Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 47
Fabiola erfingi hennar, en nú setti hún þaS sem skilyrði að hún eignaðist son fyrir 1. janúar 1970. Ef svo yrði ekki átti allur auðurinn að ganga til Paolu prinsessu. Nokkr- um vikuin síðar dó gamla konan, sem hafði verið gift Alberti fyrsta. „Rauða drottningin“ Samkonuilagið milli Fabi- olu drottningar og ömmu konungsin? hafði aldrei verið gott. Þær voru mjög ólíkar. Elisabeth, sem var prinsessa frá Bayern. gekk oft fram af konungsfjölckyldunni með framferði sinu. Þegar hún var 85 ára fór hún til Peking, þar sem Mao Tse-tung tók vel á móti henni. Þar áður hafði hún farið flugleiðis til Moskvu. Eftii þetta brambolt var hún kölluð „rauða drottningin“. Fabiola fann að þessu við hana, sagði að hún yrði að vera ögn varkárari i framkomu, til að koma ekki óorði á konungsfjölskylduna. Gamla konan gat ekki með nokkru móti séð að nokkuð væri athugavert við þessi ferðalög, og hélt áfram að haga sér eftii eigin vild. Svo sneri hún baki við Fabiolu drottningu og lagði alla sína ást á Paolu. Þeim kom prýði- lega saman, og nú í ársbyrj- un fékk Paola arfinn. Fabiola diottning fer við og við til Andalúsíu á Spáni, þar sem hún á hús, og það var jafnvel sagt að konung- urinn ætlaði að afsala sér konungstign, — láta bróður sinn taka við, en það þykir ekld líklegt í Belgíu. Kon- ungshjónin eru vel látin, og ekki ber á öðru en að þau séu líka hamingjusöm, þrátt fyrir vonbrigðin. Ríkiserfðir eru líka tryggðar, Albert er rikisarfi og böm hans eftir hans dag. Það er sagt að kon- ungshjónin munu ætla að ættleiða barn, eða böm, en þau myndu aldrei erfa rikið, en Fabiola hefir svo mikið yndi af börnum. Það er líka sagt að það braki nokkuð harkalega í hjónabandi þeirra Paolu og Alberts, en þau eiga þrjú böm.... ☆ Fabiola er glæsileg kona. ie. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.