Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 6
SKEIFAN 3B - SlMI 84481 TRITON BAÐSETTIN Baðkör Siurfubotnar Handlaugar » . C. Bidet Blöndunartæki Blöndunarventlar Hitastillar (thermostat-sjálfvirk blöndun) Veggflísar Gólfflíser Ekta hábrend postulínsvara f úrvali gerða og lita TRITON Umboðið SIGHVATUR EINARSSON & CO slMI 24133 SKIPHOLT 15 Rangfeðruð vísa Þann 12. marz síðastliðinn birt- ir Vikan hina alkunnu vísu „Þó að kali heitur hver“ í þætti, sem heitir Pósturinn. Segir blaðið án nokkurra athugasemda, að höf- undur hennar sé Vatnsenda- Rósa. Þetta er fjarri öllum sanni, því að Vatnsenda-Rósa er alls ekki höfundur vísunnar. Má í því sambandi benda á, að hinn raunverulegi höfimdur hennar er Sigurður Ólafsson í Katadal. Er hún í löngu kvæði, sem Sig- urður orti til konu sinnar um eða eftir 1830. Er vísan hin 24. í röðinni, en allt er kvæðið 35 erindi. Skal þetta nú rökstutt nánar. Kvæðið heitir „Vetrarkvíði“ og hefur það verið prentað oftar en einu sinni, nú síðast 1964 í Les- bók Morgunblaðsins, 19. tölu- blaði. Þar fylgdi kvæðinu for- máli og segir þar orðrétt: „Ljóðið „Vetrarkvíða“ sendi Sigurður Ólafsson konu sinni í Danmörku, en þau hjónin voru foreldrar Friðriks þess, sem drap Nathan Ketilsson og tekinn var af lífi 12. janúar 1830. Tvö er- indi í þessu kvæði, 24. og 25. eru stundum ranglega eignuð Skáld- Rósu“. Hér kemur það svo greinilega fram, sem verða má, hver er höfundur vísunnar, að um það verður ekki villzt. Svo mikið skáld var Vatns- enda-Rósa, að ekki þarf að eigna henni skáldskap annarra, og sízt af öllu mundi hún hafa óskað eftir því. Er því skylt að leið- rétta áðurnefnda missögn, og vona ég að Vikan bregðist vel við því. Vinsamlegast, Jón Erlendur Guðmundsson, Galtarstöðum. Sá misskilningur, að þessi fræga ástavísa sé eftir Vatnsenda- Rósu, virðist vera allútbreiddur, hvernig sem á honum stendur. Vísan hefur verið eignuð Rósu á prenti og það oftar en einu sinni. En hafa skal það sem sannara reynist, og við þökkum Jóni Erl. Guðmundssyni kær- lega fyrir bréfið og hina greina- góðu leiðréttingu. Einnig þökk- um við Sveinbirni A. Magnús- syni á Blönduósi, og „Madame X“ sem skrifuðu okkur hréf um þetta sama efni. Enska knattspyrnan Kæri Póstur! Við þökkum þér kærlega fyr- ir allt gamalt og gott. Sérstak- lega eru framhaldssögurnar góð- ar. En það sem við ætlum að biðja þig að gera fyrir okkur er að komast að því hjá brezka sendi- ráðinu eða annars staðar, hvar knattspyrnuliðin Liverpool og Wolverhampton Wanderers hafa aðsetur. Við ætlum að skrifa þessum liðum sitt í hvoru lagi sem aðdáendur. Fyrirfram kærar þakkir, Tveir Akureyringar. Áhugi á ensku knattspyrnunni hefur aukizt gifurlega að undan- förnu fyrir tilstílli íþróttaþáttar sjónvarpsins. Er nú svo komið, að stór hópur manna fylgist með henni og þekkir orðið leikmenn hvers liðs eins og heimamenn væru. Ofangreint hréf er eitt lít- ið dæmi um áhuga lesenda Vik- unnar á ensku knattspyrnunni, en í tilefni af honum hófst í síð- asta blaði rahb um knattspymu í umsjá Ólafs Brynjólfssonar, þar sem enska knattspyrnan mun skipa mest rúm. — Heimilisföng félaganna, sem Akureyringarnir ætla að skrifa eru sem hér seg- ir: FC LIVERPOOL, ANFIELD PARK, LIVERPOOL, ENG- LAND og FC WOLVERHAMP- TON WANDERERS, MOLIN- EUX PARK, WOLVERHAMP- TON, ENGLAND. fslenzkir málshættir í Ástralíu Sæll og blessaður! Við erum hérna tveir strákar, ættaðir úr Kópavogi, en nú bú- settir í Ástralíu, og erum að ríf- ast um merkinguna á málshætt- inum „Ungur nemur, gamall temur“. Eg held því fram, að hann þýði það sama og „Erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja". Svo langar okkur til að vita hvor þessára málshátta er þekkt- ari og gefa okkur skýringar á þeim og einnig skýringu á máls- hættinum “Kálið verður ekki sopið, þótt í ausuna sé komið“. Vilduð þér gera svo vel og senda svar fljótt, því að mikið er í húfi. Tveir ósáttir. Já, það gefur auga leið, að mikið er í húfi, fyrst þið setjist niður hinum megin á hnettinum til að skrifa okkur um deilumál ykk- ar. En þið hafið líkiega ekki í önnur hús að venda og óneitan- lega er gaman að fá hréf úr svo mikilli fjarlægð. Málshátturinn „Hváð ungur nemur, gamall temur“ þýðir, að því sem menn iæra á ungaaldri, húa þeir að 6 VIKAN 16-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.