Vikan


Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 14

Vikan - 16.04.1970, Blaðsíða 14
SAKAMÁLASAGA EFTIR CHARLES LING Walters yfirlögregluþjónn stóð frammi fyrir hópi ungra lögreglumanna: — Að því er við bezt vitum, höfum við aldrei séð hann, en samt er- um við næstxmi vissir um, hvemig maðurinn með sprengjuna er, og hvemig hann lítur út! Hann brosti. — Okkur vantar aðeins að finna hann. Hann sneri sér að töflunni og skrifaði nokkrar tölur. — Fram að þessu hafa sprungið fjórar sprengjur. Þrír menn hafa verið drepn- ir. Sex eru stórslasaðir, og tuttugu og þrir menn liggja minna særðir. Hann leit aftur á lögreglu- þjónana fyrir framan hann. — Þið hafið oft heyrt, að maður skuh ekki skoða hundinn á hámnum, en þó hefur það hvað eftir annað komið í ljós, að vissir af- brotamenn eru eftirtakan- lega likir, bæði andlega, til- finningalega og líkamlega. Walters yfirlögregluþjónn leit á úrið. Það var þrjár mínútur yfir átta. — Til dæmis vitum við, að mein- lausir ávísanafalsarar óska þess oft ákaft, að upp um þá komizt og þeir verði sendir aftur í fangelsið. Þeir kjósa miklu heldur algerlega ein- angrað samfélag. Yfirlögregluþjónninn var grannvaxinn maður i óað- finnanlegum einkennisbún- ingi. — Og við vitum líka ýmislegt um þá manntegund, sem gengur um og kemur fyrir sprengjum. Hann sneri sér aftur að töflunni og skrifaði. — Það eru um það bil fjórar miHjónir manna í þessu umdæmi. Hann strik- aði yfir töluna og skrifaði ,,2.(X)0.000“ fyrir neðan. — Við getum þegar i stað sleppt um tveimin- miKjónum. Maðurinn með sprengjuna er karlkyns. Ég rannsakaði sprengjuna. Tímastíllingin reyndist í full- komnu lagi. Ég kinkaði kolli með sjálf- um mér. Það var áreiðanlega enginn tæknilegur galli sem átti sök á óförunum. Það var vasaljóssrafhlaðan, sem hafði verið of veik. Skerandi rödd Paulu syst- ur minnar hvein ofan úr kjallarastiganum. — Harold, það er morgunverður. Ég breiddi hettu yfir sprengjuna, slökkti ljósið og gekk upp. — Þvoðu þér um hend- urnar, sagði móðir min. — Þær eru óhreinar. Ég gekk fram i baðher- bergið, og þegar ég kom aft- ur, settist ég við borðið. — Ég er ekki verulega svangur í dag mamma. — Þú verður að borða morgunmatinn þinn, skipaði hún. — Það er ekki hægt að byrja daginn betur en með góðum morgunverði. Drekktu nú appelsinusafann þinn. Og ef til vill getum við enn sleppt hálfri annarri miKjón manna, sagði Walters yfir- lögregluþjónn. — Maðurinn með sprengjuna er fullorð- inn og milli fjörutíu og fimm og sextíu ára að aldri. Einn af ungu mönnunum í fremstu röð rétti upp hönd- ina. — Hvað um hann — Johnson? Hann var aðeins nítján ára. — Rétt, 0‘Brien, viður- kenndi yfirlögregluþjónninn. — En hann eyðilagði aðeins lögreglustöð. Það var allt og sumt. Hann hafði verið í ógöngum síðan hann var tólf ára gamall, og fannst hann vera hataður og ofsóttur af lögreglunni, svo að hann revndi aðeins að gjalda í sömu mynt. En það eru að- eins ungir menn, sem grípa tK svona grófra og beinna aðgerða. Walters lagði lrntina frá sér og þurrkaði af fingrun- um með hvítum vasaklútn- um. — En í máli því, sem hér um ræðir, stöndum við andspænis manni, sem hittír af handahófi. Hann leggur böggulinn sinn i neðanjarð- arstöðvar, strætisvagna, alls staðar þar sem margt fólk er saman komið. 0‘Brien var rauðhærður og dálítið rangeygður. — En hvers vegna hlýtur hann að vera milli fjörtutíu og fimm og sextíu og fimm ára? — ÖIl sú reynsla, sem við höfum hingað til fengið af afbrotum af þessu tagi bend- ir í þá átt! Walters yppti öxl- um. — Við vitum ekki, hvers vegna aldur þeirra liggur ein- mitt á milli þessara marka, en okkur grunar að fyrir fjörutiu og fimm ára aldur séu þeir svo bjartsýnir, að erfiðleikar þeirra leysist af sjálfu sér, og eftir sextíu og fimm ára aldur er þeim orð- ið alveg sama um það allt. Systir mín les dagblaðið við morgunverðarborðið. — 14 VIKAN 16 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.