilboð um að koma í Flowers —
það var Karl Sighvatsson sem
stóð á bak við það — og ég þáði,
enda fannst mér hljómsveitin
mun betri þá.
— Nú varst það þú sem aðal-
lega áttir hugmyndina að því að
Flowers og Hljómar sameinuð-
ust í heildina Trúbrot — hvers
vegna?
— Hér var ekkert að ske.
Þetta var eilíf barátta um það
hvor hljómsveitin væri vinsælli,
og hafði önnur betur í dag en
hin á morgun. Mér fannst Hljóm-
arnir ekki nógu góðir og það
sama var að segja um Flowers,
svo mér datt í hug að búa til
eitthvað gott; efla þá beztu í
hvorri hljómsveit og vita hver
útkoman yrði.
Já, ég er mjög ánægður með
útkomuna, en tel þó að við get-
um gert mun betur. Hvorki
Hljómar né Flowers áttu mögu-
leika á því að verða samkeppn-
ishæfir á utanlandsmarkaði, en
ég veit að Trúbrot er það. Við
gerðum það gott í New York,
þegar á allt er litið, platan okk
ar hefur gengið vel, þó svo að
hún gefi ekki alveg rétta mynd
af hljómsveitinni, og þessi Dan-
merkurferð sem stendur nú fyr-
ir dyrum, leggst einna bezt í
okkur af öllu því sem við höfum
tekið okkur fyrir hendur. Það
er ákaflega gullið tækifæri að
heimsækja Skandinavíu. Túrist-
arnir flæða þar yfir og það er
alltaf að verða algengara að stór
nöfn úr bransanum, bæði hljóm-
sveitir og alls kyns „agentar**
komi þar um og leiti fyrir sér.
Svo þó svo sé að þetta stofni
okkur í nokkrar skuldir, þá
teljum við það hiklfiust þess
virði að rejma.
— Þetta svokallaða „dópmál“
ykkar fór illa með ykkur, en nú
lítur út fyrir að þið hafið „unn-
ið“ og hafið verið teknir í
mennskra manna tölu aftur. —
Hvernig stóð á því að þú varst
aldrei með í þessu?
— Einfaldlega vegna þess að
mig langaði það ekki. Og það
er alveg rétt, að nú höfum við
„unnið“ ef svo er hægt að segja.
Það var stór hópur af fólki sem
vildi koma okkur út úr öllu,
losna við okkur, en allar þessar
fordæmingar gerðu eitt að verk-
um að samheldnin innan hljóm-
sveitarinnar jókst og við vorum
staðráðin í því að láta þetta
ekkert á okkur fá. Gunnar Þórð-
arson sagði í viðtali um þetta,
að músikin væri eina vopnið sem
við hefðum í höndunum — og
það beit.
— Nú ert þú búinn að vera
að tromma í ein 6 ár. Finnst þér
að þér hafi farið mikið fram á
þessum árum?
— Nei. Mér finnst ég alltaf
vera eins. Að vísu hef ég lært
og þroskazt mikið svona almennt,
en kunnáttan er nokkum veg-
inn sú sama. ó. vald.
BIBLÍAN - RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA
er falleg myndabók ( alþjóðaútgáfu og bezta ferm-
ingargjöfin sem völ er á. Hér er um aS ræða nýstár-
lega túlkun á heilagri ritningu, sem fellur ungu
fólki vel í geð. Myndirnar, sem danska listakonan
Bierte Dietz hefur gert, eru litprentaSar I Hollandi,
en textinn er prentaður hérlendis. Magnús Már
Lárusson, háskólarektor, hefur annazt útgáfuna og rit-
ar inngang og ágrip af sögu (slenzkra BiblíuþýSinga
frá upphafi. Þetta er vönduS og glæsileg mynda-
bók. sem hentar sérstaklega vel til fermingargjafa.
Fæst hjá næsta bóksala
HILMIR HF. SKIPHOLTI 33
POSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK
BIBLÍAN
RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA
TILVALIN FERMINGARGJÖF
L6. tbi. VIKAN 43