Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 48
Þegar hún var barn, hafði hún meira yndi af skartgripum en brúðum ... hjónaband hennar og brezka lávarðarins var stutt, hún sá fljótlega að það gat ekki blessazt... svo var hún glæsileg sýningarstúlka og þá hitti hún hinn lifandi guð Ísmaelíta.... En líf hennar verð- ur trúlega ekki rómantíkin ein, hún hefur mörgum skyldum að gegna.... Hversvegna valdi Karim Aga Khan Söruh Croker-Poole sér fyrir eiginkonu? Hvað hafði hún við sig, sem aðrar ekki höfðu? Þetta er spurning sem nokkrar ungar glæsi- konur hafa velt fyrir sér undanfarið. Það voru þó nokkrar sem höfðu von um að ná í þennan ákjósanlega eiginmann, en hún hrifsaði hann burt fyrir augum þeirra alira, eftir frekar stutt kynni. Hvernig er hún svo, þessi Sarah Croker-Poole. Hún giftist enskum lávarði, en skildi við hann eftir stutt hjónaband; þá kynntist hún um hríð hinu „Ijúfa lífi" í borginni við Tiber, en gerðist svo fyrirsæta. Myndir af henni birtust á forsíðum, og á þeim var hún ekki beinlínis kappklædd. Þetta segja keppinautar hennar um athygli og blíðu hins fjórtánda Aga Khans. En það er ekki hægt að dæma hana eingöngu eftir slíkum sögu- sögnum, ýmislegt annað verður að taka til at- RtNERNO HE0ML EIGIMONA HNS UFANDIHDSISMAEUTA //,/' & Wmm wmm : i . hugunar. Eflaust hefir hún ýmislegt til að bera, því að varla hefði þessi eftirsóknarverði pipar- sveinn annars valið hana sem lífsförunaut. Sarah Croker-Poole er rétt þrítug. Með hjóna- bandi sínu hefir hún fengið uppfylltan þann óskadraum, sem hún hefir átt, siðan hún var barn. Hana langaði alltaf til að verða „gyðja". Nú er hún „Begum Salimah". Begum þýðir furstafrú og Salimah þýðir hógværð og friður. Átján ára gömul var hún kynnt við hirð Elisa- bethar drottningar, og síðan hefir hún umgengizt það fólk, sem alltaf er í fréttunum. Þessutan er hún fögur og hefir frá æskuárum verið alin upp sem hefðarmey. Hún veit hvernig hún á að klæða sig og snyrta og hvernig hún átti að umgangast fólk, og það var yfirleitt fólk, sem hét frægum nöfnum. Hún talar leikandi frönsku, ítölsku, spænsku, auk enskunnar, og þessutan urdu, hið opinbera tungumál Ismaelítanna. Hún hefir verið meðal gesta á dýrustu og fínustu hótelum og skemmtistöðum um allan heim, og alltaf í fylgd með þekktu fólki. Hún verður örugglega ekki f vandræðum með að koma fram f framtíðinni. Ljósmyndarinn sem hún var fyrirsæta hjá, segir að hún hafi verið skemmtileg og greind, og al- drei gert neitt veður út af því að hann vildi oft hafa hana fáklædda. — Hún gat það vel, segir hann, — hún varð aldrei auðvirðileg í útliti. Hún hefir gaman að því að ganga fram af blaðamönnum, og hér kemur svolítið sýnishorn af blaðaviðtali: Blm: — Eruð þér trúuð? Sarah: — Ég trúi á hárgreiðslumeistarann minn í London og eina tegund af ilmvatni frá Guerlain. Blm.: — Hvers virði eru peningar fyrir yður? Sarah: — Mér þykir slæmt að hafa of lítið af þeim. Blm.: — Hafið þér dálæti á einhverri sérstakri bíltegund? Sarah: — Mér finnst ágætt að aka í Rolls-Royce. Blm.: — Hvaða tfzka fellur yður bezt? Sarah: — Það fer eftir árstíðum. Blm.: — Hverju klæðist þér á sumrin? Sarah: — Sem allra minnstu. Blm.: — En að vetrarlagi? Ungu hjónin í garOlnum viS skrauthýal sltt fyrlr utan Parfs.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.