Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 13
í Puntila Brechts, þar sem Róbert
fór með aöalhlutverkið, sýndi hann
sérstaklega vel hversu lagið honum
er að „bregða sér í allra kvikinda
líki“ á sviðinu.
-9- í Gjaldi Millers, sem nú er verið
að sýna í Þjóðleikhúsinu, fer Róbert
með hlutvcrk Walters Franz. Hér er
hann ásamt Rúrik Haraldssyni, sem
leikur bróður Walters.
Samleikur þeirra Róberts og
Helgu Valtýsdóttur I Hver er hræddur
við Virginíu Woolf eftir Albee hefur
orðið minnisstæður flestum sem sáu.
„Við vorum þar greinilega f sömu
tóntegund", scgir Róbert.
kvikmynd á ári eða tveggja ára
fresti eða eitthvað svoleiðis. —
Sjónvarpið er ekki eins ólíkt
leikhúsinu hvað þessu viðvíkur.
Þar getur maður líka byggt upp
senuna, þar eð hver sena er tek-
in í heild. Hvert atriði eins og
það kemur fyrir, eins og á svið-
inu. Það getur líka verið gaman
að vinna að sjónvarpsefni.
— Hvernig finnst þér íslenzk
leikritagerð standa á vegi?
- Því miður finnst mér hún
ekki björguleg, eins og sakir
standa. Það koma fram ákaflega
fáir nýir höfundar, og þessi fáu
verk sem koma fram virðist því
miður ekki upp á marga fiska.
— Þegar þú hefur leikið eitt
og sama hlutverkið, eins og
Tevje til dæmis, ótal sinnum,
kemur þá ekki fyrir að þú færð
leiða á því?
Ég varð aldrei leiður á
Tevje. Það er fjölbreytni í karl-
inum, og ég fann alltaf eitthvað
nýtt í honum á hverri sýningu.
Svoleiðis nokkuð þarf ekki að
vera mikið fyrirferðar: ein
hreyfing, einhver lítilsháttar
blæbrigði. En svo hefur á hinn
bóginn komið fyrir að ég hef
lent í hlutverkum, sem hafa ver-
ið svo þrautleiðinleg frá byrjun
að maður hefur einskis óskað
heitar en fyrsta sýningin yrði
sú síðasta.
Eg heyrði því einhvern
tíma haldið fram að til þess að
verða góður leikari þyrfti mað-
ur að hafa í sér einhvern vott
af exibisjónisma og jafnframt
miklu meiri mannkærleika og
fórnarlund en almennt gerðist.
Hvað viltu segja um þetta?
Þetta með exibisjónismann
getur ekki átt við mig, því að ég
er að eðlisfari feiminn og kann
illa við mig í margmenni. En á
leiksviðinu gegnir öðru máli, því
að þar kem ég aldrei fram sem
ég sjálfur. Hitt má segja að góð-
ur leikari þurfi að vera gæddur
vissri fórnarlund; það er mikið
sem hann leggur á sig og tætir
svo og svo mikið af sjálfum sér
í hvert skipti er hann kemur
fram. En það má segja um lista-
menn í öllum greinum.
— Það er nokkuð algengt að
skipta listamönnum í tvo megin-
hópa, þá sem túlka og hina sem
skapa.
— Sú skipting er að mínu viti
botnlaus hringavitleysa. Lista-
maður, sem túlkar verk annars,
hlýtur auðvitað að leggja eitt-
hvað í það frá sjálfum sér, og
þar með er hann orðinn skap-
andi. Tíu píanistar geta til dæm-
is túlkað eitt og sama tónverkið
hver með sínu móti, þótt þeir
geri það allir jafnvel. Alveg eins
er það með leikarann: hann
verður að leggja eigin karakter
í hlutverkið. Við klippum ekki
persónurnar út eins og dúkku-
lisur; þær verða að þróast innra
með okkur. Þar með er leikar-
inn orðinn skapandi listamaður.
Þessi fáránlega skipting, sem því
miður heyrist of oft notuð í ræðu
og riti, á líklega helzt rætur sín-
ar að rekja til nokkurra fremur
misheppnaðra kompónista ogrit-
höfunda.
— Svo við víkjum aftur að
hugsanlegri ferð þinni út. Hvert
hugsar þú þér helzt að flytja, ef
úr því yrði?
— Til Þýzkalands. Ég er
þýzkur í móðurætt og tala mál-
ið; hef að vísu aldrei leikið á
því, en ég reikna nú með að það
kæmi fljótt. Ég hef fengið at-
vinnutilboð frá tveimur leikhús-
um, Volksbúhne í Rostock og
Stadttheater í Karl-Marx-
Stadt, sem áður hét Chemnitz.
En það er hvergi nærri víst að
ég fari endilega til annars þess-
ara tveggja leikhúsa, þótt svo að
af þessu yrði. Eins og ég sagði,
er þetta ennþá allt í athugun.
Og það er svo langur vegur frá
því að mig langi til að flytja út.
Ég er mjög mikill íslendingur
og hér vil ég sitja meðan með
nokkru móti er sætt. En ef ekk-
ert breytist til batnaðar í kjara-
málunum, þá get ég ekki staðið
í þessu lengur. Nú flykkjast iðn-
aðarmenn til Svíþjóðar, vegna
þess að þeir telja sér ekki líft
hérna heima, en vitaskuld erum
við leikarar langt fyrir neðan
iðnaðarmannataxta. Fyrir svo
utan það að við búum við miklu
meira álag í okkar starfi en
Framhald á bls. 37.
16. tbi. VIKAN 13